Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.
Þar segir að straumvatnsbjörgunarmenn hafi náð manninum upp úr ánni og strax hafi verið hafnar endurlífgunartilraunir á honum, sem báru ekki árangur.
Aðstæður á vettvangi hafi verið krefjandi, rigning og mikið vatnsmagn í ánni.
Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.