Endurheimti óvænt listaverk sem týndust á leiðinni frá Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 20:01 „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ segir Alyse. Instagram Bandarísk listakona sem dvaldi á Íslandi nýlega var eyðilögð þegar hún týndi dýrmætum listaverkum í fluginu heim. Sagan af því hvernig hún endurheimti verðmætin hefur fangað hug og hjörtu netverja. Alyse Dietel er 29 ára gömul listakona frá San Mateo í Kaliforníu. Hún rakti söguna í færslu á Instagram á dögunum og hafa fjölmargir erlendir netmiðlar greint frá. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ ritar hún í upphafi færslunnar. Undir lok seinasta árs bauðst Alyse að koma til Íslands í tvo mánuði og sækja vinnustofu hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd ásamt fleiri listamönnum. Nýtti hún tímann þar vel og vann að teikningum sínum. Í síðasta mánuði var síðan komið að heimkomu og flaug Alyse frá Keflavík til Kaupmannahafnar. Þar sem teikningarnar sem hún hafði unnið að á Íslandi voru henni dýrmætar ákvað hún að hafa þær með sér í handfarangri. Hún setti þær í pappahólk sem hún kom vandlega fyrir í farangursrýminu fyrir ofan flugvélasætið. Um var að ræða afrakstur allrar þeirra vinnu sem hún hafði unnið á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement) Það var síðan ekki fyrr en hún var komin út úr flugvélinni í Danmörku að hún uppgötvaði sér til skelfingar að teikningarnar höfðu orðið eftir í vélinni. Alyse segist hafa haft samband við SAS flugfélagið og einnig sent fyrirspurn á flugvöllinn í Kaupmannahöfn, en enginn hafi getað aðstoðað hana. Í örvæntingu sinni setti hún inn færslu á Instagram. „Ég vonaði að eitthvað kraftaverk myndi leiða til þess að rétt manneskja myndi sjá færsluna og hjálpa mér.“ Klökk af þakklæti Hún segist hafa orðið vondaufari með hverjum deginum. En kvöld eitt skrifaði ókunnugur maður að nafni Irek Machal athugasemd við færsluna. Irek, sem vinnur á flugvellinum í Kaupmannahöfn, tjáði Alyse að hann myndi fara daginn eftir og reyna að hafa uppi á teikningunum innan um óskilamuni. Einnig ætlaði hann að leita til starfsmanna sem hann þekkti hjá SAS og sjá hvort þeir gætu hjálpað til við leitina. Daginn eftir sendi Irek henni mynd í gegnum Instagram, þar sem við blasti pappahólkurinn. Hann var kominn í leitinar. „Ég býst við að takmarkinu sé náð. Hvert á ég senda þetta?“ skrifaði Irek við myndina. Alyse, klökk af þakklæti, bauðst til að greiða Irek sendingarkostnaðinn. Hann afþakkaði það pent og bað hana um að láta peningana renna til góðgerðarmála í staðinn. Alyse gat þó ekki setið á sér og ákvað að senda Irek heimabakað góðgæti sem þakklætisvott. Instagram Alyse endar færsluna á því að þakka öllum þeim sem skrifuðu athugasemdir, líkuðu við og deildu upprunalegu færslunni, og stærstu þakkirnar fær að sjálfsögðu Irek Michal. „Talandi um hvunndagshetju!“ Ferðalög Danmörk Bandaríkin Myndlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Alyse Dietel er 29 ára gömul listakona frá San Mateo í Kaliforníu. Hún rakti söguna í færslu á Instagram á dögunum og hafa fjölmargir erlendir netmiðlar greint frá. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ ritar hún í upphafi færslunnar. Undir lok seinasta árs bauðst Alyse að koma til Íslands í tvo mánuði og sækja vinnustofu hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd ásamt fleiri listamönnum. Nýtti hún tímann þar vel og vann að teikningum sínum. Í síðasta mánuði var síðan komið að heimkomu og flaug Alyse frá Keflavík til Kaupmannahafnar. Þar sem teikningarnar sem hún hafði unnið að á Íslandi voru henni dýrmætar ákvað hún að hafa þær með sér í handfarangri. Hún setti þær í pappahólk sem hún kom vandlega fyrir í farangursrýminu fyrir ofan flugvélasætið. Um var að ræða afrakstur allrar þeirra vinnu sem hún hafði unnið á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement) Það var síðan ekki fyrr en hún var komin út úr flugvélinni í Danmörku að hún uppgötvaði sér til skelfingar að teikningarnar höfðu orðið eftir í vélinni. Alyse segist hafa haft samband við SAS flugfélagið og einnig sent fyrirspurn á flugvöllinn í Kaupmannahöfn, en enginn hafi getað aðstoðað hana. Í örvæntingu sinni setti hún inn færslu á Instagram. „Ég vonaði að eitthvað kraftaverk myndi leiða til þess að rétt manneskja myndi sjá færsluna og hjálpa mér.“ Klökk af þakklæti Hún segist hafa orðið vondaufari með hverjum deginum. En kvöld eitt skrifaði ókunnugur maður að nafni Irek Machal athugasemd við færsluna. Irek, sem vinnur á flugvellinum í Kaupmannahöfn, tjáði Alyse að hann myndi fara daginn eftir og reyna að hafa uppi á teikningunum innan um óskilamuni. Einnig ætlaði hann að leita til starfsmanna sem hann þekkti hjá SAS og sjá hvort þeir gætu hjálpað til við leitina. Daginn eftir sendi Irek henni mynd í gegnum Instagram, þar sem við blasti pappahólkurinn. Hann var kominn í leitinar. „Ég býst við að takmarkinu sé náð. Hvert á ég senda þetta?“ skrifaði Irek við myndina. Alyse, klökk af þakklæti, bauðst til að greiða Irek sendingarkostnaðinn. Hann afþakkaði það pent og bað hana um að láta peningana renna til góðgerðarmála í staðinn. Alyse gat þó ekki setið á sér og ákvað að senda Irek heimabakað góðgæti sem þakklætisvott. Instagram Alyse endar færsluna á því að þakka öllum þeim sem skrifuðu athugasemdir, líkuðu við og deildu upprunalegu færslunni, og stærstu þakkirnar fær að sjálfsögðu Irek Michal. „Talandi um hvunndagshetju!“
Ferðalög Danmörk Bandaríkin Myndlist Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira