Nicolas Anelka hefur verið betri en enginn fyrir Chelsea í Meistaradeildinni á þessu tímabili því Frakkinn hefur skorað þrjú sigurmörk í fimm leikjum Lundúnaliðsins. Anelka skoraði eina markið í kvöld þegar Chelsea tryggði sér sigur í sínum riðli með því að vinna Porto 1-0 í Portúgal.
Sigurmark Anelka í kvöld kom með skalla á 69. mínútu eftir fyrirgjöf Florent Malouda en Rússinn Yury Zhirkov átti einnig þátt í undirbúningi marksins.
Nicolas Anelka tryggði Chelsea einnig 1-0 sigur á móti Porto í fyrri leiknum og þá gerði hann eina mark leiksins þegar liðið sótti APOEL heima á Kýpur. Fjórði sigurleikur Chelsea í keppninni var síðan á móti Atlético Madrid en þann leik vann liðið 4-0.
Í þriðja sinn sem Anelka tryggir Chelsea 1-0 sigur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti





David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn


