Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2025 18:57 Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning Um sjötíu prósent af þeim vörum sem eru seldar á síðum á borð við Temu og Shein innihalda skaðleg efni sem eru bönnuð innan EES-landa samkvæmt nýrri norrænni rannsókn. Þetta rýmar við fjölda annarra rannsókna. Samkvæmt annarri sem gerð var fyrir leikfangaframleiðendur í Evrópu í fyrra reyndist ekkert af þeim leikföngum frá Temu sem skoðuð voru uppfylla kröfur Evrópusambandsins. „Það er auðvitað gjörsamlega óásættanlegt að það sé verið að eitra fyrir börnum með þessum hætti,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Innflutningur frá Temu og Shein til Íslands hefur stóraukist á liðnum árum og hefur Rauði krossinn sagt ógrynni af ónotuðum fötum frá netrisunum safnast saman í fatagámum sínum. „Þetta hefur gerst alveg gríðarlega hratt, við sjáum núna bara þreföldun á innflutningi á ódýrum vörum frá þriðja landi til Evrópulanda á síðustu tveimur árum,“ segir Jóhann. „Við megum ekki láta það gerast að þessi netverslunar bylting verði til þess að eyðileggja þann árangur sem við hefur náðst á síðustu áratugum í neytendavernd.“ Jóhann Páll ræddi málið við aðra umhverfisráðherra Norðurlandanna á fundi í Finnlandi í vikunni og hann segir þá sammála um að grípa þurfi inn í. „Hugsanlega mætti gera greiðslumiðlunarfyrirtæki og flutningsfyrirtæki í auknum mæli ábyrg fyrir því að ganga úr skugga um að vörur standist kröfur.“ Boð og bönn Spurður hvort það komi hreinlega til greina að banna innflutning frá þessum síðum segir hann ekki ástæðu til að útiloka neitt. Til skoðunar sé að koma upp samnorrænni gagnagátt þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um innihaldsefni. Hægt yrði að banna tilteknar vörur með tilliti til þess. „Auðvitað hljóta boð og bönn að einhverju leyti að vera lausnin á þessu.“ Hann muni fylgja málinu eftir í samvinnu við umhverfis- og orkustofnun. „Við þurfum að skilgreina markmiðin og fara svo yfir það með sérfræðingum bæði hér og á hinum Norðurlöndunum og finna út úr því hvaða aðferðum er best að beita. Hvaða útfærslu við vijum hafa og hversu harkalega við getum gripið inn í,“ segir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Verslun Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Um sjötíu prósent af þeim vörum sem eru seldar á síðum á borð við Temu og Shein innihalda skaðleg efni sem eru bönnuð innan EES-landa samkvæmt nýrri norrænni rannsókn. Þetta rýmar við fjölda annarra rannsókna. Samkvæmt annarri sem gerð var fyrir leikfangaframleiðendur í Evrópu í fyrra reyndist ekkert af þeim leikföngum frá Temu sem skoðuð voru uppfylla kröfur Evrópusambandsins. „Það er auðvitað gjörsamlega óásættanlegt að það sé verið að eitra fyrir börnum með þessum hætti,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Innflutningur frá Temu og Shein til Íslands hefur stóraukist á liðnum árum og hefur Rauði krossinn sagt ógrynni af ónotuðum fötum frá netrisunum safnast saman í fatagámum sínum. „Þetta hefur gerst alveg gríðarlega hratt, við sjáum núna bara þreföldun á innflutningi á ódýrum vörum frá þriðja landi til Evrópulanda á síðustu tveimur árum,“ segir Jóhann. „Við megum ekki láta það gerast að þessi netverslunar bylting verði til þess að eyðileggja þann árangur sem við hefur náðst á síðustu áratugum í neytendavernd.“ Jóhann Páll ræddi málið við aðra umhverfisráðherra Norðurlandanna á fundi í Finnlandi í vikunni og hann segir þá sammála um að grípa þurfi inn í. „Hugsanlega mætti gera greiðslumiðlunarfyrirtæki og flutningsfyrirtæki í auknum mæli ábyrg fyrir því að ganga úr skugga um að vörur standist kröfur.“ Boð og bönn Spurður hvort það komi hreinlega til greina að banna innflutning frá þessum síðum segir hann ekki ástæðu til að útiloka neitt. Til skoðunar sé að koma upp samnorrænni gagnagátt þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um innihaldsefni. Hægt yrði að banna tilteknar vörur með tilliti til þess. „Auðvitað hljóta boð og bönn að einhverju leyti að vera lausnin á þessu.“ Hann muni fylgja málinu eftir í samvinnu við umhverfis- og orkustofnun. „Við þurfum að skilgreina markmiðin og fara svo yfir það með sérfræðingum bæði hér og á hinum Norðurlöndunum og finna út úr því hvaða aðferðum er best að beita. Hvaða útfærslu við vijum hafa og hversu harkalega við getum gripið inn í,“ segir
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Verslun Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira