

Leikjavísir
Leikjavísir skoðar helstu leikina, nýjustu stiklurnar og almennt fjör.

„Undrabarn“ keppir á undanþágu og tekur pabba í kennslustund
Rafíþróttamaðurinn Atli Snær Sigurðsson hefur nú þegar, aðeins fimmtán ára gamall, unnið Íslandsmeistaratitilinn í DOTA 2 þrjú ár í röð en hann hefur keppt á undanþágu vegna ungs aldurs. Hann á einnig sæti í landsliði Íslands í DOTA 2 og Bergur Árnason, mótastjóri Kraftvéladeildarinnar í DOTA2, gengur hiklaust svo langt að kalla Atla „undrabarnið“ þeirra.

Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik
Hryllingsleikurinn Until Dawn, frá 2015, hefur verið endurgerður. Þó hann sé níu ára gamall hefur upprunalegi leikurinn verið vinsæll meðal hryllingsleikja þar sem hann gefur spilurum möguleika á að hafa mikil áhrif á söguna. Endurgerðin gerir þó mikið fyrir útlit leiksins og hann lítur merkilega vel út.

GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs
Það verður gestagangur hjá GameTíví í kvöld. Jökull Elísabetarson mun meðal annars mæta og leiða strákana til sigurs í Warzone.

Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið
Torfi Frans Ólafsson er listrænn stjórnandi hjá Microsoft þar sem hann hefur starfað undanfarin ár. Hann hefur í nógu að snúast og stýrir ýmsum verkefnum fyrir Microsoft og Mojang framleiðanda Minecraft en þessa dagana ber þar einna hæst Minecraft myndin sem væntanleg er í kvikmyndahús á næsta ári. Torfi hefur unnið náið með leikstjóra myndarinnar að því að koma veröld hins heimsfræga tölvuleikjar á hvíta tjaldið.

GameTíví: Óli heimsækir Silent Hill
Óli Jóels ætlar að heimsækja bæinn Silent Hill í kvöld. Vonandi verður hann í góðum brókum þegar hann spilar Silent Hill 2.

Árlegt „Fifa“mót GameTíví
Strákarnir í GameTíví halda í kvöld sitt árlega „Fifa“mót, þar sem nýjasti fótboltaleikurinn frá EA Sports er spilaður. Já, ég veit að hann heitir „EA Sports FC 25“, en, kommon. Þetta er Fifa.

GameTíví: Heldur för sinni um Night City áfram
Plortedo heldur ævintýri sínu í Night City áfram í kvöld. Hann hefur verið að dunda sér við að spila í gegnum leikinn Cyberpunk 2077.

God of War Ragnarök á PC: Kratos er enn klikkaður
Það ætti ekki að koma neinum á óvart að God of War Ragnarök er enn þá frábær leikur, sama hvort hann sé spilaður í PlayStation eða PC-tölvu. Kratos er enn klikkaður og leikurinn stendur enn meðal þeirra allra bestu.

Stiklusúpa: Allt það helsta frá kynningu Sony í gær
Forsvarsmenn Sony héldu í gær State of Play kynningu þar sem farið var yfir margt af því helsta sem vænta má frá fyrirtækinu á komandi mánuðum. Kynntir voru nýir leikir en margir þeirra eru sýndarveruleikaleikir og sömuleiðis aukapakkar fyrir leiki sem þegar er búið að gefa út.

GameTíví: Íslendingaslagur í Warzone
Það verður sannkallaður Íslendingaslagur í Warzone í kvöld. Þeir Árni Torfason og Þórarinn Hjálmarsson ætla að leiða slaginn á streymi GameTíví og verða þeir með opna leiki fyrir alla sem vilja vera með.

Space Marine 2: Fyrirtaks skemmtun af gamla skólanum
Space Marine 2 er ekki fullkominn leikur, þeir eru það fáir, en hann er alveg rosalega skemmtilegur. Að mörgu leyti minnir hann á eldi skotleiki og líkist að miklu leyti Gears of War og Doom leikjunum.

Sótti 410 milljónir og margfaldaði starfsmannafjöldann
Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress tryggði sér á dögunum þriggja milljóna dollara fjárfestingu, eða um 410 milljóna króna, fyrir þróun á ótilkynntum leik fyrirtækisins. Á árinu hefur starfsmönnum fjölgað úr fjórum í fjórtán.

Ólympíukvöld hjá GameTíví
Kvöldið verður erfitt hjá strákunum í GameTíví. Þeir ætla að keppa í 34 íþróttagreinum í beinni útsendingu frá Arena Gaming.

GameTíví: Plortedo spilar sig gegnum Night City
Night City er ekki örugg borg að búa í, eins og Plorteda ætlar að sýna fram á í kvöld. Hann er að spila leikinn Cyberpunk 2077 á GameTíví.

CCP kynnir nýjan leik í söguheimi EVE Online
Tölvuleikjafyrirtækið CCP opinberaði í dag nýjan tölvuleik sem hefur verið í smíðum hjá fyrirtækinu hér á Íslandi. Leikurinn ber heitið EVE Frontier og deilir söguheimi með EVE Online, fyrsta leik CCP.

GameTíví: Skúrkur í skýjunum
Sölvi Santos, nýr liðsmaður GameTíví, ætlar að virða fyrir sér söguheim Star Wars áfram í kvöld. Hann hefur að undanförnu verið að spila nýja leikinn Star Wars Outlaws.

GameTíví: Stefna á þrjá sigra í Warzone
Strákarnir í GameTíví stefna á þrjá sigra í Warzone í streymi kvöldsins. Þar munu þeir berjast við fjölda annarra spilara.

Astro Bot: Astro stígur ekki feilspor í nánast fullkomnum leik
Sumir leikir eru bara einföld og saklaus skemmtun. Þeir eru ekki margir en Astro Bot er svo sannarlega einn þeirra en þar að auki lítur hann stórkoslega vel út. Þetta er í þriðja sinn sem krúttlega vélmennið fær tölvuleik, á eftir Astro‘s Playroom og sýndarveruleikaleiknum Astro Bot Rescue Mission.

Star Wars heimurinn skoðaður í GameTíví
Sölvi Santos, nýr liðsmaður GameTíví, ætlar að virða fyrir sér söguheim Star Wars í kvöld. Hann ætlar að taka yfir rás GameTíví og spila leikinn Star Wars Outlaws.

Star Wars Outlaws: Ekki eins hræðilegur og internetið segir
Star Wars Outlaws er í fljótu bragði ekki framúrskarandi leikur sem gerist í opnum heimi. Hann fylgir öllum helstu formúlunum og fer sjaldan upp úr þeim förum en hann er þó skemmtilegur og býr yfir góðri sögu úr Star Wars söguheiminum. Hann er ekki gallalaus og hefði haft gott af smá fínpússun fyrir útgáfu.

Endurgreiða þeim fáu sem keyptu Concord
Forsvarsmenn Sony hafa ákveðið að taka nýja leikinn Concord úr sölu og endurgreiða þeim sem keyptu. Ekki verður hægt að spila leikinn eftir 6. september, á meðan tekin verður ákvörðun með framhald leiksins, sem gefinn var út þann 23. ágúst.

GameTíví: Snúa hlekkjaðir saman úr sumarfríi
Strákarnir í GameTíví snúa aftur úr sumarfríi í kvöld. Veturinn ætla þeir að byrja á leiknum Chained together, sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu.

Plortedo prófar nýja Elden Ring aukapakkann
Aukapakkinn Shadow of the Erdtree í tölvuleiknum Elden Ring er loksins kominn út. Hann kom út í dag og í tilefni af því ætlar Plortedo, eða Björn að prófa í beinu streymi í GameTívi þætti dagsins.

Plortedo heldur til Landanna á milli
Plortedo, eða Björn, mun kanna Löndin á milli í Elden Ring í GameTíví þætti kvöldsins. Er það liður í að hita upp fyrir útgáfu aukapakkans Shadow of the Erdtree sem kemur út næsta föstudag.

GameTíví: Plorrinn spilar Fallout
Björn Atli, eða Plorrinn, vaknar af tvö hundruð ára dvala í kvöld og heldur út í auðnina við Boston. Í kvöld heldur þátturinn Plorrinn Plays, þar sem Björn ætlar að spila „survival mode“ í Fallout 4, áfram á GameTíví.

Ghost of Tsushima: Kominn út á PC og enn geggjaður
Ghost of Tsushima er ekkert verri á PC en hann var á PS5. Þetta er enn einn af mínum uppáhaldsleikjum. Fáir leikir hafa jafn gott andrúmsloft og þessi þar sem berjast þarf gegn hjörðum Mongóla, í einstöku umhverfi.

Senua’s Saga: Hellblade 2: Merkilega flott stafræn upplifun
Senua’s Saga: Hellblade 2 er merkilega flottur leikur og áhrifamikill en hann getur á köflum verið merkilega langdreginn. Það er þótt það taki bara nokkrar klukkustundir að spila sig í gegnum hann. Auk grafíkarinnar stendur hljóð leiksins uppúr.

Skönnuðu Aldísi frá toppi til táar og gleymdu ekki tönnunum
Aldís Amah Hamilton leikkona fer með stórt hlutverk í tölvuleiknum Senua's Saga: Hellblade 2 sem er nýkominn út. Hún lýsir magnaðri lífsreynslu og ótrúlegri för í einn stærsta líkamsskanna í heimi þar sem hún var skönnuð frá toppi til táar og ekkert skilið eftir, ekki einu sinni tennurnar hennar. Leikurinn gerist í fantasíuveröld á Íslandi á tíundu öld og er sagður vera ástaróður til landsins.

Lokabardagi Pingsins í Baldur's Gate
Föruneyti Pingsins lýkur ferðalagi sínu um Sverðsströndina í kvöld. Í þessum síðasta þætti Pingsins fer fram lokabardagi Baldur's Gate 3.

Hryllingur og stríð hjá GameTíví
Strákarnir í GameTíví munu láta reyna á taugarnar í hryllingsleikjum í kvöld. Seinna meir stefna þeir svo á þrjá sigra í Warzone, að venju.