Maskadagur á Ísafirði Móðir á Ísafirði hefur í nægu að snúast enda ber bolludag og maskadag upp á afmælisdag sex ára sonar hennar. Já, maskadagur er haldinn hátíðlegur vestur á fjörðum en fyrir vikið er lítið um fagnaðarlæti á öskudaginn sjálfan líkt og annarsstaðar á landinu. Lífið 3.3.2025 16:14
Daniil og Birnir í eina sæng „Birnir hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum,“ segir rapparinn og ungstirnið Daniil en hann og Birnir voru að senda frá sér lagið Hjörtu. Lagið er unnið í samvinnu við pródúsentinn Matthías Eyfjörð, sem er jafnframt litli bróðir íslensku stórstjörnunnar GDRN. Tónlist 3.3.2025 16:00
Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Guðmundur Ingi Þórvaldsson leikari segist hafa tengst stórleikaranum Anthony Hopkins í gegnum sameiginlega reynslu þeirra af tólf spora kerfinu. Hann segir hvert ár sem tekst að halda börnum frá áfengi og fíkniefnum skipta sköpum. Taka verði utan um þá krakka sem ekki passi inn í. Lífið 3.3.2025 14:00
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp 2.3.2025 23:20
Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Nanna Rögnvaldardóttir rithöfundur segist standandi hissa yfir notkun Ríkisútvarpsins á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum um sögu matar og matarmenningar á Íslandi. Í þáttunum eru fleiri viðtöl við Nönnu sem hefur mikið fjallað um matarsögu Íslands. Innlent 1. mars 2025 21:24
Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Nemendur Verzlunarskóla Íslands frumsýndu söngleikinn Stjarnanna borg fyrir fullum sal síðastliðið mánudagskvöld. Verkið er byggt á dans og söngvamynd frá 2016 þar sem Ryan Gosling og Emma Stone fara með aðalhlutverk. Lífið 1. mars 2025 20:02
Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir íslenskan bíómarkað standa frammi fyrir áskorunum, líkt og hækkandi rekstrarkostnaði og breyttu neyslumynstri. Þrátt fyrir það sé ekki hætta á að Ísland verði bíólaust. Viðskipti innlent 1. mars 2025 15:02
Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo „Ég byrja að taka þessu mjög alvarlega í níunda bekk, þegar allir fóru að spyrja hvað ég ætlaði að gera þegar ég yrði stór,“ segir leikkonan Ísadóra Bjarkardóttir Barney. Ísadóra fer með aðalhlutverkið í íslensku kvikmyndinni Fjallið. Hún á ekki langt að sækja listræna hæfileika sína en hún er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu og listamannsins Matthew Barney. Blaðamaður ræddi við Ísadóru um lífið og listina. Lífið 1. mars 2025 07:02
Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Svo virðist sem Mondo Duplantis sé fleira til lista lagt en að lyfta sér yfir stöng og vera bestur í heimi í því. Hann hefur nú sent frá sér sitt fyrsta lag. Sport 28. febrúar 2025 16:30
Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Forsala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin og tilkynnt hefur verið um fyrstu tónlistarmennina sem verða meðal þeirra sem stíga munu á svið á hátíðinni í ár. Fram kom í Brennslunni í morgun að Aron Can muni stíga á svið auk Væb bræðra sem spila í fyrsta skiptið á útihátíðinni í ár. Lífið 28. febrúar 2025 11:51
„Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlistarmaðurinn Darri Tryggvason, betur þekkur undir listamannsnafninu Háski, var að gefa út lagið Meira frelsi. Lagið sækir innblástur í lag af sama nafni sem sveitin Mercedez Club gerði ódauðlegt fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Tónlist 28. febrúar 2025 09:00
„Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Átak, félag fólks með þroskahömlun, frumsýndi í vikunni myndband með þeirra eigin endurgerð af laginu Hjálpum þeim. Lagið er hluti af vitundarvakningu um stöðu, framlag og réttindi fatlaðs fólks. Innlent 28. febrúar 2025 07:03
Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Mikil spenna og eftirvænting er hjá þeim, sem æfa dans hjá Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi því dansarar úr félaginu er að fara að keppa á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Innlent 27. febrúar 2025 20:05
Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sérstök forsýning var á fyrstu tveimur þáttunum af Alheimsdrauminum í Sambíóunum Egilshöll í gærkvöldi. Viðtökurnar voru vægast sagt góðar en áhorfendur grétu hreinlega úr hlátri í rúman klukkutíma. Lífið 27. febrúar 2025 20:02
Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Teiknimyndagrísinn Gurra grís á von á systkini í sumar þar sem móðir hennar gengur með grís. Fyrir á Gurra bróðurinn Georg. Lífið 27. febrúar 2025 18:06
Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Brasilísk-ameríska þungarokksveitin Sepultura treður upp í N1-höllinni við Hlíðarenda 4. júní. Tónleikarnir eru hluti af allra síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hún leggur upp í í tilefni fjörutíu ára afmælis. Lífið 27. febrúar 2025 16:45
Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Rithöfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl og Þórdís Helgadóttir eru í hópi þeirra fjórtán höfunda sem hafa verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Eiríkur er tilnefndur fyrir Náttúrulögmálin og Þórdís fyrir Armeló. Verðlaunin verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þann 28. október. Menning 27. febrúar 2025 09:28
Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Minecraft kvikmyndin kemur í bíó þann 3. apríl. Í tilefni þess hafa Oreo kex og Minecraft movie ýtt af stað sniðugum leik en Oreo og Minecraft movie eru í stórskemmtilegu og afar bragðgóðu samstarfi. Lífið samstarf 27. febrúar 2025 08:44
Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Bandaríski leikarinn Gene Hackman og eiginkona hans, píanóleikarinn Betsy Arakawa, fundust látin á heimili sínu í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í gær. Lífið 27. febrúar 2025 08:36
Michelle Trachtenberg er látin Bandaríska leikkonan Michelle Trachtenberg er látin 39 ára að aldri. Hún fór nýlega í lifrarígræðslu og hafði verið heilsuveil eftir hana. Lífið 26. febrúar 2025 18:11
Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Sérkennilegur misskilningur virðist vera að eiga sér stað í Hollywood nú í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Að minnsta kosti tveir meðlimir Akademíunnar, sem er sá hópur sem kýs um það hver hlýtur Óskarsverðlaunin, virðast ekki með á hreinu hverjir hafa hneppt hnossið áður, og mun það hafa haft áhrif á atkvæði þeirra. Lífið 26. febrúar 2025 17:00
Steinhissa en verður Dumbledore Bandaríski leikarinn John Lithgow mun fara með hlutverk Albus Dumbledore í nýjum Harry Potter þáttum sem nú eru í bígerð. Hann segist hafa orðið steinhissa þegar framleiðendur þáttanna heyrðu í honum vegna hlutverksins. Lífið 26. febrúar 2025 15:32
Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stórstjarnan Pamela Anderson hefur sjaldan skinið skærar en nú og sést það langar leiðir. Hún gaf út heimildarmyndina Pamela á Netflix, fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Last Showgirl og hefur setið fyrir í ýmsum hátískuherferðum ásamt því að sitja í fremstu röð á heitustu tískusýningunum. Lífið 26. febrúar 2025 13:02
Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ísraelskur lagahöfundur hefur kvartað yfir meintum þjófnaði sigurvegara Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann krefst þess að lagið verði dæmt úr keppni eða að hann verði titlaður lagahöfundur. Flytjendur sigurlagsins segjast aldrei hafa heyrt lagið áður. Ísraelar hafa áður verið sakaðir um að stela lagi fyrir Eurovision. Lífið 25. febrúar 2025 19:51
Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna hafa nú litið dagsins ljós. Tilkynnt var um tilnefningarnar á veitingahúsinu Jómfrúnni við Lækjargötu en staðurinn hlaut einmitt verðlaun fyrir tónlistarviðburð ársins í fyrra. Tilnefnt er fyrir hljómplötur, lög og tónverk, flutning, söng, tónlistargrafík og -myndbönd, upptökustjórn og textagerð. Tónlist 25. febrúar 2025 16:48