
Ákærður fyrir að reyna að bana fyrrverandi: Lífsýni á áfengisflösku á vettvangi
Maður sem er grunaður um hrottafengna árás gegn fyrrverandi kærustu sinni er ákærður fyrir að reyna að verða henni að bana. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem var kveðinn upp í gær um gæsluvarðhald á hendur manninum.