Hestamisþyrmingar fyrir íslenska kvikmyndaframleiðslu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 11:37 Íslenskir hestar. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu. Hestasamfélagið ævareitt Steinunn Árnadóttir vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær, en hún segir aðferðirnar vera mjög hrottafengnar. „Þetta virðist vera þægur hestur sem er verið að ríða, og hann er með eitthvað áhald í hendinni sem hann lemur hestinn með, og maður sér viðbrögð hestsins, að hann meiðir sig,“ segir Steinunn. Hún segir beislibúnaðinn einnig vera mjög athugunarverðan, það séu keðjur þarna undir og annað furðulegt. Hún hafi þá heyrt að hesturinn hefði fengið blóðuga áverka. Hún kallar þetta hrottafengna reiðmennsku. Hún segir hestasamfélagið ævareitt yfir þessu. „Já það er mikil reiði. Ég bara hef ekki undan að svara símtölum,“ segir Steinunn. Ingunn Reynisdóttir dýralæknir segir að þarna sé hreinlega verið að misþyrma hrossum, og enginn skilji af hverju. „Hann er nú með eitthvað í hendinni sem hann er að berja hann með, og bara sýnir mjög harkalalega og ósanngjarna reiðmennsku, kippandi í tauminn og er að berja hann í hausinn,“ segir Ingunn. Þetta sé mjög óeðlilegt. „En þetta þykjast nú vera einhverjir spænskir sérfræðingar. Ég þekki það nú ekki, ég bara skil ekki hvað þessi maður er að gera, eða hverju hann ætlar að ná fram með þessum hamagangi,“ segir Ingunn. Enginn botnar í þessu Guðni Halldórsson segir að Konráð Valur geti átt afturkvæmt sýni hann bætta hegðun. Guðni Halldórsson formaður landssambands hestamanna segist hafa fengið veður af þessu máli í gær og tafarlaust sent tilkynningu til MAST sem hafi stöðvað starfsemina. Hann skilur ekki frekar en aðrir hvað gekk mönnum til. „Samkvæmt mínum heimildum eru þetta bara einhverjir atvinnumenn sem eru búnir að vinna við um 30 kvikmyndir erlendis, meðal annars Gladiator og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir áttu að vera ógurlega færir, en ég veit ekki hvað tíðkast í hinum almenna kvikmyndaheimi út í heimi, eða hverju þessar aðferðir áttu að ná fram,“ segir Guðni. Hann segir að málið hafi komið íslensku framleiðendunum í opna skjöldu, en þjálfararnir voru allir reknir þegar upp komst um málið. Öllum brugðið Kvikmyndaverkefnið sem um ræðir er þáttaröðin King and Conqueror sem verið er að framleiða fyrir BBC og CBS. Baltasar Kormákur er leikstjóri fyrsta þáttarins og einn framleiðenda þáttaraðarinnar. Hann segir að öllum sem koma að verkefninu hafi verið verulega brugðið þegar upp komst um þjálfunaraðferðirnar. „Við vorum auðvitað í miklu sjokki og við rákum þetta fólk strax. Um leið og ég fékk veður af þessu í gær var þetta fólk kallað inn og rekið. Þetta eru sjö manns,“ segir Baltasar. Baltasar Kormákur er einn leikstjóra og framleiðanda þáttanna. Hann segir málið leiðinlegt enda hafi þjálfararnir haft allra bestu meðmæli.Vísir/Vilhelm Baltasar segir að þjálfararnir hafi verið með bestu meðmæli sem hægt er að fá, þeir hafi til að mynda starfað við framleiðslu Game of Thrones og Gladiator. Framleiðendurnir stóðu í þeirri trú að þeir væru að fá toppfólk í verkefnið. Þjálfararnir hafi svo margbrotið reglur bæði MAST og reglur framleiðandans. Baltasar segir svo að hann hafi sjálfur verið með hesta í 40-50 ár og svona meðferð sé eitthvað sem hann standi alls ekki fyrir. Honum þykir málið mjög leiðinlegt, enda hafi hann brugðist við um leið og fréttir af þessu bárust. Dýraheilbrigði Hestar Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Hestasamfélagið ævareitt Steinunn Árnadóttir vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær, en hún segir aðferðirnar vera mjög hrottafengnar. „Þetta virðist vera þægur hestur sem er verið að ríða, og hann er með eitthvað áhald í hendinni sem hann lemur hestinn með, og maður sér viðbrögð hestsins, að hann meiðir sig,“ segir Steinunn. Hún segir beislibúnaðinn einnig vera mjög athugunarverðan, það séu keðjur þarna undir og annað furðulegt. Hún hafi þá heyrt að hesturinn hefði fengið blóðuga áverka. Hún kallar þetta hrottafengna reiðmennsku. Hún segir hestasamfélagið ævareitt yfir þessu. „Já það er mikil reiði. Ég bara hef ekki undan að svara símtölum,“ segir Steinunn. Ingunn Reynisdóttir dýralæknir segir að þarna sé hreinlega verið að misþyrma hrossum, og enginn skilji af hverju. „Hann er nú með eitthvað í hendinni sem hann er að berja hann með, og bara sýnir mjög harkalalega og ósanngjarna reiðmennsku, kippandi í tauminn og er að berja hann í hausinn,“ segir Ingunn. Þetta sé mjög óeðlilegt. „En þetta þykjast nú vera einhverjir spænskir sérfræðingar. Ég þekki það nú ekki, ég bara skil ekki hvað þessi maður er að gera, eða hverju hann ætlar að ná fram með þessum hamagangi,“ segir Ingunn. Enginn botnar í þessu Guðni Halldórsson segir að Konráð Valur geti átt afturkvæmt sýni hann bætta hegðun. Guðni Halldórsson formaður landssambands hestamanna segist hafa fengið veður af þessu máli í gær og tafarlaust sent tilkynningu til MAST sem hafi stöðvað starfsemina. Hann skilur ekki frekar en aðrir hvað gekk mönnum til. „Samkvæmt mínum heimildum eru þetta bara einhverjir atvinnumenn sem eru búnir að vinna við um 30 kvikmyndir erlendis, meðal annars Gladiator og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir áttu að vera ógurlega færir, en ég veit ekki hvað tíðkast í hinum almenna kvikmyndaheimi út í heimi, eða hverju þessar aðferðir áttu að ná fram,“ segir Guðni. Hann segir að málið hafi komið íslensku framleiðendunum í opna skjöldu, en þjálfararnir voru allir reknir þegar upp komst um málið. Öllum brugðið Kvikmyndaverkefnið sem um ræðir er þáttaröðin King and Conqueror sem verið er að framleiða fyrir BBC og CBS. Baltasar Kormákur er leikstjóri fyrsta þáttarins og einn framleiðenda þáttaraðarinnar. Hann segir að öllum sem koma að verkefninu hafi verið verulega brugðið þegar upp komst um þjálfunaraðferðirnar. „Við vorum auðvitað í miklu sjokki og við rákum þetta fólk strax. Um leið og ég fékk veður af þessu í gær var þetta fólk kallað inn og rekið. Þetta eru sjö manns,“ segir Baltasar. Baltasar Kormákur er einn leikstjóra og framleiðanda þáttanna. Hann segir málið leiðinlegt enda hafi þjálfararnir haft allra bestu meðmæli.Vísir/Vilhelm Baltasar segir að þjálfararnir hafi verið með bestu meðmæli sem hægt er að fá, þeir hafi til að mynda starfað við framleiðslu Game of Thrones og Gladiator. Framleiðendurnir stóðu í þeirri trú að þeir væru að fá toppfólk í verkefnið. Þjálfararnir hafi svo margbrotið reglur bæði MAST og reglur framleiðandans. Baltasar segir svo að hann hafi sjálfur verið með hesta í 40-50 ár og svona meðferð sé eitthvað sem hann standi alls ekki fyrir. Honum þykir málið mjög leiðinlegt, enda hafi hann brugðist við um leið og fréttir af þessu bárust.
Dýraheilbrigði Hestar Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira