Real Madrid og Juventus í dauðariðlinum Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en eins og ávallt eru sumir riðlarnir athyglisverðari en aðrir. Fótbolti 28. ágúst 2008 16:33
Meistaradeildardrátturinn í beinni útsendingu á Vísi klukkan 16:00 Vísir mun sýna í beinni útsendingu hér á vefnum er dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir komandi keppnistímabil í bestu deild í heimi. Fótbolti 28. ágúst 2008 10:06
Dirk Kuyt bjargaði Liverpool Dirk Kuyt var hetja Liverpool er hann skaut liðið áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu undir lok framlengingar leiks Liverpool og Standard Liege frá Belgíu í kvöld. Fótbolti 27. ágúst 2008 21:37
Kýpverjar höfðu betur gegn stóra bróður Anarthosis Famagusta varð í kvöld fyrsta knattspyrnuliðið frá Kýpur til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið hafði betur gegn Olympiakos frá Grikklandi í þriðju umferð forkeppninnar. Fótbolti 27. ágúst 2008 21:35
Létt hjá Arsenal gegn Twente - úrslit kvöldsins Arsenal vann í kvöld 4-0 sigur á hollenska úrvalsdeildarfélaginu FC Twente í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og samanlagt 6-0. Fótbolti 27. ágúst 2008 21:16
Álaborg komst áfram en Brann úr leik - Kristján skoraði Tvö lið frá Norðurlöndunum áttu möguleika í kvöld að komast áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Álaborg frá Danmörku tókst verkefnið en Íslendingaliðið Brann er úr leik. Fótbolti 27. ágúst 2008 21:01
BATE komst áfram í riðlakeppnina BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem vann Val í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu komst í kvöld í sjálfa riðlakeppni deildarinnar. Fótbolti 27. ágúst 2008 20:50
Eiður kom inn sem varamaður Barcelona, Panathinaikos og Juventus komust í kvöld í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Börsungar töpuðu í Póllandi 1-0 fyrir Wisla Krakow en 4-0 sigur í fyrri leiknum kemur þeim áfram. Fótbolti 26. ágúst 2008 20:36
Eiður Smári til Póllands með Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen er í 20 manna hópi Barcelona sem fer til Póllands í vikunni þar sem liðið mætir Wisla Krakow í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 25. ágúst 2008 11:41
Birkir bestur hjá Brann Birkir Már Sævarsson var valinn maður leiksins eftir leik Brann og Marseille í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Marseille vann leikinn 1-0 en Birkir þótti besti leikmaður norska liðsins. Fótbolti 13. ágúst 2008 23:16
Eiður allan leikinn á bekknum Barcelona átti ekki í vandræðum með Wisla Krakow í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Barcelona vann 4-0 sigur en spænska liðið skoraði tvö mörk í hvorum hálfleik. Fótbolti 13. ágúst 2008 21:55
Brann tapaði á heimavelli - Öll úrslit kvöldsins Marseille vann 1-0 útisigur á Brann í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson léku báðir allan leikinn í vörn Brann. Fótbolti 13. ágúst 2008 21:41
Arsenal ósannfærandi en vann góðan sigur Arsenal vann góðan 2-0 útisigur á FC Twente í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Twente var betra liðið stóran hluta leiksins en mörk frá William Gallas og Emmanuel Adebayor settu Arsenal í góða stöðu fyrir seinni leikinn. Fótbolti 13. ágúst 2008 21:23
Markalaust hjá Standard Liege og Liverpool Standard Liege og Liverpool mættust í kvöld í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Markalaust jafntefli var niðurstaðan þar sem Jose Reina, markvörður Liverpool, var maður leiksins. Fótbolti 13. ágúst 2008 21:12
O´Neill hefur fylgst vel með FH Martin O´Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, segist hafa kortlagt lið FH mjög vel fyrir leik liðanna í Evrópukeppninni annað kvöld. Enska liðið ætlar sér greinilega ekki að vanmeta Hafnfirðinga. Fótbolti 13. ágúst 2008 18:33
Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sporti Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn á Meistaradeild Evrópu og UEFA-bikarnum til ársins 2012. Þetta er tilkynnt á heimasíðu UEFA. Fótbolti 8. ágúst 2008 14:32
Gautaborg úr leik í Meistaradeildinni Íslendingaliðið IFK Gautaborg datt í kvöld úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Wisla Krakow mætir Barcelona í þriðju umferð keppninnar. Fótbolti 6. ágúst 2008 22:58
Valsbanarnir komnir áfram eftir sigur á Anderlecht BATE Borisov er komið áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Anderlecht í Hvíta-Rússlandi í dag. Fótbolti 6. ágúst 2008 18:49
Brann vildi hafa einkaflugvél til taks fyrir Kristján Forráðamenn Brann stungu upp á því að hafa einkaflugvél til taks fyrir Kristján Örn Sigurðsson ef til þess kæmi að hann sæi sér fært að spila með félaginu í Lettlandi. Fótbolti 5. ágúst 2008 22:19
Rangers úr leik í Meistaradeildinni Það urðu heldur betur óvænt tíðindi í forkeppni Meistardeildar Evrópu í dag er skoska stórliðið Glasgow Rangers varð að játa sig sigrað fyrir FBK Kaunas frá Litháen. Fótbolti 5. ágúst 2008 19:16
Ármann Smári skaut Brann áfram Ármann Smári Björnsson var hetja Brann í dag þegar hann skaut liðinu í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Brann tapaði fyrir Ventspils frá Lettlandi 2-1 en komst áfram á útivallarmarki. Fótbolti 5. ágúst 2008 16:45
Liverpool mætir Standard Liege Í morgun var dregið í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikirnir verða 12. og 13. ágúst en þeir seinni 26. og 27. ágúst. Hér að neðan má sjá dráttinn. Fótbolti 1. ágúst 2008 10:08
Romario hafnaði Murata Romario ætlar ekki að taka skó sína úr hillunni og leika með S.S. Murata, meisturunum í San Marínó. Murata vildi fá Romario til að leika með liðinu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 9. júlí 2008 12:00
Mun Romario spila í Meistaradeildinni? S.S. Murata, meistaralið San Marínó, vonast til að fá goðsögnina Romario til að taka fram skóna og leika með liðinu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 7. júlí 2008 16:21
Steaua fær að taka þátt í Meistaradeildinni Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að Steaua Búkarest fær að taka þátt í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafa verið sakaðir um mútur. Fótbolti 30. júní 2008 11:54
Ronaldo: Ég sný aftur Enskir fjölmiðlar segja að Cristiano Ronaldo hafi haft samband við Manchester United í dag og tilkynnt þeim að hann muni mæta til æfinga þann 10. júlí. Enski boltinn 26. júní 2008 15:04
Porto fær að vera með Porto, portúgölsku meistararnir, munu fá að taka þátt í Meistaradeild Evrópu næsta tímabil. Þetta staðfesti UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, í fréttatilkynningu. Enski boltinn 17. júní 2008 17:00
Perrin rekinn frá Lyon Alain Perrin hefur verið rekinn frá franska liðinu Lyon. Undir stjórn Perrin vann liðið bæði franska meistaratitilinn og frönsku bikarkeppnina á síðasta leiktímabili. Fótbolti 17. júní 2008 12:00
Drogba áfram hjá Chelsea Didier Drogba segist ekki hafa áhuga á því að yfirgefa Chelsea. Þessi sterki sóknarmaður hefur sterklega verið orðaður við AC Milan og Inter en verður áfram á Englandi. Enski boltinn 14. júní 2008 13:00
Porto gæti fengið að vera með í Meistaradeildinni UEFA ætlar að endurskoða þá ákvörðun að banna Porto að taka þátt í Meistaradeild Evrópu næsta tímabil. Þetta er vegna nýrra gagna sem hafa borist sambandinu. Fótbolti 13. júní 2008 15:30