Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2024 14:35 Slysið í Breiðamerkurjökli varð á sunnudegi en leit hélt áfram fram á mánudaginn þar sem talið var að tveggja væri enn saknað. Í ljós kom svo að einskis var í raun saknað. Vísir/Vilhelm Óvissa leiðsögumanna um hversu margir lentu undir ís þegar banaslys varð í Breiðamerkurjökli í sumar varð til þess að leit var haldið áfram þrátt fyrir að enginn hefði reynst þar undir. Skráningarlisti ferðaþjónustufyrirtækisins reyndist réttur. Ferðaþjónustufyrirtækið Ice Pic Journeys sætti töluverðri gagnrýni eftir að um tvö hundruð björgunarsveitarmenn héldu lengi áfram að leita að ferðafólki undir ís í Breiðamerkujökli þegar banaslys varð þar í ágúst á grundvelli rangra upplýsinga um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Ráðherra ferðamála sagði það meðal annars grafalvarlegt að talning hefði ekki staðist. Bandarískur ferðamaður lést og ólétt eiginkona hans slasaðist þegar þau urðu undir ís sem hrundi úr vegg svelgs í Breiðamerkurjökli sunnudaginn 25. ágúst. Fólkið var í íshellaferð með Ice Pic Journeys þegar slysið varð. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir nú að upplýsingar sem Ice Pic Journeys veitti lögreglu um fjölda þeirra sem voru í ferðinni fljótlega eftir að slysið varð hafi verið réttar. Óvissa leiðsögumanna fyrirtækisins á vettvangi hafi orðið til þess að leitinni var haldið áfram fram á næsta dag. Töldu sig hafa séð fleiri lenda undir ísnum Lögregla sagðist á sínum tíma hafa fengið upplýsingar um að 25 manns hefðu verið í ferðinni og fjórir lent undir ísnum. Tveggja var því enn talið saknað eftir að bandaríska parinu var komið undan ísnum og hélt leit því áfram á mánudeginum. Eftir miðjan dag á mánudeginum gaf lögregla út tilkynningu þar sem kom fram að leit hefði verið hætt eftir að ljóst hefði orðið að enginn væri undir ísnum. Aðeins 23 hefðu verið í ferðinni og þau einu sem slösuðust hefðu verið bandaríska parið. „Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Í losti og töldu sig hafa séð fleiri verða undir ísnum Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir við Vísi að villan hafi legið í misræmi á milli skráningarlistans og þess sem leiðsögumennirnir sögðu lögreglu. Listinn hafi verið réttur og lögregla hafi átt gott samstarf við ferðaþjónustufyrirtækið. „Þeir voru ekki alveg vissir á því þegar til kom. Þeim fannst eins og einhverjr tveir hefðu lent undir ísnum og voru þá ekki lengur orðnir alveg nógu vissir á fjöldanum sem þeir voru með. Þeim fannst eins og þeir hefðu séð út frá sér fólk verða undir ísnum. Menn eru bara í losti þegar svona gerist og bregður. Þá verður bara eitthvað til þess að þú ert ekki viss og ferð að efast,“ segir Sveinn Kristján. Rannsóknin á slysinu er nú á lokastigum en Sveinn Kristján segist ekki treysta sér til þess að segja til um hvenær henni verði formlega lokið. Eins og áður hefur komið fram bendi ekkert til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. 28. ágúst 2024 14:50 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Ice Pic Journeys sætti töluverðri gagnrýni eftir að um tvö hundruð björgunarsveitarmenn héldu lengi áfram að leita að ferðafólki undir ís í Breiðamerkujökli þegar banaslys varð þar í ágúst á grundvelli rangra upplýsinga um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Ráðherra ferðamála sagði það meðal annars grafalvarlegt að talning hefði ekki staðist. Bandarískur ferðamaður lést og ólétt eiginkona hans slasaðist þegar þau urðu undir ís sem hrundi úr vegg svelgs í Breiðamerkurjökli sunnudaginn 25. ágúst. Fólkið var í íshellaferð með Ice Pic Journeys þegar slysið varð. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir nú að upplýsingar sem Ice Pic Journeys veitti lögreglu um fjölda þeirra sem voru í ferðinni fljótlega eftir að slysið varð hafi verið réttar. Óvissa leiðsögumanna fyrirtækisins á vettvangi hafi orðið til þess að leitinni var haldið áfram fram á næsta dag. Töldu sig hafa séð fleiri lenda undir ísnum Lögregla sagðist á sínum tíma hafa fengið upplýsingar um að 25 manns hefðu verið í ferðinni og fjórir lent undir ísnum. Tveggja var því enn talið saknað eftir að bandaríska parinu var komið undan ísnum og hélt leit því áfram á mánudeginum. Eftir miðjan dag á mánudeginum gaf lögregla út tilkynningu þar sem kom fram að leit hefði verið hætt eftir að ljóst hefði orðið að enginn væri undir ísnum. Aðeins 23 hefðu verið í ferðinni og þau einu sem slösuðust hefðu verið bandaríska parið. „Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Í losti og töldu sig hafa séð fleiri verða undir ísnum Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, segir við Vísi að villan hafi legið í misræmi á milli skráningarlistans og þess sem leiðsögumennirnir sögðu lögreglu. Listinn hafi verið réttur og lögregla hafi átt gott samstarf við ferðaþjónustufyrirtækið. „Þeir voru ekki alveg vissir á því þegar til kom. Þeim fannst eins og einhverjr tveir hefðu lent undir ísnum og voru þá ekki lengur orðnir alveg nógu vissir á fjöldanum sem þeir voru með. Þeim fannst eins og þeir hefðu séð út frá sér fólk verða undir ísnum. Menn eru bara í losti þegar svona gerist og bregður. Þá verður bara eitthvað til þess að þú ert ekki viss og ferð að efast,“ segir Sveinn Kristján. Rannsóknin á slysinu er nú á lokastigum en Sveinn Kristján segist ekki treysta sér til þess að segja til um hvenær henni verði formlega lokið. Eins og áður hefur komið fram bendi ekkert til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.
Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. 28. ágúst 2024 14:50 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38
Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. 28. ágúst 2024 14:50