Fer Embiid sömu leið og Yao Ming? Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. júní 2014 06:00 Embiid um það bil að troða yfir andstæðing í háskólakörfuboltanum vísir/afp Fyrir fáum dögum síðan var talið líklegt að Cleveland Cavaliers myndi velja Joel Embiid fyrstan í nýliðavali NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í næstu viku. Það hefur breyst. Embiid þykir eitt allra mesta efnið í öflugum hópi leikmanna sem gefa kost á sér í nýliðavali NBA í ár. Hann er 213 sentimetrar á hæð og þykir mjög hæfileikaríkur en efasemdir eru um það hvort hann geti haldist á vellinum. Rúmri um viku fyrir nýliðavalið varð Embiid fyrir því áfalli að brjóta bein í hægri fæti, sama bein og þvingaði Yao Ming og Bill Walton til að hætta körfuknattleik langt fyrir aldur fram. Í fyrstu var talið að Embiid myndi missa af öllu nýliðatímabili sínu en Arn Tellem umboðsmaður Embiid segir uppskurðinn í gær hafa gengið vel og að hann ætti að vera klár í slaginn í NBA eftir fjóra til sex mánuði en með hvaða liði? Nýliðavalið í ár er álitið mjög ríkt af hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa alla burði til að ná langt. Embiid þótti tróna á toppnum þar ásamt Jabari Parker og Andrew Wiggins. Vegna meiðslanna er talið að Embiid gæti endað hjá föllnu stórveldunum Boston Celtics sem á sjötta valrétt eða Los Angeles Lakers sem á sjöunda valrétt. Þori þau á annað borð að taka áhættuna. Hvar leikmaðurinn hávaxni endar uppi mun koma í ljós á fimmtudaginn en ljóst er að meiðsli hans setja spennandi nýliðaval í enn frekari óvissu. Svo á eftir að koma í ljós hvort þessi efnilegi leikmaður nái að setja mark sitt á þessa skemmtilegu og sterku körfuboltadeild. NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Fyrir fáum dögum síðan var talið líklegt að Cleveland Cavaliers myndi velja Joel Embiid fyrstan í nýliðavali NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í næstu viku. Það hefur breyst. Embiid þykir eitt allra mesta efnið í öflugum hópi leikmanna sem gefa kost á sér í nýliðavali NBA í ár. Hann er 213 sentimetrar á hæð og þykir mjög hæfileikaríkur en efasemdir eru um það hvort hann geti haldist á vellinum. Rúmri um viku fyrir nýliðavalið varð Embiid fyrir því áfalli að brjóta bein í hægri fæti, sama bein og þvingaði Yao Ming og Bill Walton til að hætta körfuknattleik langt fyrir aldur fram. Í fyrstu var talið að Embiid myndi missa af öllu nýliðatímabili sínu en Arn Tellem umboðsmaður Embiid segir uppskurðinn í gær hafa gengið vel og að hann ætti að vera klár í slaginn í NBA eftir fjóra til sex mánuði en með hvaða liði? Nýliðavalið í ár er álitið mjög ríkt af hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa alla burði til að ná langt. Embiid þótti tróna á toppnum þar ásamt Jabari Parker og Andrew Wiggins. Vegna meiðslanna er talið að Embiid gæti endað hjá föllnu stórveldunum Boston Celtics sem á sjötta valrétt eða Los Angeles Lakers sem á sjöunda valrétt. Þori þau á annað borð að taka áhættuna. Hvar leikmaðurinn hávaxni endar uppi mun koma í ljós á fimmtudaginn en ljóst er að meiðsli hans setja spennandi nýliðaval í enn frekari óvissu. Svo á eftir að koma í ljós hvort þessi efnilegi leikmaður nái að setja mark sitt á þessa skemmtilegu og sterku körfuboltadeild.
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira