Ósáttur við skráningu Byko eftir greiðslu með reiðufé Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að byggingarvörufyrirtækinu Byko hafi verið heimilt að krefja viðskiptavin sinn um kennitölu og framvísun persónuskilríkja þegar hann ætlaði að greiða fyrir vörur með reiðufé. Viðskipti innlent 21. nóvember 2023 10:48
Hvenær er líf verðmætt? Við erum rosalega upptekin af kerfum. Ef það er ekki kapitalismi þá er það sosialismi eða kommunismi. Hvaðan á peningurinn að koma til þess að laga öll vandamálin sem við höfum búið til? Peningur er fyrirbæri sem hefur ekkert verðmætagildi nema í huganum okkar. Skoðun 21. nóvember 2023 10:30
Fæst hamingjan á útsölu? Hvað lætur okkur líða vel? Árið 2008 fól breska ríkisstjórnin samtökunum New Economic Foundation að safna saman niðurstöðum úr fjölda rannsókna sem hafa skoðað hvað það er sem eykur lífshamingju og vellíðan fólks um heim allan. Skoðun 20. nóvember 2023 11:31
Olíufélögin fjarlægjast Costco Það munar fimmtán krónum á bensínlítranum hjá ódýrustu bensínstöðinni og þeirri næstódýrustu. Formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni á markaði skýra aukinn verðmun. Neytendur 13. nóvember 2023 22:33
Hopp hækkar verðið Hopp Ísland hækkaði í dag startgjald í fyrsta sinn síðan rafhlaupahjólaleigan var opnuð árið 2019. Þá hækkar mínútugjald einnig. Framkvæmdastjóri segir hækkunina beina afleiðingu verðbólgu. Neytendur 10. nóvember 2023 14:56
Hægt verður að borga strætóferð með korti án aðkomu Klapps Stefnt er að því að innleiða þann möguleika að greiða fyrir strætóferð með snertilausu greiðslukorti á fyrrihluta næsta árs. Þannig verður möguleiki fólks á að greiða fyrir staka strætóferð ekki háður því hvort það hafi aðgang að Klappinu. Viðskipti innlent 10. nóvember 2023 14:02
Stofnendur Krónunnar og Bónuss hluthafar í nýrri verslun Eigendur Heimkaupa vinna að því að opna lágvöruverðsverslun á höfuðborgarsvæðinu á næstunni. Að bakvið verkefninu standa aðilar með mikla reynslu í opnun slíkra verslana eins og Jón Ásgeir Jóhannesson. Viðskipti innlent 9. nóvember 2023 18:05
Fólk verði á varðbergi á Singles Day og Svörtum föstudegi Netöryggis-og viðbragðsteymi CERT-IS hvetur fólk til að vera á varðbergi næstu vikur í tilefni af tilboðsdögum sem framundan eru. Sérstaklega gagnvart öllum smáskilaboðum tengdum kaupum á netinu. Neytendur 9. nóvember 2023 15:19
„Svona viðurkenning gefur manni eldmóð til að halda áfram að gera vel“ „Já mér finnst lífið að mörgu leyti skemmtilegra eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar,“ segir Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar. Atvinnulíf 9. nóvember 2023 07:00
„Ekki vera með leiðindi, veittu mér bara betri þjónustu“ „Ungt fólk er með allt annað viðhorf en við þekktum áður og eldra fólk er að breytast með því. Við hugsum öðruvísi en fyrir tuttugu árum og það á þá líka við um það hvernig við metum vöru og þjónustu sem við kaupum sem neytendur,“ segir Ólafur Þór Gylfason sviðsstjóri markaðsrannsókna Maskínu. Atvinnulíf 8. nóvember 2023 07:00
Kvarta til ESB vegna fullyrðinga drykkjaframleiðenda um endurvinnslu Bandalag neytendasamtaka í Evrópu hefur kvartað til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna fullyrðinga drykkjaframleiðenda að umbúðir þeirra séu úr fullendurunnum efnum og/eða séu fullendurvinnanlegar. Erlent 7. nóvember 2023 10:34
Aur gefur út debetkort með endurgreiðslu Aur, sem er í eigu Kviku, hefur opnað nýja bankaþjónustu og fullyrðir bankinn að boðið sé upp á bestu kjörin á debetkortum. Debetkortin eru án allra gjalda og þau fyrstu með endurgreiðslu, að því er segir í tilkynningu frá Kviku. Neytendur njóta ávinningsins af lítilli yfirbyggingu og snjöllum tæknilausnum, segir forstjóri Kviku. Viðskipti innlent 7. nóvember 2023 10:23
„Þetta er bara alveg vonlaust!“ Næsta sumar verða allar plastflöskur með áföstum tappa, samkvæmt áformum umhverfisráðuneytisins. Við ræddum við neytendur, sem segja áföstu tappana ýmist hræðilega - eða sjálfsagða viðleitni til að bjarga jörðinni. Viðskipti innlent 6. nóvember 2023 11:07
Hagkaup aftur sektað vegna tax-free auglýsinga sinna Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti. Neytendur 2. nóvember 2023 13:52
Gert að endurgreiða gjald vegna afhendingar sjúkraskrár Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið gert að endurgreiða manni 15.791 krónur eftir að hafa rukkað viðkomandi um upphæðina vegna afhendingar á sjúkraskrá hjá heilsugæslunni. Innlent 2. nóvember 2023 13:37
Fær tíu miða klippikort hjá Niceair endurgreitt Þrotabúi Niceair hefur verið dæmt að endurgreiða viðskiptavini 240 þúsund krónur vegna klippikorts sem viðskiptavinurinn hafði ekki fullnýtt áður en Niceair lýsti yfir gjaldþroti. Niceair hætti skyndilega rekstri í apríl á þessu ári og lýsti yfir gjaldþroti mánuði síðar. Neytendur 1. nóvember 2023 13:27
Díll aldarinnar reyndist kerfisvilla Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað leigusamning á Teslu 3 Long Range ólöglegan en tæpt var það. Viðskipti innlent 1. nóvember 2023 13:11
Nægjusamur nóvember – Taktu þátt! Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. Skoðun 1. nóvember 2023 08:00
Segja Seðlabankann vilja neyða neytendur í fang bankanna Neytendasamtökin hafa skrúfað saman ályktun þar sem fordæmt er að seljendur geti hafnað því að taka við reiðufé þegar vara er keypt. Viðskipti innlent 30. október 2023 14:54
Verðbólga hjaðnar um 0,1 prósentustig Vísitala neysluverðs hækkar um 0,6 prósent milli mánaða. Er verðbólga því 7,9 prósent á ársgrundvelli og hjaðnar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Viðskipti innlent 30. október 2023 09:21
Breyta grenndarstöðvum í Reykjavík Grenndarstöðvar í Reykjavík fá margar hverjar nýtt hlutverk á næstu vikum. Þær byrja að taka á móti glerum og málum í staðinn fyrir plast og pappír. Neytendur 27. október 2023 12:48
Krefjast svara um eftirlit og viðurlög vegna vildarpunktanotkunar Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir svörum frá fjármálaráðherra um það hvernig eftirliti með ráðstöfun vildarkjara vegna greiðslu farmiða fyrir ríkisstarfsmenn er háttað og hver viðurlögin séu ef starfsmaður verður uppvís að því að nota vildarpunkta í eigin þágu. Innlent 26. október 2023 10:20
Sante hafi veitt viðskiptavinum rangar upplýsingar Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Santewines, sem rekur vefsíðuna sante.is, hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi í skilmálum sínum. Skilmálar síðunnar um rétt neytenda séu því ólögmætir. Neytendur 25. október 2023 13:41
Fagnar ívilnunum sem verði brátt barn síns tíma Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fagnar ívilnunum sem veita á einstaklingum og fyrirtækjum vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum frá og með áramótum. Slíkar ívilnanir verði þó brátt barn síns tíma. Neytendur 25. október 2023 10:43
Innkalla Smákökudeig Evu Laufeyjar vegna pekanhneta Myllan innkallar smákökudeig sem framleitt er undir nafni Evu Laufeyjar. Hluti framleiðslunnar var merktur sem súkkulaðideig en inniheldur deig með trönuberjum og pekanhnetur, sem er þekktur ofnæmis- og óþolsvaldur. Neytendur 23. október 2023 13:20
Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum. Neytendur 23. október 2023 11:48
Krónan ekki að svína á tollareglum um lambakjöt Bjarni Friðrik Jóhannesson, forstöðumaður innkaupa og birgðastýringar Krónunnar, hafnar því alfarið að þau þar séu að svína á lögum og reglum varðandi innflutning á lambakjöti. Innlent 20. október 2023 16:36
Íslandsbanki hækkar vexti um allt að 0,8 prósentustig Íslandsbanki mun hækka vexti á inn- og útlánum frá og með mánudegi. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka mest, eða um 0,8 prósentustig. Viðskipti innlent 20. október 2023 15:36
Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Manni nokkrum sem var að versla í Krónunni á dögunum var brugðið þegar hann skoðaði verðmiðann á íslensku lambakjöti. 5,999 krónur kílóið en við hliðina var sambærilegt lamb frá Nýja Sjálandi talsvert ódýrara. Neytendur 20. október 2023 13:42
Brutu lög með því að dreifa kynlífstækjum um húsið Kynlífstækjaversluninni Blush hefur verið gerð 200 þúsund króna sekt vegna dulinna auglýsinga. Auglýsingastofan Pipar hlaut íslensku auglýsingaverðlaunin í fyrra. Neytendur 19. október 2023 13:09