Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar eftir gærkvöldið.
Nokkuð var um ökumenn sem stöðvaðir voru vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og virðist sem nokkuð hafi verið um ölvun einnig.
Lögregluþjónar voru meðal annars kallaðir til innbrots í fyrirtæki, þjófnaðar úr verslun og var einn handtekinn fyrir eignaspjöll og húsbrot. Sá var vistaður í fangaklefa í nótt, auk sjö annarra.