Ólafur Darri verður Þór Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur tekið að sér að leika guðinn Þór í nýjum þáttum Amazon MGM og Sony. Þættirnir byggja á gífurlega vinsælum leikjum um spartverjan og seinna stríðsguðinn Kratos. Bíó og sjónvarp 29.1.2026 21:24
Seinka sýningum fyrir leikinn Borgarleikhúsið hefur ákveðið að seinka öllum leiksýningum um korter á morgun svo leikhúsgestir geti horft á fyrri helming af leik Íslands í undanúrslitunum á EM í handbolta. Innlent 29.1.2026 18:06
Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Galdrakarlinn í Oz hefur átt huga og hjörtu heimsbyggðarinnar í fjöldamörg ár og flestir löngu orðnir kunnugir rauðu skónum, gula múrsteinsveginum, Tinnkarlinum, Ljóni og Fuglahræðu. Lífið 29.1.2026 15:01
Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Danska leik- og söngkonan Annika Wedderkopp er fyrsta konan síðan árið 1999 til að eiga vinsælustu plötu ársins á danska topplistanum. Hún átti jafnframt tólf af hundrað vinsælustu lögum ársins, en eftir að hafa fyrst slegið í gegn á hvíta tjaldinu sem barn er Annika nú á góðri leið með að verða ein stærsta poppstjarna Danmerkur. Lífið 28. janúar 2026 12:56
Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Feðgarnir Trausti Ólafsson og Ingi Tandri Traustason, sem reka Skugga útgáfu, hyggjast opna bókaverslunina Jon Fosse og kompaní í húsi Hljóðbókasafnsins í Hamraborg á föstudag. Þeir fengu leyfi hjá norska Nóbelskáldinu fyrir heitinu og hyggjast bjóða upp á sérhæft úrval. Menning 28. janúar 2026 12:00
Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslufyrirtækið ACT4 hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn, Odd Ástráðsson lögmann, Ólöfu Sigþórsdóttur vöruhönnuð og Birni Jón Sigurðsson rithöfund. Viðskipti innlent 28. janúar 2026 10:39
Líf og fjör í loðnu málverkunum Það var margt um manninn í versluninni La Boutique Design á Granda síðastliðinn laugardag þegar frumlega listakonan Lilý Erla Adamsdóttir opnaði sýninguna Gróðurþel. Menning 28. janúar 2026 09:02
Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Það er ákveðin bilun fólgin í því að skapa „rapp-söngleik“ byggðan á Íslendingasögu. Þjóðleikhúsið ákvað hins vegar að henda sér beint í djúpu laugina án kúts. Útkoman er vægast sagt eggjandi, enda voru fagnaðarlætin á frumsýningunni mikil. Gagnrýni 28. janúar 2026 07:00
Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Ný þýsk heimildarmynd sýnir frá daglegu lífi fanga og fangavarða á Litla-Hrauni. Meðal fanga sem birtast í myndinni eru dæmdir morðingjar og fangar sem hlotið hafa þunga dóma fyrir gróf ofbeldisbrot. Innlent 27. janúar 2026 20:13
Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Sena og Arion banki hafa bæst í eigendahóp framleiðslufyrirtækisins Glassriver. Framkvæmdastjóri segist ekki geta gefið upp hve stóran hluta hinir nýju eigendur eignast í fyrirtækinu en segist vongóður að með þessu verði rekstur fyrirtækisins tryggur og segir síðustu misseri hafa verið mikla rússíbanareið. Viðskipti innlent 27. janúar 2026 19:30
Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Kynlífsatriði sautján ára stúlku í kvikmyndinni Good Time frá 2017 ku hafa valdið því að bræðurnir Josh og Benny Safdie, heitasta leikstjórnartvíeyki Hollywood, slitu samstarfi sínu eftir rúmlega fimmtán ára samvinnu. Josh á að hafa komist að aldri stúlkunnar á tökustað en Benny ekki orðið almennilega meðvitaður um aldur hennar fyrr en sex árum síðar. Bíó og sjónvarp 27. janúar 2026 17:28
Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Það var margt um manninn og menningarlífið iðaði á tvöfaldri listasýningaropnun Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Menning 27. janúar 2026 17:01
Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Spennumyndin One Battle After Another hlýtur flestar tilnefningar til BAFTA-verðlauna bresku akademíunnar í ár, fjórtán talsins. Þar á eftir fylgir vampírumyndin Sinners með þrettán tilnefningar. Bíó og sjónvarp 27. janúar 2026 15:42
Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Sænska súperstjarnan Robyn er með rosalega endurkomu inn í tónlistarheiminn um þessar mundir með splunkunýrri plötu sem nýtur mikilla vinsælda. Robyn er mikill tískuspegúlant og hefur greinilega frábæran smekk en hún rokkaði bol frá íslenska hönnuðinum Sól Hansdóttur á dögunum. Tíska og hönnun 27. janúar 2026 15:00
Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney gæti átt yfir höfði sér málsókn eftir að hafa klifrað í leyfisleyfi upp á Hollywood-skiltið í Los Angeles og skreytt það með brjóstahöldurum úr nýju nærfatalínunni sinni. Lífið 27. janúar 2026 11:56
Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Heimildarmyndin Time and Water, sem byggir á bókinni Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason, verður heimsfrumsýnd á Sundance-hátíðinni í dag. Kvikmyndagerðarmennirnir fengur óskertan aðgang að myndefni sem fjölskylda Andri hafði tekið frá 1955 til samtímans og fléttu það saman við íslenska náttúru. Bíó og sjónvarp 27. janúar 2026 10:55
Í öndunarvél eftir blóðeitrun Blind side stjarnan Quinton Aaron á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en hann var fluttur á spítala eftir að hafa misst meðvitund á heimili sínu. Lífið 27. janúar 2026 10:25
Rasistar í sumarbústað Íslensk hjón í sumarbústað lenda í hremmingum þegar myndlistarmaður, dökkur á hörund, sest að fyrir utan heimkeyrsluna að bústaðnum þeirra. Tilvist þessa dularfulla aðkomumanns afhjúpar fáfræði, ótta og fordóma hinna íslensku hjónakorna í nýju leikriti eftir Þór Tulinus sem sýnt er þessa dagana í Tjarnarbíói. Þetta er ekki sýning sem skilur mikið eftir sig, handritið er gallað og það vantar skýrari listræna sýn. Gagnrýni 27. janúar 2026 07:01
„Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Hollywood-leikarinn David Duchovny tóku mynd af sér saman á Sundance-hátíðinni. Þeim hefur lengi verið líkt saman og voru valdir tvífarar í Fókus-blaði DV um aldamótin. Lífið 26. janúar 2026 14:59
Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fjöldi fríðra gesta var viðstaddur frumsýningu Galdrakarlsins í Oz í Borgarleikhúsinu um helgina. Forsætisráðherra, áhrifavaldur og aragrúi leikara voru þar á meðal. Lífið 26. janúar 2026 13:53
Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Tónlistarfólkið Bríet Elfar og Pálmi Ragnar Ásgeirsson hafa stefnt hvort öðru fyrir dómstólum. Heimildir Vísis herma að málaferlin snúist um höfundar- og eða útgáfurétt. Lífið 26. janúar 2026 06:47
Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Hátt í eitt þúsund sóttu um að komast í áheyrnaprufu sem Íslenski dansflokkurinn auglýsti. Listdansstjóri segir fjölda umsókna langt um fram það sem áður hefur sést og til marks um velgengni flokksins á alþjóðavísu. Innlent 25. janúar 2026 16:15
Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Bergþór Pálsson, óperusöngvari, dvaldi um áramótin í herberginu þar sem eitt ástsælasta óperutónskáld veraldar, Giuseppe Verdi, andaðist fyrir öld og aldarfjórðungi síðan. Það kom til fyrir hreina tilviljun. Lífið 25. janúar 2026 14:44
Húsó fjarlægðir af Rúv Sjónvarpsserían Húsó hefur verið fjarlægð fyrr en áætlað var af vefsíðu Ríkisútvarpsins. Dóra Jóhannsdóttir, einn handritshöfunda þáttanna, segir að þættirnir verði settir inn aftur þegar framleiðandi afhendir réttan kreditlista. Hún sjálf berst fyrir því að nafn hennar sé sett á kreditlistann. Menning 24. janúar 2026 15:00