Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 22. maí 2025 17:31 Í morgun birti Viðskiptaráð „Skoðun“ sína á opinberum starfsmönnum, eða réttara sagt þeim kostnaði sem þau telja hljótast af því að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn eftir geðþótta. Þau telja að kostnaður hins opinbera sé á bilinu 30-50 milljarðar árlega vegna þessa. Þessar fjárhæðir eru úr lausu lofti gripnar en miða við að 5-7% af launakostnaði hins opinbera myndu sparast ef auðveldara yrði að reka starfsfólk. Mat þeirra á launakostnaði ríkis og sveitarfélaga er reyndar rúmum 40 milljörðum hærra en fjárlagafrumvarp ríkisins og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2025 gera ráð fyrir en látum það liggja á milli hluta. Þessi ágiskun um meint 5-7% af launakostnaði er ekki byggð á rökum heldur „mati“ ráðsins. Það mat er ekki rökstutt en vísað er til rannsókna annarra ríkja varðandi ráðningarákvæði á almennum vinnumarkaði sem ekki eru sambærileg við ráðningarákvæði á opinberum vinnumarkaði á Íslandi. Þessi meinti 30 til 50 ma.kr. kostnaður er því hugarleikfimi Viðskiptaráðs sem á ekkert skylt við raunveruleikann en vitnar helst til um fjörugt ímyndunarafl á skrifstofunni þeirra í húsi Samtaka atvinnulífsins. Í „Skoðuninni“ er birt kostulegt línurit yfir hlutfall opinberra starfsmanna af starfandi á vinnumarkaði og yfirskrift línuritsins er „Umsvif hins opinbera hafa fjórfaldast frá því áminningarskyldan tók fyrst gildi“ sem var árið 1954. Þetta er vægast sagt furðuleg framsetning. Frá árinu 1954 hefur íbúum landsins fjölgað um 250%, atvinnuþátttaka kvenna aukist gríðarlega, hlutfall 65 ára og eldri, sem er sá hópur sem þarfnast mestrar heilbrigðisþjónustu, farið úr 8% þjóðarinnar í 16% og erlendir ríkisborgarar eru nú tæplega 20% landsmanna en voru sárafáir í upphafi tímabilsins. Allt þetta hefur kallað á mun umfangsmeiri þjónustu af hálfu hins opinbera. Þá fer Viðskiptaráð rangt með fjölda opinberra starfsmanna. Þeir eru ekki þriðjungur allra starfandi heldur fjórðungur. Viðskiptaráð hefur stytt sér leið og horft til fjölda starfandi eftir atvinnugreinum í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnugreinarnar heilbrigðisþjónusta og fræðslustarfsemi eru almennt taldar atvinnugreinar opinbera markaðarins en innan þessara greina starfar líka mikill fjöldi á almennum markaði. Í opinberri stjórnsýslu og í þessum tveimur greinum starfar þriðjungur allra á vinnumarkaði en þau starfa ekki öll á opinberum markaði. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands, sem unnar eru upp úr skattgögnum, starfaði fjórðungur vinnumarkaðarins hjá opinberum stofnunum árið 2024. Hin 75% störfuðu á almennum markaði. Svo má bæta því við að tvær af hverjum fimm konum á vinnumarkaði starfa hjá hinu opinbera og þær eru 70% opinberra starfsmanna. „Skoðun“ Viðskiptaráðs ber sannarlega nafn með rentu og útgáfan byggir á órökstuddum kreddum en ekki raunveruleikanum. Hins vegar má benda á að matvælaverð hefur nær þrefaldast síðan að fjöldi íslenskra fyrirtækja ákvað að stofna saman Viðskiptaráð og skráðu það í fyrirtækjaskrá þann 1. júlí 1995. Það mætti hafa þá „skoðun“ að kostnaði fyrirtækjanna sem að ráðinu standa við að greiða fyrir vinnu af þessu tagi hafi verið velt beint út í verðlag. Það er mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun þegar draga á ályktanir og meta orsakasamhengi. „Skoðun“ Viðskiptaráðs gæti sómt sér vel sem skólabókardæmi í tölfræði um að varast beri að rekja þróun mála til viðburðar alls ótengdum, í þessu tilfelli um sambandið milli áminningarskyldunnar og þróunar fjölda opinberra starfsmanna. Það er mikil mannekla í mörgum greinum opinberrar þjónustu og má þar nefna í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu af ýmsu tagi, löggæslunni og á leikskólum sveitarfélaga. Því er velt upp í fullri vinsemd hvort þeim tíma sem varið er í ritun snepla eins og Viðskiptaráðs væri ekki betur varið í umönnun sjúkra og barna á vegum hins opinbera. Næga vinnu er að fá þar fyrir þá sem nenna að vinna. Höfundur er hagfrægðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Rekstur hins opinbera Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Neytendur Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í morgun birti Viðskiptaráð „Skoðun“ sína á opinberum starfsmönnum, eða réttara sagt þeim kostnaði sem þau telja hljótast af því að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn eftir geðþótta. Þau telja að kostnaður hins opinbera sé á bilinu 30-50 milljarðar árlega vegna þessa. Þessar fjárhæðir eru úr lausu lofti gripnar en miða við að 5-7% af launakostnaði hins opinbera myndu sparast ef auðveldara yrði að reka starfsfólk. Mat þeirra á launakostnaði ríkis og sveitarfélaga er reyndar rúmum 40 milljörðum hærra en fjárlagafrumvarp ríkisins og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2025 gera ráð fyrir en látum það liggja á milli hluta. Þessi ágiskun um meint 5-7% af launakostnaði er ekki byggð á rökum heldur „mati“ ráðsins. Það mat er ekki rökstutt en vísað er til rannsókna annarra ríkja varðandi ráðningarákvæði á almennum vinnumarkaði sem ekki eru sambærileg við ráðningarákvæði á opinberum vinnumarkaði á Íslandi. Þessi meinti 30 til 50 ma.kr. kostnaður er því hugarleikfimi Viðskiptaráðs sem á ekkert skylt við raunveruleikann en vitnar helst til um fjörugt ímyndunarafl á skrifstofunni þeirra í húsi Samtaka atvinnulífsins. Í „Skoðuninni“ er birt kostulegt línurit yfir hlutfall opinberra starfsmanna af starfandi á vinnumarkaði og yfirskrift línuritsins er „Umsvif hins opinbera hafa fjórfaldast frá því áminningarskyldan tók fyrst gildi“ sem var árið 1954. Þetta er vægast sagt furðuleg framsetning. Frá árinu 1954 hefur íbúum landsins fjölgað um 250%, atvinnuþátttaka kvenna aukist gríðarlega, hlutfall 65 ára og eldri, sem er sá hópur sem þarfnast mestrar heilbrigðisþjónustu, farið úr 8% þjóðarinnar í 16% og erlendir ríkisborgarar eru nú tæplega 20% landsmanna en voru sárafáir í upphafi tímabilsins. Allt þetta hefur kallað á mun umfangsmeiri þjónustu af hálfu hins opinbera. Þá fer Viðskiptaráð rangt með fjölda opinberra starfsmanna. Þeir eru ekki þriðjungur allra starfandi heldur fjórðungur. Viðskiptaráð hefur stytt sér leið og horft til fjölda starfandi eftir atvinnugreinum í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnugreinarnar heilbrigðisþjónusta og fræðslustarfsemi eru almennt taldar atvinnugreinar opinbera markaðarins en innan þessara greina starfar líka mikill fjöldi á almennum markaði. Í opinberri stjórnsýslu og í þessum tveimur greinum starfar þriðjungur allra á vinnumarkaði en þau starfa ekki öll á opinberum markaði. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands, sem unnar eru upp úr skattgögnum, starfaði fjórðungur vinnumarkaðarins hjá opinberum stofnunum árið 2024. Hin 75% störfuðu á almennum markaði. Svo má bæta því við að tvær af hverjum fimm konum á vinnumarkaði starfa hjá hinu opinbera og þær eru 70% opinberra starfsmanna. „Skoðun“ Viðskiptaráðs ber sannarlega nafn með rentu og útgáfan byggir á órökstuddum kreddum en ekki raunveruleikanum. Hins vegar má benda á að matvælaverð hefur nær þrefaldast síðan að fjöldi íslenskra fyrirtækja ákvað að stofna saman Viðskiptaráð og skráðu það í fyrirtækjaskrá þann 1. júlí 1995. Það mætti hafa þá „skoðun“ að kostnaði fyrirtækjanna sem að ráðinu standa við að greiða fyrir vinnu af þessu tagi hafi verið velt beint út í verðlag. Það er mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun þegar draga á ályktanir og meta orsakasamhengi. „Skoðun“ Viðskiptaráðs gæti sómt sér vel sem skólabókardæmi í tölfræði um að varast beri að rekja þróun mála til viðburðar alls ótengdum, í þessu tilfelli um sambandið milli áminningarskyldunnar og þróunar fjölda opinberra starfsmanna. Það er mikil mannekla í mörgum greinum opinberrar þjónustu og má þar nefna í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu af ýmsu tagi, löggæslunni og á leikskólum sveitarfélaga. Því er velt upp í fullri vinsemd hvort þeim tíma sem varið er í ritun snepla eins og Viðskiptaráðs væri ekki betur varið í umönnun sjúkra og barna á vegum hins opinbera. Næga vinnu er að fá þar fyrir þá sem nenna að vinna. Höfundur er hagfrægðingur BSRB.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar