Barcelona vann öruggan sigur á Inter í Meistaradeildinni í kvöld og Jose Mourinho viðurkenndi það á blaðamannafundi eftir leikinn.
„2-0 voru sanngjörn úrslit og Barcelona-liðið var að spila mjög vel í þessum leik," sagði Jose Mourinho, þjálfari Inter eftir að lið hans tapaði á Camp Nou í kvöld.
„Ég öfunda ekki leikmannahóp Barcelona enda er það ekki í mínu eðli að öfunda einn eða neinna. Það eru hinsvegar margir einstakir leikmenn í liði Barcelona. Xavi eða Iniesta. Það er bara eitt eintak til af slíkum leikmönnum í heiminum," sagði Mourinho.
Mourinho var ánægður með seinni hálfleikinn þar sem Inter-liðið hélt hreinu og sýndi allt annan og betri leik en í þeim fyrri.
„Lið án stolts hefði tapað með þremur eða fjórum mörkum. Við löguðum hinsvegar okkar leik, það var meira jafnvægi í liðinu og við sköpuðum einnig nokkur tækifæri," sagði Jose Mourinho sem sagði þennan leik skipa lítinn sess í sögunni enda réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaumferðinni.
Jose Mourinho: Ég öfunda ekki leikmannahóp Barcelona
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti





David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn


