Heat vantar sinnep til að taka þrennuna Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2014 17:00 Miami vonast til að vinna þriðja árið í röð. vísir/getty Í nótt hefst einvígi meistara Miami Heat og San Antonio Spurs í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Fyrsti leikurinn fer fram í San Antonio og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 00.30. Þetta eru sömu lið og mættust í fyrra en þá vann Miami í sjö leikjum í magnaðri úrslitarimmu. Spurs-menn ætla sér að hefna fyrir það og vinna einn titil í viðbót með þessu magnaða þríeyki sem er TimDuncan, TonyParker og ManuGinobli. LeBron James er þó á öðru máli en hann getur unnið þriðja NBA-titilinn í röð með Miami. Þetta er jafnframt fjórða árið í röð sem Miami-liðið fer í úrslitin. Það má svo sannarlega búast við öðru eins einvígi og í fyrra. Ekki er leikið eftir 2-3-2-kerfinu núna heldur fara fyrstu tveir leikirnir fram í San Antonio, næstu tveir í Miami og svo sitt á hvað þar til sigurvegari er fundinn. Vísir fékk þrjá körfuboltasérfræðinga til að spá í spilin fyrir rimmuna. Tveir þeirra spá Miami sigri en einn San Antonio. Jón Björn Ólafsson, ritstjóri karfan.is: „Aukasendingin, óeigingirnin og leikstíll Spurs er unun áhorfs en á hinum endanum er LeBron James og hann getur enginn stöðvað, drengurinn er einfaldlega skrímsli. Hvort það sé óskhyggja eða annað þá tel ég að liðsboltinn skili Spurs titlinum og að því loknu taki við hnignunarskeið hjá klúbbnum. Horace Grant gamli Bulls ruslakarlinn sagði á dögnum að Bulls í „den“ hefðu unnið Heat í dag því Jordan hefði jafnvel notið sín enn betur innan um regluverkið eins og það er í dag, tippa á að ruslakarlinn hafi rétt fyrir sér og að Heat vanti sinnep til að taka þrennuna eins og Bulls forðum.“Svali Björgvinsson, körfuboltalýsandi á Stöð 2 Sport: „Þetta verður geggjað einvígi. Þetta er í raun óuppgert uppgjör frá síðasta ári. Einvígi þessara liða í fyrra var magnað með sögulegum lokaleikjum. Þannig að undirliggjandi er gríðarleg spenna. Liðin eru bæði vel þroskuð og falleg, þannig að prúðmennskan verður mikil en á sama tíma verður kappið allsráðandi. Samleikur og leikskilningur Spurs er dýpri en áður hefur sést og hæfileikar valinna leikmanna Heat er meiri en áður hefur sést. Hið fullkmna einvígi. Körfuknattleiksguðirnir eru góðir við okkur í ár. Ég spái 4-2 sigri Heat.“Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur: „Mér finnst persónulega skemmtilegt og spennandi að sömu liðin sem háðu dramatískt einvígi í fyrra mætist aftur í ár. Það er svo auðvelt að magna eftirvæntinguna og spennu fyrir slíku einvígi. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr eru þessi tvö félög að stimpla sig rækilega inn sem tvö af þeim allra bestu sem sett hafa verið saman í sögu NBA deildarinnar. Miami er að fara í lokaúrslit í fjórða árið í röð og það þarf að fara til baka um 30 ár eða svo til að finna lið sem gerði það. Spurs, undir stjórn Popovich, hefur svo verið ótrúlega sigursælt undanfarin 15-20 ár og vinningshlutfallið, fjöldi titla og árangur í úrslitakeppnum eru til vitnis um það. Spurs finnst liðið eiga harma að hefna hafandi nánast verið með titilinn í augnsýn í fyrra ef ekki hefði verið fyrir ævintýralega körfu Ray Allen. Spurs er betra í ár, leikmenn eins og Mills og Diaw eru að spila miklu betur og oft á tíðum lykilmenn í velgengni liðsins. Það mun velta talsvert á heilsu Tony Parker sem meiddist gegn Oklahoma, hann verður að vera heill. Það má eiginlega segja að leikstíll Spurs hafi nú fyrst almennilega fengið þá viðurkenningu sem hann á skilið, þeir fimm leikmenn sem eru inn á hverju sinni leika sem einn maður. Ég spáði Miami sigri fyrir tímabilið og held mig við þá spá. Lebron James er sá sem flest veltur á held ég, það er svo sem hægt að tala um þennan og hinn, hvaða þætti þeir koma með, eins og Dwayne Wade sem er frískari í ár en á sama tíma í fyrra en ég tel að þetta velti mikið á því hvernig Lebron James tekst til. Hann er einfaldlega besti leikmaður heims og einn besti leikmaður fyrr og síðar. Ef hann heldur áfram að sanka að sér viðurkenningum er líklegt að sá dagur komi að hann verði á pari við Michael Jordan eða kannski ofar. Það er oft talað um leikstíl Miami sem einhæfan og oft tilviljanakenndan, byggðan á frammistöðu einstaklingana Wade og Lebron en það má ekki horfa framhjá því að liðið gerir oft mjög vel í því að búa til sendingalínur fyrir skotmenn eins og Ray Allen og er boltahreyfingin oft til mikillar fyrirmyndar enda er Lebron James ekki eigingjarn og hann er stöðugt að leita samherja sína uppi. Það er varla hægt að biðja um það betra í lokaúrslitum að fá að horfa á þessi tvö frábæru félög. Ég spái Miami í 6 eða 7.“ NBA Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Í nótt hefst einvígi meistara Miami Heat og San Antonio Spurs í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Fyrsti leikurinn fer fram í San Antonio og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 00.30. Þetta eru sömu lið og mættust í fyrra en þá vann Miami í sjö leikjum í magnaðri úrslitarimmu. Spurs-menn ætla sér að hefna fyrir það og vinna einn titil í viðbót með þessu magnaða þríeyki sem er TimDuncan, TonyParker og ManuGinobli. LeBron James er þó á öðru máli en hann getur unnið þriðja NBA-titilinn í röð með Miami. Þetta er jafnframt fjórða árið í röð sem Miami-liðið fer í úrslitin. Það má svo sannarlega búast við öðru eins einvígi og í fyrra. Ekki er leikið eftir 2-3-2-kerfinu núna heldur fara fyrstu tveir leikirnir fram í San Antonio, næstu tveir í Miami og svo sitt á hvað þar til sigurvegari er fundinn. Vísir fékk þrjá körfuboltasérfræðinga til að spá í spilin fyrir rimmuna. Tveir þeirra spá Miami sigri en einn San Antonio. Jón Björn Ólafsson, ritstjóri karfan.is: „Aukasendingin, óeigingirnin og leikstíll Spurs er unun áhorfs en á hinum endanum er LeBron James og hann getur enginn stöðvað, drengurinn er einfaldlega skrímsli. Hvort það sé óskhyggja eða annað þá tel ég að liðsboltinn skili Spurs titlinum og að því loknu taki við hnignunarskeið hjá klúbbnum. Horace Grant gamli Bulls ruslakarlinn sagði á dögnum að Bulls í „den“ hefðu unnið Heat í dag því Jordan hefði jafnvel notið sín enn betur innan um regluverkið eins og það er í dag, tippa á að ruslakarlinn hafi rétt fyrir sér og að Heat vanti sinnep til að taka þrennuna eins og Bulls forðum.“Svali Björgvinsson, körfuboltalýsandi á Stöð 2 Sport: „Þetta verður geggjað einvígi. Þetta er í raun óuppgert uppgjör frá síðasta ári. Einvígi þessara liða í fyrra var magnað með sögulegum lokaleikjum. Þannig að undirliggjandi er gríðarleg spenna. Liðin eru bæði vel þroskuð og falleg, þannig að prúðmennskan verður mikil en á sama tíma verður kappið allsráðandi. Samleikur og leikskilningur Spurs er dýpri en áður hefur sést og hæfileikar valinna leikmanna Heat er meiri en áður hefur sést. Hið fullkmna einvígi. Körfuknattleiksguðirnir eru góðir við okkur í ár. Ég spái 4-2 sigri Heat.“Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur: „Mér finnst persónulega skemmtilegt og spennandi að sömu liðin sem háðu dramatískt einvígi í fyrra mætist aftur í ár. Það er svo auðvelt að magna eftirvæntinguna og spennu fyrir slíku einvígi. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr eru þessi tvö félög að stimpla sig rækilega inn sem tvö af þeim allra bestu sem sett hafa verið saman í sögu NBA deildarinnar. Miami er að fara í lokaúrslit í fjórða árið í röð og það þarf að fara til baka um 30 ár eða svo til að finna lið sem gerði það. Spurs, undir stjórn Popovich, hefur svo verið ótrúlega sigursælt undanfarin 15-20 ár og vinningshlutfallið, fjöldi titla og árangur í úrslitakeppnum eru til vitnis um það. Spurs finnst liðið eiga harma að hefna hafandi nánast verið með titilinn í augnsýn í fyrra ef ekki hefði verið fyrir ævintýralega körfu Ray Allen. Spurs er betra í ár, leikmenn eins og Mills og Diaw eru að spila miklu betur og oft á tíðum lykilmenn í velgengni liðsins. Það mun velta talsvert á heilsu Tony Parker sem meiddist gegn Oklahoma, hann verður að vera heill. Það má eiginlega segja að leikstíll Spurs hafi nú fyrst almennilega fengið þá viðurkenningu sem hann á skilið, þeir fimm leikmenn sem eru inn á hverju sinni leika sem einn maður. Ég spáði Miami sigri fyrir tímabilið og held mig við þá spá. Lebron James er sá sem flest veltur á held ég, það er svo sem hægt að tala um þennan og hinn, hvaða þætti þeir koma með, eins og Dwayne Wade sem er frískari í ár en á sama tíma í fyrra en ég tel að þetta velti mikið á því hvernig Lebron James tekst til. Hann er einfaldlega besti leikmaður heims og einn besti leikmaður fyrr og síðar. Ef hann heldur áfram að sanka að sér viðurkenningum er líklegt að sá dagur komi að hann verði á pari við Michael Jordan eða kannski ofar. Það er oft talað um leikstíl Miami sem einhæfan og oft tilviljanakenndan, byggðan á frammistöðu einstaklingana Wade og Lebron en það má ekki horfa framhjá því að liðið gerir oft mjög vel í því að búa til sendingalínur fyrir skotmenn eins og Ray Allen og er boltahreyfingin oft til mikillar fyrirmyndar enda er Lebron James ekki eigingjarn og hann er stöðugt að leita samherja sína uppi. Það er varla hægt að biðja um það betra í lokaúrslitum að fá að horfa á þessi tvö frábæru félög. Ég spái Miami í 6 eða 7.“
NBA Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti