Endurheimti óvænt listaverk sem týndust á leiðinni frá Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 20:01 „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ segir Alyse. Instagram Bandarísk listakona sem dvaldi á Íslandi nýlega var eyðilögð þegar hún týndi dýrmætum listaverkum í fluginu heim. Sagan af því hvernig hún endurheimti verðmætin hefur fangað hug og hjörtu netverja. Alyse Dietel er 29 ára gömul listakona frá San Mateo í Kaliforníu. Hún rakti söguna í færslu á Instagram á dögunum og hafa fjölmargir erlendir netmiðlar greint frá. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ ritar hún í upphafi færslunnar. Undir lok seinasta árs bauðst Alyse að koma til Íslands í tvo mánuði og sækja vinnustofu hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd ásamt fleiri listamönnum. Nýtti hún tímann þar vel og vann að teikningum sínum. Í síðasta mánuði var síðan komið að heimkomu og flaug Alyse frá Keflavík til Kaupmannahafnar. Þar sem teikningarnar sem hún hafði unnið að á Íslandi voru henni dýrmætar ákvað hún að hafa þær með sér í handfarangri. Hún setti þær í pappahólk sem hún kom vandlega fyrir í farangursrýminu fyrir ofan flugvélasætið. Um var að ræða afrakstur allrar þeirra vinnu sem hún hafði unnið á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement) Það var síðan ekki fyrr en hún var komin út úr flugvélinni í Danmörku að hún uppgötvaði sér til skelfingar að teikningarnar höfðu orðið eftir í vélinni. Alyse segist hafa haft samband við SAS flugfélagið og einnig sent fyrirspurn á flugvöllinn í Kaupmannahöfn, en enginn hafi getað aðstoðað hana. Í örvæntingu sinni setti hún inn færslu á Instagram. „Ég vonaði að eitthvað kraftaverk myndi leiða til þess að rétt manneskja myndi sjá færsluna og hjálpa mér.“ Klökk af þakklæti Hún segist hafa orðið vondaufari með hverjum deginum. En kvöld eitt skrifaði ókunnugur maður að nafni Irek Machal athugasemd við færsluna. Irek, sem vinnur á flugvellinum í Kaupmannahöfn, tjáði Alyse að hann myndi fara daginn eftir og reyna að hafa uppi á teikningunum innan um óskilamuni. Einnig ætlaði hann að leita til starfsmanna sem hann þekkti hjá SAS og sjá hvort þeir gætu hjálpað til við leitina. Daginn eftir sendi Irek henni mynd í gegnum Instagram, þar sem við blasti pappahólkurinn. Hann var kominn í leitinar. „Ég býst við að takmarkinu sé náð. Hvert á ég senda þetta?“ skrifaði Irek við myndina. Alyse, klökk af þakklæti, bauðst til að greiða Irek sendingarkostnaðinn. Hann afþakkaði það pent og bað hana um að láta peningana renna til góðgerðarmála í staðinn. Alyse gat þó ekki setið á sér og ákvað að senda Irek heimabakað góðgæti sem þakklætisvott. Instagram Alyse endar færsluna á því að þakka öllum þeim sem skrifuðu athugasemdir, líkuðu við og deildu upprunalegu færslunni, og stærstu þakkirnar fær að sjálfsögðu Irek Michal. „Talandi um hvunndagshetju!“ Ferðalög Danmörk Bandaríkin Myndlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira
Alyse Dietel er 29 ára gömul listakona frá San Mateo í Kaliforníu. Hún rakti söguna í færslu á Instagram á dögunum og hafa fjölmargir erlendir netmiðlar greint frá. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ ritar hún í upphafi færslunnar. Undir lok seinasta árs bauðst Alyse að koma til Íslands í tvo mánuði og sækja vinnustofu hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd ásamt fleiri listamönnum. Nýtti hún tímann þar vel og vann að teikningum sínum. Í síðasta mánuði var síðan komið að heimkomu og flaug Alyse frá Keflavík til Kaupmannahafnar. Þar sem teikningarnar sem hún hafði unnið að á Íslandi voru henni dýrmætar ákvað hún að hafa þær með sér í handfarangri. Hún setti þær í pappahólk sem hún kom vandlega fyrir í farangursrýminu fyrir ofan flugvélasætið. Um var að ræða afrakstur allrar þeirra vinnu sem hún hafði unnið á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement) Það var síðan ekki fyrr en hún var komin út úr flugvélinni í Danmörku að hún uppgötvaði sér til skelfingar að teikningarnar höfðu orðið eftir í vélinni. Alyse segist hafa haft samband við SAS flugfélagið og einnig sent fyrirspurn á flugvöllinn í Kaupmannahöfn, en enginn hafi getað aðstoðað hana. Í örvæntingu sinni setti hún inn færslu á Instagram. „Ég vonaði að eitthvað kraftaverk myndi leiða til þess að rétt manneskja myndi sjá færsluna og hjálpa mér.“ Klökk af þakklæti Hún segist hafa orðið vondaufari með hverjum deginum. En kvöld eitt skrifaði ókunnugur maður að nafni Irek Machal athugasemd við færsluna. Irek, sem vinnur á flugvellinum í Kaupmannahöfn, tjáði Alyse að hann myndi fara daginn eftir og reyna að hafa uppi á teikningunum innan um óskilamuni. Einnig ætlaði hann að leita til starfsmanna sem hann þekkti hjá SAS og sjá hvort þeir gætu hjálpað til við leitina. Daginn eftir sendi Irek henni mynd í gegnum Instagram, þar sem við blasti pappahólkurinn. Hann var kominn í leitinar. „Ég býst við að takmarkinu sé náð. Hvert á ég senda þetta?“ skrifaði Irek við myndina. Alyse, klökk af þakklæti, bauðst til að greiða Irek sendingarkostnaðinn. Hann afþakkaði það pent og bað hana um að láta peningana renna til góðgerðarmála í staðinn. Alyse gat þó ekki setið á sér og ákvað að senda Irek heimabakað góðgæti sem þakklætisvott. Instagram Alyse endar færsluna á því að þakka öllum þeim sem skrifuðu athugasemdir, líkuðu við og deildu upprunalegu færslunni, og stærstu þakkirnar fær að sjálfsögðu Irek Michal. „Talandi um hvunndagshetju!“
Ferðalög Danmörk Bandaríkin Myndlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira