Heat vantar sinnep til að taka þrennuna Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2014 17:00 Miami vonast til að vinna þriðja árið í röð. vísir/getty Í nótt hefst einvígi meistara Miami Heat og San Antonio Spurs í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Fyrsti leikurinn fer fram í San Antonio og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 00.30. Þetta eru sömu lið og mættust í fyrra en þá vann Miami í sjö leikjum í magnaðri úrslitarimmu. Spurs-menn ætla sér að hefna fyrir það og vinna einn titil í viðbót með þessu magnaða þríeyki sem er TimDuncan, TonyParker og ManuGinobli. LeBron James er þó á öðru máli en hann getur unnið þriðja NBA-titilinn í röð með Miami. Þetta er jafnframt fjórða árið í röð sem Miami-liðið fer í úrslitin. Það má svo sannarlega búast við öðru eins einvígi og í fyrra. Ekki er leikið eftir 2-3-2-kerfinu núna heldur fara fyrstu tveir leikirnir fram í San Antonio, næstu tveir í Miami og svo sitt á hvað þar til sigurvegari er fundinn. Vísir fékk þrjá körfuboltasérfræðinga til að spá í spilin fyrir rimmuna. Tveir þeirra spá Miami sigri en einn San Antonio. Jón Björn Ólafsson, ritstjóri karfan.is: „Aukasendingin, óeigingirnin og leikstíll Spurs er unun áhorfs en á hinum endanum er LeBron James og hann getur enginn stöðvað, drengurinn er einfaldlega skrímsli. Hvort það sé óskhyggja eða annað þá tel ég að liðsboltinn skili Spurs titlinum og að því loknu taki við hnignunarskeið hjá klúbbnum. Horace Grant gamli Bulls ruslakarlinn sagði á dögnum að Bulls í „den“ hefðu unnið Heat í dag því Jordan hefði jafnvel notið sín enn betur innan um regluverkið eins og það er í dag, tippa á að ruslakarlinn hafi rétt fyrir sér og að Heat vanti sinnep til að taka þrennuna eins og Bulls forðum.“Svali Björgvinsson, körfuboltalýsandi á Stöð 2 Sport: „Þetta verður geggjað einvígi. Þetta er í raun óuppgert uppgjör frá síðasta ári. Einvígi þessara liða í fyrra var magnað með sögulegum lokaleikjum. Þannig að undirliggjandi er gríðarleg spenna. Liðin eru bæði vel þroskuð og falleg, þannig að prúðmennskan verður mikil en á sama tíma verður kappið allsráðandi. Samleikur og leikskilningur Spurs er dýpri en áður hefur sést og hæfileikar valinna leikmanna Heat er meiri en áður hefur sést. Hið fullkmna einvígi. Körfuknattleiksguðirnir eru góðir við okkur í ár. Ég spái 4-2 sigri Heat.“Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur: „Mér finnst persónulega skemmtilegt og spennandi að sömu liðin sem háðu dramatískt einvígi í fyrra mætist aftur í ár. Það er svo auðvelt að magna eftirvæntinguna og spennu fyrir slíku einvígi. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr eru þessi tvö félög að stimpla sig rækilega inn sem tvö af þeim allra bestu sem sett hafa verið saman í sögu NBA deildarinnar. Miami er að fara í lokaúrslit í fjórða árið í röð og það þarf að fara til baka um 30 ár eða svo til að finna lið sem gerði það. Spurs, undir stjórn Popovich, hefur svo verið ótrúlega sigursælt undanfarin 15-20 ár og vinningshlutfallið, fjöldi titla og árangur í úrslitakeppnum eru til vitnis um það. Spurs finnst liðið eiga harma að hefna hafandi nánast verið með titilinn í augnsýn í fyrra ef ekki hefði verið fyrir ævintýralega körfu Ray Allen. Spurs er betra í ár, leikmenn eins og Mills og Diaw eru að spila miklu betur og oft á tíðum lykilmenn í velgengni liðsins. Það mun velta talsvert á heilsu Tony Parker sem meiddist gegn Oklahoma, hann verður að vera heill. Það má eiginlega segja að leikstíll Spurs hafi nú fyrst almennilega fengið þá viðurkenningu sem hann á skilið, þeir fimm leikmenn sem eru inn á hverju sinni leika sem einn maður. Ég spáði Miami sigri fyrir tímabilið og held mig við þá spá. Lebron James er sá sem flest veltur á held ég, það er svo sem hægt að tala um þennan og hinn, hvaða þætti þeir koma með, eins og Dwayne Wade sem er frískari í ár en á sama tíma í fyrra en ég tel að þetta velti mikið á því hvernig Lebron James tekst til. Hann er einfaldlega besti leikmaður heims og einn besti leikmaður fyrr og síðar. Ef hann heldur áfram að sanka að sér viðurkenningum er líklegt að sá dagur komi að hann verði á pari við Michael Jordan eða kannski ofar. Það er oft talað um leikstíl Miami sem einhæfan og oft tilviljanakenndan, byggðan á frammistöðu einstaklingana Wade og Lebron en það má ekki horfa framhjá því að liðið gerir oft mjög vel í því að búa til sendingalínur fyrir skotmenn eins og Ray Allen og er boltahreyfingin oft til mikillar fyrirmyndar enda er Lebron James ekki eigingjarn og hann er stöðugt að leita samherja sína uppi. Það er varla hægt að biðja um það betra í lokaúrslitum að fá að horfa á þessi tvö frábæru félög. Ég spái Miami í 6 eða 7.“ NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira
Í nótt hefst einvígi meistara Miami Heat og San Antonio Spurs í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Fyrsti leikurinn fer fram í San Antonio og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 00.30. Þetta eru sömu lið og mættust í fyrra en þá vann Miami í sjö leikjum í magnaðri úrslitarimmu. Spurs-menn ætla sér að hefna fyrir það og vinna einn titil í viðbót með þessu magnaða þríeyki sem er TimDuncan, TonyParker og ManuGinobli. LeBron James er þó á öðru máli en hann getur unnið þriðja NBA-titilinn í röð með Miami. Þetta er jafnframt fjórða árið í röð sem Miami-liðið fer í úrslitin. Það má svo sannarlega búast við öðru eins einvígi og í fyrra. Ekki er leikið eftir 2-3-2-kerfinu núna heldur fara fyrstu tveir leikirnir fram í San Antonio, næstu tveir í Miami og svo sitt á hvað þar til sigurvegari er fundinn. Vísir fékk þrjá körfuboltasérfræðinga til að spá í spilin fyrir rimmuna. Tveir þeirra spá Miami sigri en einn San Antonio. Jón Björn Ólafsson, ritstjóri karfan.is: „Aukasendingin, óeigingirnin og leikstíll Spurs er unun áhorfs en á hinum endanum er LeBron James og hann getur enginn stöðvað, drengurinn er einfaldlega skrímsli. Hvort það sé óskhyggja eða annað þá tel ég að liðsboltinn skili Spurs titlinum og að því loknu taki við hnignunarskeið hjá klúbbnum. Horace Grant gamli Bulls ruslakarlinn sagði á dögnum að Bulls í „den“ hefðu unnið Heat í dag því Jordan hefði jafnvel notið sín enn betur innan um regluverkið eins og það er í dag, tippa á að ruslakarlinn hafi rétt fyrir sér og að Heat vanti sinnep til að taka þrennuna eins og Bulls forðum.“Svali Björgvinsson, körfuboltalýsandi á Stöð 2 Sport: „Þetta verður geggjað einvígi. Þetta er í raun óuppgert uppgjör frá síðasta ári. Einvígi þessara liða í fyrra var magnað með sögulegum lokaleikjum. Þannig að undirliggjandi er gríðarleg spenna. Liðin eru bæði vel þroskuð og falleg, þannig að prúðmennskan verður mikil en á sama tíma verður kappið allsráðandi. Samleikur og leikskilningur Spurs er dýpri en áður hefur sést og hæfileikar valinna leikmanna Heat er meiri en áður hefur sést. Hið fullkmna einvígi. Körfuknattleiksguðirnir eru góðir við okkur í ár. Ég spái 4-2 sigri Heat.“Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur: „Mér finnst persónulega skemmtilegt og spennandi að sömu liðin sem háðu dramatískt einvígi í fyrra mætist aftur í ár. Það er svo auðvelt að magna eftirvæntinguna og spennu fyrir slíku einvígi. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr eru þessi tvö félög að stimpla sig rækilega inn sem tvö af þeim allra bestu sem sett hafa verið saman í sögu NBA deildarinnar. Miami er að fara í lokaúrslit í fjórða árið í röð og það þarf að fara til baka um 30 ár eða svo til að finna lið sem gerði það. Spurs, undir stjórn Popovich, hefur svo verið ótrúlega sigursælt undanfarin 15-20 ár og vinningshlutfallið, fjöldi titla og árangur í úrslitakeppnum eru til vitnis um það. Spurs finnst liðið eiga harma að hefna hafandi nánast verið með titilinn í augnsýn í fyrra ef ekki hefði verið fyrir ævintýralega körfu Ray Allen. Spurs er betra í ár, leikmenn eins og Mills og Diaw eru að spila miklu betur og oft á tíðum lykilmenn í velgengni liðsins. Það mun velta talsvert á heilsu Tony Parker sem meiddist gegn Oklahoma, hann verður að vera heill. Það má eiginlega segja að leikstíll Spurs hafi nú fyrst almennilega fengið þá viðurkenningu sem hann á skilið, þeir fimm leikmenn sem eru inn á hverju sinni leika sem einn maður. Ég spáði Miami sigri fyrir tímabilið og held mig við þá spá. Lebron James er sá sem flest veltur á held ég, það er svo sem hægt að tala um þennan og hinn, hvaða þætti þeir koma með, eins og Dwayne Wade sem er frískari í ár en á sama tíma í fyrra en ég tel að þetta velti mikið á því hvernig Lebron James tekst til. Hann er einfaldlega besti leikmaður heims og einn besti leikmaður fyrr og síðar. Ef hann heldur áfram að sanka að sér viðurkenningum er líklegt að sá dagur komi að hann verði á pari við Michael Jordan eða kannski ofar. Það er oft talað um leikstíl Miami sem einhæfan og oft tilviljanakenndan, byggðan á frammistöðu einstaklingana Wade og Lebron en það má ekki horfa framhjá því að liðið gerir oft mjög vel í því að búa til sendingalínur fyrir skotmenn eins og Ray Allen og er boltahreyfingin oft til mikillar fyrirmyndar enda er Lebron James ekki eigingjarn og hann er stöðugt að leita samherja sína uppi. Það er varla hægt að biðja um það betra í lokaúrslitum að fá að horfa á þessi tvö frábæru félög. Ég spái Miami í 6 eða 7.“
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira