Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Líkamsumhirða sem þróast í þrá­hyggju

Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir fer einstakar leiðir í listsköpun sinni og hefur vakið mikla athygli hérlendis undanfarið ár. Kristín Helga, sem er fædd árið 1993 og lærði í New York, var að opna einkasýningu í D-sal Listasafns Reykjavíkur sem ber heitið Silkimjúk. Viðfangsefnið snertir meðal annars á þráhyggju fyrir líkamsumhirðu og óútskýrðum ótta við stutt, svört hár.

Menning

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Aron Mola ást­fanginn í bíó

Rappararnir Ízleifur og Flóni buðu fjölda frægra í bíó um helgina þar sem þeir frumsýndu sjóðheitt tónlistarmyndband við nýja lagið þeirra Síróp. Meðal gesta voru Aron Mola og frúin hans Erla Lind, Birgitta Líf og Ásthildur Bára.

Lífið
Fréttamynd

Aðgerðaráætlun í mál­efnum fjöl­miðla

Rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Alþjóðlegir streymis- og auglýsingarisar starfa hér án þess að á þá séu lagðar sambærilegar kvaðir og á íslensk fjölmiðlafyrirtæki sem sinna hér mikilvægu menningarlegu hlutverki og lýðræðislegri umræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Trölli stelur jólunum í Borgar­leik­húsinu

Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum, sem byggir á sígildu ævintýri Dr. Seuss. Söngleikurinn verður frumsýndur á stóra sviðinu í nóvember, Valur Freyr Einarsson leikstýrir honum og verður hulunni svipt af leikhópnum á næstunni.

Menning
Fréttamynd

Rann­saka á­sakanir á hendur Iglesias

Spænskir saksóknarar rannsaka nú áskanir um að Julio Iglesias, einn ástsælasti söngvari landsins, hafi beitt tvær fyrrverandi starfskonur sínar kynferðislegu ofbeldi. Iglesias, sem er á níræðisaldri, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar.

Erlent
Fréttamynd

Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmti­ferða­skip

Faxaflóahafnir leita til almennings um nafn á nýja fjölnota farþegamiðstöð í Reykjavík. Farþegamiðstöðin rís nú við Viðeyjarsund í Reykjavík og tekur á móti fyrstu farþegum skemmtiferðaskipa í vor. Farþegamiðstöðin er sú fyrsta sem opnar í Reykjavík í 60 ár. Vinningshafi hlýtur siglingu til Bretlandseyja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rosalia komin með skvísu upp á arminn

Spænska súperstjarnan Rosalia virðist hafa fundið ástina í faðmi frönsku fyrirsætunnar Loli Bahia. Skvísurnar sáust haldast í hendur í rómantískri göngu um Parísarborg á mánudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Ein heitasta stjarna í heimi

Dansarinn, tónlistarkonan, leikkonan, listakonan og ofurbomban Teyana Taylor er að sigra heiminn um þessar mundir. Ásamt því að slátra rauða dreglinum á hverjum einasta viðburði hlaut hún sín fyrstu Golden Globe verðlaun á sunnudag fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni One Battle After Another.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni

„Þó svo að þetta sé „absúrd“ leikhús, og við förum svolítið langt með karakterana og aðstæðurnar, þá held ég að áhorfendur muni geta speglað sig í þessum persónum eða séð fólk sem það þekkir í þeim. En fyrst og fremst vona ég að fólk skemmti sér. Það er mikill kraftur fólginn í því að fá fólk til að hlæja, og sérstaklega að sjálfu sér,“ segir Þór Túliníus leikari og rithöfundur.

Lífið
Fréttamynd

Borgin beri á­byrgð sem eig­andi

Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmu sem gjöreyðilagðist í bruna í Gufunesi þegar hún var leigð út. Leigutaka átti að vera slæmt ástand skemmunnar ljóst en þar voru geymdir sögulega verðmætir hlutir. Slökkviliðsstjóri segir borgina bera ábyrgð en brunavarnir séu samspil eiganda og leigutaka. 

Innlent
Fréttamynd

Faðir Dilberts allur

Scott Adams, umdeildur skapari myndasagnapersónunnar Dilberts, er látinn, 68 ára aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli og biðlaði til Bandaríkjaforseta að reyna að bjarga lífi hans.

Lífið
Fréttamynd

Hvers virði er starfs­um­hverfi mynd­listar­manna?

Menning og skapandi greinar eru oft settar til hliðar í umræðu um atvinnulíf, eins og þær séu fyrst og fremst skemmtun eða munaður. Raunin er hins vegar sú að listir og menning eru einn af burðarásum samfélagsins – þær móta sjálfsmynd þjóðar, styrkja lýðræði, efla nýsköpun og skapa veruleg efnahagsleg verðmæti.

Skoðun
Fréttamynd

„Vorum bara með húsið í því á­standi sem það var“

Stjórnarformaður Truenorth segir forsvarsmenn fyrirtækisins ekki sérstaklega hafa haft til skoðunar ástand skemmunnar í Gufunesi sem brann í gær og hýsti meðal annars gamla leikmuni fyrirtækisins. Ekki sé búið að verðmeta tjónið enn en það sé í raun óbætanlegt.

Innlent
Fréttamynd

Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna

Þúsundir grunnskólabarna í Helsinki fá áskrift að vikublaði um teiknimyndapersónuna Andrés Önd ókeypis á næstunni. Tilgangurinn er að kanna hvort aðgangur að lesefni hafi áhrif á áhuga barna á lestri sem fer dvínandi í Finnlandi eins og víðar annars staðar.

Erlent
Fréttamynd

Borgin firrti sig allri á­byrgð á skemmunni

Samkvæmt leigusamningi Reykjavíkurborgar og Truenorth um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum Truenorth vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni.

Innlent
Fréttamynd

Skilur meðvirkni eftir í for­tíðinni

„Satt best að segja finnst mér hvert ár bara alltaf verða betra og betra,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN, en hún fagnaði þrítugsafmæli um helgina en ætlar að fagna áfanganum betur þegar hún klárar meðgönguna. Sömuleiðis var hún að gefa út plötu og heldur sér alltaf á tánum.

Tónlist
Fréttamynd

Spá Ís­rael sigri marga mánuði fram í tímann

Veðbankar telja Ísrael sigurstranglegasta ríkið í Eurovision í ár þegar enn eru fjórir mánuðir í keppnin fari fram. Sigursælustu þjóðirnar eru þó skammt undan. Einungis tvö ríki eru búin að tilkynna hvert framlag þeirra er. 

Lífið
Fréttamynd

Þessi nældu sér í verð­laun á Golden Globe

Kvikmyndin One Battle After Another og sjónvarpsserían Adolescence uppskáru flest verðlaun á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Kaliforníu í gær. Hinn 16 ára gamli Owen Cooper, sem fer eitt af aðalhlutverkunum í Adolescence, var valinn besti leikarinn í aukahlutverki, en hann er sá yngsti til að næla sér í verðlaunin í þeim flokki frá upphafi, en þetta var 83. Golden Globe verðlaunahátíðin.

Lífið
Fréttamynd

Rugluðust á Lauf­eyju og „Megan“

Kurteisisleg viðbrögð Laufeyjar Línar Jónsdóttur við því þegar ljósmyndarar kölluðu hana „Megan“ á rauða dreglinum fyrir Golden Globe verðlaunahátíðina hefur vakið athygli erlendra miðla.

Tónlist
Fréttamynd

Fresta tökum á Love Island All Stars

Tökum á nýjustu þáttaröðinni af raunveruleikaþættinum Love Island All Stars hefur verið frestað vegna gróðurelda í Suður-Afríku. Glæsihýsið sem keppendurnir eiga að dvelja í hefur verið rýmt.

Lífið