Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Viltu vera frá­flæðis­vandi?

Þegar við stöndum öll saman á sviðinu í lok sýningarinnar ,,Ég lifi enn - sönn saga” í Tjarnarbíói og hlustum á lokaræðu verksins fá margir leikhúsgestir hláturskast þegar við spyrjum hvort einhver vilji vera fráflæðisvandi og svari nú hver fyrir sig. En svona eru nú engu að síður umræður um eldra fólk dags daglega í fjölmiðlum, til að mynda.

Skoðun
Fréttamynd

Kaleidoscope: Ætlunarverk uppfyllt

Netflix frumsýndi á nýársdag spennuþáttaröðina Kaleidoscope. Á flesta vegu er þetta mjög hefðbundið ránsspennudrama. Það sem er þó nýstárlegt við þáttaröðina er að hægt er að horfa á þættina átta í hvaða röð sem er, en Netflix stillir þó síðasta þættinum í framvindunni ávallt upp sem lokaþætti. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Brann út en vann sig til baka gegnum tónlistina

Blankiflúr og Jerald Copp eru í úrslitum í Sykurmolanum, lagakeppni X977 og Orku náttúrunnar með lagið Modular Heart. Danni Dæmalausi, útvarpsmaður á X977 hitti þau í Stúdíó Bambus í Garðabænum en hann mun kynna listafólkið á bak við lögin sem komust í úrslit hér á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Gítargoðsögnin Jeff Beck er látinn

Enski gítarleikarinn Jeff Beck er látinn 78 ára að aldri. Beck náði miklum vinsældum með hljómsveitinni Yardbirds, áður en að hann einbeitti sér að sólóferli sínum. Hann hefur lengi verið einn ástsælasti gítarleikari heims. 

Lífið
Fréttamynd

Idol keppandi á von á barni

Idol keppandinn Saga Matthildur Árnadóttir á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Sigurði Reyni Rúnarssyni. Þessu greindi Saga frá á Instagram á nýársdag.

Lífið
Fréttamynd

Segist sár eftir að hafa horft á Tár

Marin Alsop, hljómsveitarstjóri sem bent hefur verið á að geti að einhverju leyti verið fyrirmynd persónu Cate Blanchett, í kvikmyndinni Tár, segist hafa fengið áfall þegar hún heyrði fyrst af myndinni, skömmu áður en hún kom út.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry

Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land með stór­­leik í er­­lendum tón­listar­­mynd­böndum

Hvað eiga Justin Bieber, Avril Lavigne, Take That, Bon Iver, Alice DeeJay og David Guetta sameiginlegt? Eflaust getur ýmislegt komið upp í hugann en hvort sem það er að taka sundsprett í Jökulsárlóni eða ráfa um Reynisfjöru þá hafa þessar stjörnur tónlistarheimsins haft áhuga á því að tengja tónlist sína við íslensku náttúruna.

Tónlist