70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Það var líf og fjör á Laugarvatni um helgina þegar um 200 nemendur Tónlistarskóla Árnesinga komu saman til að spila á hljóðfæri sín í tilefni af 70 ára afmæli skólans fyrir gesti á sérstökum afmælistónleikum í íþróttahúsinu á Laugarvatni í gær, 15. nóvember. Innlent 16.11.2025 20:05
Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ragnar Jónasson, rithöfundur, telja að íslenskan gæti horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindar og áhrifa enskrar tungu á íslenskuna. Þau ræddu áhrif ensku á íslensku í bresku blaðaviðtali. Innlent 16.11.2025 10:06
Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðherra, ætlar að láta gera sérstaka úttekt á íslenska bókamarkaðnum og vinna að nýrri bókmenntastefnu. Hann segir að styðja þurfi vel við bókaútgáfu sem lið í að styrkja stöðu íslenskunnar. Innlent 15.11.2025 23:39
Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Jón Viðar Jónsson segir uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet vera „barnalega vitleysu“ í nýjasta þætti Menningarvaktarinnar. Þar svarar Símon Birgisson einnig ásökunum Bubba Morthens um meinta vanhæfni og hlutdrægni Símonar í leikhúsgagnrýni. Menning 14. nóvember 2025 07:02
Helgi Pétursson er látinn Helgi Pétursson, tónlistarmaður, fjölmiðlamaður, fyrrverandi borgarfulltrúi og baráttumaður fyrir málefnum eldri borgara, er látinn, 76 ára að aldri. Innlent 14. nóvember 2025 06:27
Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Það var rífandi stemning á Gauknum á Iceland Airwaves-hátíðinni síðastliðna helgi þegar tónlistarkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, betur þekkt sem Inki, steig á svið, „aðeins“ 39 vikna ólétt. Hún naut sín í botn en ætlar þó ekki að gera lítið úr því að undirbúningurinn var þyngri en vanalega. Tónlist 13. nóvember 2025 20:01
„Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Að vera eða ekki vera er spurning sem hefur vissulega staðist tímans tönn enda hluti eins rómaðasta harmleiks allra tíma. Lífið 13. nóvember 2025 14:02
Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Höfundar lesa upp úr bókum sínum í kvöld í Bókabúð Forlagsins, Fiskislóð 39. Upplesturinn verður í beinni hér á Vísi og hefst útsending klukkan 20. Lífið samstarf 13. nóvember 2025 12:07
Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Hvernig dettur maður niður stiga? Grínistinn Kjartan Logi lærði það sem partýtrikk á unglingsaldri og nýtti svo á dögunum við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið „Taking My Time“ með Flesh Machine. Hann er blár og marinn á rassinum eftir ótal föll en telur það hafa verið þess virði. Lífið 13. nóvember 2025 11:04
„Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Þrátt fyrir fjarlægðina lét tónlistarkonan Elín Ey ekki standa í vegi fyrir því að gleðja unnustu sína, listakonuna Írisi Tönju Flygenring, sem fagnaði 36 ára afmæli í gær. Í tilefni dagsins deildi Elín hjartnæmu myndskeiði á Instagram þar sem hún flytur lagið Tiny Dancer eftir Elton John. Lífið 13. nóvember 2025 10:30
Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Hljómsveitin Ampop ætlar að koma fram í fyrsta sinn í 18 ár á morgun í fimmtugsafmæli trommuleikarans Jóns Geirs Jóhannssonar. Auk Ampop koma fram Skálmöld, Bris, Urmull, Klamedía X og Atarna sem eru allt hljómsveitir sem hann hefur verið í eða spilað með. Allur ágóði af miðasölu rennur til Vonarbrúar en tónleikarnir, og afmælið, fara fram í Austurbæjarbíó. Tónlist 13. nóvember 2025 10:17
Lögmálið um lítil typpi Djúpvitur kona gaf mér eftirfarandi heilræði í kjölfar þess að ég greindi henni frá tilvistarlegri áskorun sem ég stend frammi fyrir: „Þú átt ekki að vera að elta lítil typpi,“ sagði hún. Lífið 13. nóvember 2025 07:01
George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Fantasíuhöfundurinn George R. R. Martin, sem skrifaði Krúnuleikana, var í banastuði þegar á bókahátíðinni Iceland Noir sem hófst í dag en þar er hann heiðursgestur. Hann hafði orð á veðrinu. Menning 12. nóvember 2025 21:08
Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu „Við byrjuðum að dansa því ömmu okkar fannst það svo spennandi. Það gladdi hana alltaf þegar við tókum sporin með henni,“ segja atvinnudansararnir og bræðurnir Björn Dagur og Rúnar Bjarnasynir Lífið 12. nóvember 2025 20:01
Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Nýstofnaða metal-hátíðin Hellfoss fer fram í Sviðinu í nýjum miðbæ Selfoss helgina 6. til 7. febrúar 2026. Meðal hljómsveita sem koma þar fram eru Misþyrming, Volcanova og Forgarður helvítis auk fjölda annarra. Tónlist 12. nóvember 2025 14:33
Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Dansverkið Flóðreka var frumsýnt síðastliðinn laugardag á nýja sviði Borgarleikhússins. Glæsilegustu listdansarar þjóðarinnar létu sig ekki vanta og fylgdust með sýningunni af aðdáun. Menning 12. nóvember 2025 13:29
Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Rithöfundasamband Íslands krefst þess að mennta- og barnamálaráðuneytið slíti samtarfi sínu við gervigreindarfyrirtækið Anthropic. Fyrirtækið hefur notað milljónir bóka til að þjálfa gervigreindina án leyfi höfundanna. Innlent 12. nóvember 2025 12:45
Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Veitingastaðurinn Saffran auglýsti nýverið eftir starfsfólki en í auglýsingunni var gerð krafa um betri kunnáttu í ensku en íslensku. Innt eftir svörum um þessar áherslur gekkst Saffran við því að um mistök væri að ræða og leiðréttu auglýsinguna. Menning 12. nóvember 2025 12:16
Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Magnús Ragnarsson, leikari og fyrrverandi framkvæmdastjóri, var kjörinn nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur á fjölmennum aðalfundi sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Menning 12. nóvember 2025 07:36
Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Einn af grínstjórunum sem standa að Grínkjallaranum einu sinni í viku líkir sjálfum sér við sebrahest umkringdan ljónum, enda eini gamli hnakkinn í hópnum á meðan allir hinir uppistandararnir gengu í MH. Hann segir það alvöru hark að standa fyrir gríni og glensi einu sinni í viku en segir hópinn hinsvegar vera þann eina rétta til þess að standa í slíkum stórræðum. Lífið 11. nóvember 2025 20:00
Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Það var töfrandi stemning í SkyLagoon síðastliðinn miðvikudag þegar baðlónið tók forskot á sæluna með tónleikum í samvinnu með Airwaves hátíðina. Una Torfa flutti töfrandi tóna fyrir tónleikagesti sem allir klæddust baðsloppum og nutu í botn. Tónlist 11. nóvember 2025 17:01
Leikkonan Sally Kirkland er látin Bandaríska leikkonan Sally Kirkland, sem vann til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Anna frá árinu 1987, er látin. Hún varð 84 ára gömul. Lífið 11. nóvember 2025 14:29
Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Bardólarnir eru aftur komnir á kreik. Þeir, harðkjarna aðdáendur Shakespeare, misskilja hlutverk leikstjórans og þar með sambandið milli hefða og hæfileika. Samkvæmt þeim ætti leikstjórinn að beygja sig fyrir þeim dauðu og leyfa textanum að tala sínu máli. Skoðun 11. nóvember 2025 13:00
Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson frumsýnir á Vísi í dag tónlistarmyndband við lagið „Hafið eða fjöllin“ sem Sverrir Bergmann syngur. Útgáfa þeirra félaga er sérstaklega áhrifamikil yfir myndefni af samheldnum Grindvíkingum og áhrifum jarðhræringanna á Grindavíkurbæ. Tónlist 11. nóvember 2025 10:37