Stefnir á að verða dans slagari sumarsins! Séra Bjössi og Háski gefa út lagið Drive í dag, föstudaginn 18.mars en lagið stefnir á að verða dans slagari sumarsins! Albumm 19. mars 2022 00:00
Langþráðir afmælistónleikar GusGus fara loksins fram Afmælistónleikar hljómsveitarinnar GusGus fara loks fram í Hörpu í kvöld, tveimur árum á eftir áætlun. Menning 18. mars 2022 19:06
„Ætlum að gera eitthvað geggjað úr þessu“ Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin annað kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 og á Vísi. Aron Can kemur fram á hátíðinni en hann er tilnefndur í fjórum flokkum. Tónlist 18. mars 2022 18:01
Samdi lög um ástarsorg áður en hún upplifði hana sjálf Una Torfadóttir var að gefa út sitt fyrsta lag í dag en sem barn skrifaði hún dramatíska texta um ástarsorg sem hún hafði aldrei upplifað. Í dag býr hún yfir mikilli lífsreynslu sem hún vinnur meðal annars úr með því að semja tónlist. Lífið 18. mars 2022 13:31
Bríet gefur út lagið Flugdreki: „Lagið fjallar um að sleppa takinu“ Á miðnætti gaf söngkonan Bríet út lagið Flugdreki. Þetta er fyrsta lag Bríetar á íslensku síðan hún gaf út margverðlaunuðu plötuna sína kveðja, Bríet. Tónlist 18. mars 2022 10:06
Klondike frá Úkraínu opnunarmynd Stockfish Film Festival Stockfish kvikmyndahátíðin verður sett í Bíó Paradís fimmtudaginn 24. mars og stendur í fullum skrúða til 3. apríl. Bíó og sjónvarp 18. mars 2022 09:00
Damon Albarn tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna Damon Albarn er á meðal þeirra sem hljóta tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár. Damon, sem gerði garðinn frægan með Blur og síðar Gorillaz er nú orðinn íslenskur ríkisborgari. Tónlist 17. mars 2022 17:52
Pallborðið: Dramatíkin í Söngvakeppninni Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? Lífið 17. mars 2022 12:16
Framlag Serbíu til Eurovision vekur athygli Serbía hefur valið sitt framlag til Eurovision í ár og er söngkonan Konstrakta strax komin með mikinn meðbyr. Eins og staðan er núna er Serbíu spáð í 17. sæti í keppninni samkvæmt veðbanka Betson. Tónlist 17. mars 2022 09:56
„Allir þurfa á smá ást að halda núna“ „Tímasetningin er fullkomin, við þurfum eitthvað hlýtt í hjartað og það er fátt fallegra en fólk í leit að ástinni," segir Ása Ninna Pétursdóttir um nýja seríu Fyrsta bliksins en önnur sería stefnumótaþáttanna byrjar í sýningu á Stöð 2 í næstu viku. Lífið 17. mars 2022 06:00
Þessir listamenn koma fram á Hlustendaverðlaununum 2022 Næstkomandi laugardagskvöld, 19. mars, fara Hlustendaverðlaunin fram með pomp og prakt. Úrvalslið íslenskra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu en rýmið mun skarta glænýju útliti þar sem öllu er tjaldað til. Hægt verður að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og hér á Vísi. Tónlist 16. mars 2022 20:01
„Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. Lífið 16. mars 2022 17:31
Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. Lífið 16. mars 2022 16:31
Hádramatískur Bachelor lokaþáttur á Íslandi Hádramatískur tvöfaldur lokaþáttur The Bachelor sem tekinn var upp á Íslandi skildi aðdáendur þáttanna eftir gapandi yfir öllu því sem fór fram. *Höskuldarviðvörun* Í þessari frétt verður talað um það sem gerðist í þættinum og hver hefur verið valin sem næsta Bachelorette. Lífið 16. mars 2022 15:31
Hefur öðlast styrk, skilning og getu til þess að mæta tilfinningunum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar sýninguna „Feelings served; table for one“ í dag klukkan 17:00. Sýningin er haldin í Núllinu, listagalleríi neðanjarðar á Bankastræti 0. Undanfarna daga hefur Júlíanna verið í óða önn við að breyta hráu rýminu í undraheim en blaðamaður heyrði í henni hljóðið. Menning 16. mars 2022 14:31
Indí smellur um ástina og óttann Tónlistarmaðurinn Elvar gaf í dag út lagið Heartbeat Away From Heartbreak. Lagið er kraftmikið indí popplag en textinn fjallar um óttann við að missa ástina og hamingjuna. Albumm 16. mars 2022 14:31
Skrifuðu undir samning um kaup á skemmu í Gufunesi RVK Studios hafði betur í baráttu við True North um kaup á skemmu Áburðarverksmiðjunnar við Gufunesveg 21 sem staðið hefur ónýtt í lengri tíma. Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í Gufunesi í dag. Viðskipti innlent 15. mars 2022 14:00
Breyta búningunum fyrir Eurovision en ætla ekki að dansa Elín og Beta Eyþórsdætur ræddu sigurinn á Söngvakeppninni í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag. Þær eru á fullu að skipuleggja og æfa sig og ætla að gefa út nýja tónlist saman áður en þær fara út og eru því á leið í hljóðverið. Tónlist 15. mars 2022 13:31
Reykjavíkurdætur höfðu forystu hjá dómnefnd og almenningi fyrir einvígið Búið er að opinbera niðurstöðurnar úr öllum hlutum Söngvakeppninnar á laugardag. Í nýrri fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að Reykjavíkurdætur hafi verið með forystu eftir fyrri hluta keppninnar en Elín, Sigga og Beta höfðu svo afgerandi sigur í símakosningunni í einvíginu sem tryggði þeim flugmiðann til Ítalíu. Tónlist 15. mars 2022 10:36
Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted – Popplög og Britpoppari! Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 14. mars 2022 14:30
Ekki komið til greina að birta gögn um niðurstöður á úrslitakvöldinu Ekki hefur komið til greina að birta hrágögn um niðurstöður kosninga í Söngvakeppni sjónvarpsins á úrslitakvöldinu. Von er á gögnunum annað hvort á morgun eða hinn að sögn framkvæmdastjóra keppninnar. Lífið 14. mars 2022 13:51
Stórleikarinn William Hurt látinn Bandaríski stórleikarinn William Hurt er látinn aðeins 71 árs. Lífið 13. mars 2022 23:13
Héldu sjálfar með Reykjavíkurdætrum Eyþórsdætur unnu afgerandi sigur í söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Það kom þeim sjálfum ekki síst á óvart en þær eins og flestir höfðu gert ráð fyrir sigri Reykjavíkurdætra. Lífið 13. mars 2022 20:54
Belfast: Vandvirki svæfingameistarinn Branagh Kenneth Branagh leikstýrir og skrifar kvikmyndina Belfast, sem er sjálfsævisöguleg og segir frá hluta af æsku hans í Belfast undir lok sjöunda áratugarins. Hún er tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna, en Bíó Paradís sýnir hana þessa dagana. Gagnrýni 13. mars 2022 14:45
Engin bilun á símkerfum sem hafði áhrif á úrslitin Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi komu mörgum á óvart en þær Eyþórsdætur lögðu Reykjavíkurdætur að velli í lokaeinvígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að atkvæði hafi ekki skilað sér til Reykjavíkurdætra en forsvarsmenn keppninnar vísa því á bug. Lífið 13. mars 2022 13:26
Reykjavíkurdætur þakklátar þrátt fyrir ósigur Það voru þær Sigga, Beta og Elín sem sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Með hækkandi sól í gærkvöldi. Þær systur höfðu betur eftir einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Reykjavíkurdætur eru þrátt fyrir það þakklátar. Lífið 13. mars 2022 11:27
RAX Augnablik: „Í gær var ég ung“ Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar. Menning 13. mars 2022 07:01
Sjáðu KALEO flytja lagið Backbone í íshelli við Breiðamerkurjökul Mosfellska hljómsveitin Kaleo sendi í gær frá sér myndband þar sem sjá má hljómsveitina flytja lagið Backbone í íshelli við Breiðarmerkurjökul. Lagið kom út á plötunni Surface Sounds á síðasta ári en um svipað leyti var myndbandið tekið upp í fimmtán stiga frosti. Lífið 12. mars 2022 22:42
Úrslitin í Söngvakeppninni: Með hækkandi sól framlag Íslands í Tórínó Sigga, Beta og Elín sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í kvöld með laginu Með hækkandi sól. Þær systur unnu einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Lífið 12. mars 2022 22:15
Friðrik Dór stekkur beint í fyrsta sæti íslenska listans: „Lagið Bleikur og blár varð til mjög áreynslulaust“ Söngvarinn Friðrik Dór situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með lagið „Bleikur og blár“. Lagið er splunkunýtt á lista en það er að finna á plötunni Dætur sem Friðrik sendi frá sér fyrr á árinu. Tónlist 12. mars 2022 16:01