Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Auð­vitað væri ég til í að ná enn lengra“

„Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Markús nýr safn­stjóri Lista­safns Reykja­víkur

Markús Þór Andrésson hefur verið ráðinn safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en hann hefur starfað sem deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu frá árinu 2017.  Alls bárust sjö umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Lífið
Fréttamynd

Eldri borgarar skemmtu sér í múmín­kastalanum

Múmínturninn er nú tilbúinn til notkunar á leiksvæði Skógræktar Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Uppsetningu á turninum lauk fyrir helgi. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Eyfirðinga, segir leiktækin hafa verið afar vinsæl frá því að þau voru tekin í notkun, meðal ungra og aldna.

Innlent
Fréttamynd

Risa­stór menningar­há­tíð á Flat­eyri

Listalífið á Flateyri iðar sem aldrei fyrr en næstkomandi laugardag hefst þar menningarhátíðin ListaVestrið. Fjöldi íslenskra kanóna koma að hátíðinni og má þar nefna Gabríelu Friðriksdóttur og Hrafnkel Sigurðsson.

Menning
Fréttamynd

Of­boðs­lega fal­leg ber­skjöldun

„Fyrir mér þýðir þetta bara að ég sé að fylgja sjálfri mér og gera það sem ég elska að vera gera,“ segir fjöllistakonan Bryndís Magnúsdóttir sem var að opna sína fyrstu einkasýningu.

Menning
Fréttamynd

Rak í roga­stans þegar hann las við­talið við Bubba

Stórsöngvarann Geir Ólafsson rak í rogastans þegar hann las viðtal við Bubba Morthens á Vísi, þar sem Bubbi lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Geir hefur aðra sýn á hlutina og segir að ekki megi tala gervigreindina niður með þessum hætti, hún muni aldrei taka sköpunargáfuna frá fólki.

Innlent
Fréttamynd

Nikkurnar þandar á Reyðar­firði alla helgina

Harmónikkutónar hljóma út um allt á Reyðarfirði um helgina því þar stendur yfir harmonikkulandsmót með tónleikum, böllum og almennri gleði. Harmoniku- og hljóðfæraleikarar af öllu landinu eru mættir á mótið til að spila saman eins og þeim einum er lagið.

Innlent
Fréttamynd

Quarashi á Lopa­peysunni: „Við erum synir Akra­ness“

Steinar Orri Fjeldsted, einn meðlima rappsveitarinnar Quarashi, segir ekkert annað hafa komið til greina en að sveitin sameinaðist eftir áratugarhlé þegar boð barst frá Lopapeysunni á Akranesi. Allir meðlimir sveitarinnar eiga þangað rætur að rekja og lofar hann miklu stuði í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Skraut­leg saga laganna hans Bubba

Tíðindi vikunnar um að einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, Bubbi Morthens, hefði selt höfundaverk sitt til Öldu Music, sem er í eigu Universal, fengu marga til að rifja upp samning sem Bubbi gerði fyrir tuttugu árum síðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass

Bretland hefur lokast af frá meginlandi Evrópu. Flestallir hafa sýkst af ofstopafullri reiði en restin hefur lokað sig inni og þjáist af alvarlegri fortíðarþrá. Nei, ég er ekki að tala um Brexit-hrjáð Bretland nútímans heldur nýjustu mynd Danny Boyle þar sem 28 ár eru liðin frá því vírus breytti Bretum í óða uppvakninga og lagði landið í rúst.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Ég fæ alltaf gæsa­húð af góðum texta“

Ása Hlín Benediktsdóttir fagnaði útgáfu barnabókar sinnar, Hallormsstaðaskógur – söguljóð fyrri börn, á Egilsstöðum síðustu helgi. Bókin er prentuð í prentsmiðju á Egilsstöðum og fjallar um Lagarfljótsorminn og Hallormsstaðaskóg. 

Lífið
Fréttamynd

Nor­ah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljós­kastarinn vakti mann

Mig hálflangaði til að koma í náttslopp á tónleika Noruh Jones á miðvikudagskvöldið í Eldborg í Hörpu. Jones, eða Nóra eins og ég ætla að kalla hana hér, er drottning hins svokallaða djasspopp-svefnherbergis. Það er tónlist sem notalegt er að hlusta á eftir annasaman dag, þegar maður þráir ekkert heitar en að slaka á í inniskóm með kanínueyru, lavenderte við hendina og sjal kyrfilega vafið um sig. Enda hefur platan Come Away With Me verið skráð sem svefnlyf í mörgum löndum.

Gagnrýni