Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2025 09:42 Fyrirtækið Change Group hefur rekið gjaldeyrisþjónustu á Keflavíkurflugvelli síðan í febrúar 2024. Vísir/Anton Brink Það getur kostað ríflega 20 prósent meira að skipta gjaldeyri hjá fyrirtækinu Change Group, sem er með aðstöðu í Leifstöð, en það myndi kosta að skipta sama gjaldeyri í útibúi íslenskra banka. Þannig sýnir nýlegt dæmi að viðskiptavinur hefði getað fengið rúmum tíu þúsund krónum meira í sinn hlut með því að skipta gjaldeyri í útibúi í bænum frekar en í Leifsstöð. Frétt af slæmum kjörum sem viðskiptavini bauðst við að skipta gjaldeyri í Leifsstöð vakti athygli í vikunni. Þar sagði frá „ráni um hábjartan dag“ þegar viðskiptavinurinn skipti 400 bandaríkjadölum en fékk ekki nema 250 evrur fyrir í staðinn. Bæði voru dollararnir keyptir af honum á afar lágu gengi og evrurnar síðan seldar honum á mun hærra gengi en seðlagengi dagsins sem viðskiptin fóru fram. Með nokkuð auðveldum hætti er hægt að fletta upp seðlagengi íslenskra viðskiptabanka á þeim degi sem viðskiptin fóru fram og bera saman hvað viðskiptavinurinn hefði fengið upp úr krafsinu með því að skipta sömu upphæðum í bankaútibúi. Bæði kaup- og sölugengi óhagstætt viðskiptavininum Í dæminu sem greint var frá í fréttinni seldi Sveinbjörn nokkur, sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, 400 bandaríkjadali sem fyrirtækið sem er með aðstöðu á Keflavíkurflugvelli keypti af honum á genginu 114,6601 krónur. Til samanburðar var seðlagengi þennan dag á bilinu 122,1 til 124,74 íslenskar krónur hjá Landsbankanum, Arion banka og Íslandsbanka. Þannig hefði viðskiptavinurinn fengið fleiri krónur fyrir gjaldeyrinn sem hann seldi hjá öllum íslensku bönkunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir deildi þessari mynd af kvittun vegna gjaldeyriskaupa sonar hennar á Facebook á dögunum.Facebook Samkvæmt kvittun greiddi viðskiptavinurinn 10,94 prósent í þjónustugjald í ofanálag og eftir stóðu því 40.842 krónur sem hann fékk upp úr krafsinu. Til samanburðar hefði hann fengið 48.840 krónur með því að eiga sömu viðskipti í útibúi Landsbankans sem dæmi. Aftur á móti seldi fyrirtækið í Leifsstöð viðskiptavininum síðan evrurnar á mun hærra gengi en sölugengi seðla þess dags hjá bönkunum, sem í þessa áttina er líka óhagstæðara fyrir viðskiptavininn. Fyrir hverja evru borgaði hann 157,9722 íslenskar krónur í Leifsstöð, en hjá íslensku bönkunum hefði hann greitt á bilinu 148,24 til 149,91 krónur fyrir hverja evru. Ef við höldum okkur við dæmi Landsbankans hefði viðskiptavinurinn greitt 37.060 krónur fyrir evrurnar 250 í útibúi bankans, samanborið við 39.493 sem hann greiddi í Leifsstöð. Svo virðist þó sem hann hafi fengið alls 1.500 krónur til baka í Leifsstöð samkvæmt kvittun. Umtalsvert hærri þóknun á flugvellinum Sé allt tekið saman hefði viðskiptavinurinn í þessu dæmi fengið 10.431 krónu meira upp úr krafsinu með því að skipta nákvæmlega sömu upphæðum í útibúi Landsbankans. Þetta jafngildir 21,4 prósenta álagi við það eitt að skipta gjaldeyrinum í Leifsstöð sé kostnaðurinn borinn saman við það sem fengist hjá bankanum. Nokkuð sambærilegar tölur hefðu fengist hjá hinum bönkunum, um 9.150 krónum meira hjá Arion banka og 11.417 hjá Íslandsbanka. Í öllum tilfellum hefði viðskiptavinurinn gert betri kaup við stóru íslensku bankana þrjá en að skipta gjaldeyrinum í Leifsstöð.Vísir Samkvæmt gjaldskrá Landsbankans kostar ekkert að skipta erlendum seðlum hjá bankanum, en seðlaskipti fara fram á seðlagengi bankans eins og það er skráð hverju sinni að því er lesa má úr gjaldskránni. Íslandsbanki tekur ekki heldur gjald fyrir að skipta erlendum seðlum af því er ráða má af gjaldskrá bankans, hvorki fyrir kaup né sölu á erlendum seðlum nema um sé að ræða útborgun af gjaldeyrisreikningi. Arion banki tekur gjald fyrir kaup á erlendum seðlum, 595 krónur fyrir kaup á erlendum seðlum undir 15.000 krónum og 895 krónur fyrir upphæðir yfir 15.000. Viðskiptavinir Arion banka fá hins vegar 100% afslátt samkvæmt gjaldskránni. Upplýsingarnar hér miðast við gildandi gjaldskrár bankanna í dag, 7. maí 2025. Keflavíkurflugvöllur Fjármálafyrirtæki Ferðalög Landsbankinn Arion banki Íslandsbanki Fjármál heimilisins Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Frétt af slæmum kjörum sem viðskiptavini bauðst við að skipta gjaldeyri í Leifsstöð vakti athygli í vikunni. Þar sagði frá „ráni um hábjartan dag“ þegar viðskiptavinurinn skipti 400 bandaríkjadölum en fékk ekki nema 250 evrur fyrir í staðinn. Bæði voru dollararnir keyptir af honum á afar lágu gengi og evrurnar síðan seldar honum á mun hærra gengi en seðlagengi dagsins sem viðskiptin fóru fram. Með nokkuð auðveldum hætti er hægt að fletta upp seðlagengi íslenskra viðskiptabanka á þeim degi sem viðskiptin fóru fram og bera saman hvað viðskiptavinurinn hefði fengið upp úr krafsinu með því að skipta sömu upphæðum í bankaútibúi. Bæði kaup- og sölugengi óhagstætt viðskiptavininum Í dæminu sem greint var frá í fréttinni seldi Sveinbjörn nokkur, sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, 400 bandaríkjadali sem fyrirtækið sem er með aðstöðu á Keflavíkurflugvelli keypti af honum á genginu 114,6601 krónur. Til samanburðar var seðlagengi þennan dag á bilinu 122,1 til 124,74 íslenskar krónur hjá Landsbankanum, Arion banka og Íslandsbanka. Þannig hefði viðskiptavinurinn fengið fleiri krónur fyrir gjaldeyrinn sem hann seldi hjá öllum íslensku bönkunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir deildi þessari mynd af kvittun vegna gjaldeyriskaupa sonar hennar á Facebook á dögunum.Facebook Samkvæmt kvittun greiddi viðskiptavinurinn 10,94 prósent í þjónustugjald í ofanálag og eftir stóðu því 40.842 krónur sem hann fékk upp úr krafsinu. Til samanburðar hefði hann fengið 48.840 krónur með því að eiga sömu viðskipti í útibúi Landsbankans sem dæmi. Aftur á móti seldi fyrirtækið í Leifsstöð viðskiptavininum síðan evrurnar á mun hærra gengi en sölugengi seðla þess dags hjá bönkunum, sem í þessa áttina er líka óhagstæðara fyrir viðskiptavininn. Fyrir hverja evru borgaði hann 157,9722 íslenskar krónur í Leifsstöð, en hjá íslensku bönkunum hefði hann greitt á bilinu 148,24 til 149,91 krónur fyrir hverja evru. Ef við höldum okkur við dæmi Landsbankans hefði viðskiptavinurinn greitt 37.060 krónur fyrir evrurnar 250 í útibúi bankans, samanborið við 39.493 sem hann greiddi í Leifsstöð. Svo virðist þó sem hann hafi fengið alls 1.500 krónur til baka í Leifsstöð samkvæmt kvittun. Umtalsvert hærri þóknun á flugvellinum Sé allt tekið saman hefði viðskiptavinurinn í þessu dæmi fengið 10.431 krónu meira upp úr krafsinu með því að skipta nákvæmlega sömu upphæðum í útibúi Landsbankans. Þetta jafngildir 21,4 prósenta álagi við það eitt að skipta gjaldeyrinum í Leifsstöð sé kostnaðurinn borinn saman við það sem fengist hjá bankanum. Nokkuð sambærilegar tölur hefðu fengist hjá hinum bönkunum, um 9.150 krónum meira hjá Arion banka og 11.417 hjá Íslandsbanka. Í öllum tilfellum hefði viðskiptavinurinn gert betri kaup við stóru íslensku bankana þrjá en að skipta gjaldeyrinum í Leifsstöð.Vísir Samkvæmt gjaldskrá Landsbankans kostar ekkert að skipta erlendum seðlum hjá bankanum, en seðlaskipti fara fram á seðlagengi bankans eins og það er skráð hverju sinni að því er lesa má úr gjaldskránni. Íslandsbanki tekur ekki heldur gjald fyrir að skipta erlendum seðlum af því er ráða má af gjaldskrá bankans, hvorki fyrir kaup né sölu á erlendum seðlum nema um sé að ræða útborgun af gjaldeyrisreikningi. Arion banki tekur gjald fyrir kaup á erlendum seðlum, 595 krónur fyrir kaup á erlendum seðlum undir 15.000 krónum og 895 krónur fyrir upphæðir yfir 15.000. Viðskiptavinir Arion banka fá hins vegar 100% afslátt samkvæmt gjaldskránni. Upplýsingarnar hér miðast við gildandi gjaldskrár bankanna í dag, 7. maí 2025.
Keflavíkurflugvöllur Fjármálafyrirtæki Ferðalög Landsbankinn Arion banki Íslandsbanki Fjármál heimilisins Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira