NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Óvíst er hvenær Kobe snýr aftur á völlinn

Kobe Bryant var viðstaddur í æfingarstöð Los Angeles Lakers í gær þegar fyrstu æfing liðsins fyrir komandi tímabil fór fram. Kobe sleit hásin seint á síðasta tímabili og hefur mikið verið rætt um vilja hans til að snúa aftur sem fyrst. Þratt fyrir að endurhæfingin gangi vel byrjar hann ekki að æfa strax með liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Bulls mun fara sparlega með Rose

Það eru um sautján mánuðir síðan Derrick Rose lék síðast fyrir Chicago Bulls í NBA-deildinni og biðin er orðin ansi erfið fyrir stuðningsmenn félagsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Odom rýfur þögnina

Það er illa komið fyrir körfuboltakappanum Lamar Odom. Hann hefur verið stjórnlaus síðustu vikur. Sagður vera þunglyndur og á kafi í vímuefnaneyslu.

Körfubolti
Fréttamynd

Gælunöfn á NBA-treyjurnar

Forsvarsmenn NBA-deildarinnar hafa í hyggju að láta leikmenn Miami Heat og Brooklyn Nets bera gælunöfn á treyjum sínum á næstu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq kaupir hlut í Kings

NBA-goðsögnin Shaquille O'Neal gerði mikið grín að liði Sacramento Kings er hann var að spila í NBA-deildinni. Þá kallaði hann liðið meðal annars "Queens", eða drottningar í stað kónga.

Körfubolti
Fréttamynd

Jay-Z selur hlut sinn í Nets

Ástarævintýri rapparans Jay-Z og Brooklyn Nets er lokið. Rapparinn er þegar byrjaður að selja hlut sinn í félaginu og heimavelli félagsins, Barclays Center.

Körfubolti
Fréttamynd

Fuglamaðurinn er enginn barnaníðingur

Eftir fimmtán mánaða rannsókn á meintu kynferðisbroti Chris "Birdman" Andersen hefur körfuboltamaðurinn verið sýknaður. Hann lenti í mjög sérstöku máli sem er í anda þess sem ruðningsleikmaðurinn Manti Te'o lenti í.

Körfubolti
Fréttamynd

Brooklyn Nets braut ekki reglur þegar liðið samdi við Kirilenko

Rússinn Andrei Kirilenko samdi í sumar við Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta en hann spilaði síðast með liði Minnesota Timberwolves. Kirilenko átti kost á því að gera nýjan og miklu hagstæðari samning við Minnesota en valdi frekar að fara til Brooklyn Nets fyrir miklu minni pening.

Körfubolti
Fréttamynd

Crawford: Pétur Guðmunds öskraði aldrei á okkur

Hinn líflegi og umdeildi NBA-dómari, Joey Crawford, er á Íslandi í tilefni af 50 ára afmæli Körfuknattleiksdómarafélags Íslands. Kolbeinn Tumi Daðason ræddi við Crawford eftir blaðamannafund í dag og fóru þeir um víðan völl.

Körfubolti
Fréttamynd

Jamison: Kobe er einstakur leikmaður

Mikið hefur verið rætt um Kobe Bryant í sumar eftir að hann sleit hásin í vor. Kobe er orðinn 34 ára og margir hafa efast um hversu sterkur hann verður þegar hann snýr aftur á völlinn.

Körfubolti
Fréttamynd

McGrady leggur skóna á hilluna

Hinn 34 ára gamli Tracy McGrady hefur lagt skóna eftir 16 ára feril í NBA-deildinni. McGrady var sjö sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar og tvisvar var hann stigakóngur.

Körfubolti
Fréttamynd

Ekki sést í þrjá daga

Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda.

Körfubolti
Fréttamynd

Lin þoldi ekki pressuna og grét fyrir leik

Ein stærsta Öskubuskusagan í bandarísku íþróttalífi er þegar Jeremy Lin spratt fram á sjónarsviðið hjá NY Knicks og sló rækilega í gegn. Hann fór úr því að sofa á sófanum hjá vini sínum í að verða heimsþekkt stjarna.

Körfubolti