Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. febrúar 2025 09:03 Miles Jacobson (t.h.) er yfirmaður Sports Interactive, sem er útgefandi og framleiðandi Football Manager leikjanna. Í fyrsta sinn í tuttugu ár kemur leikurinn ekki út. Alex Livesey - FIFA/FIFA via Getty Images Nýjasta árgerð tölvuleiksins Football Manager mun ekki koma út. Framleiðendur leiksins tilkynntu um það í morgun. Sports Interactive hefur framleitt Football Manager leikina frá árinu 2004 en fyrirtækið sleit sig þá frá Eidos sem hafði framleitt Championship Manager frá því á tíunda áratugnum. Football Manager 2005 var fyrsti leikurinn í röðinni og hefur komið út árlega síðan, allt þar til í ár. Í leiknum getur spilari sett sig í spor fótboltaþjálfara. Hann setur upp taktík fyrir lið sitt, æfingar, sinnir leikmannakaupum og haft áhrif á stefnu síns félags. Hægt er að stýra liðum á öllum stigum fótboltans, allt frá Bestu deildinni til ensku úrvalsdeildarinnar. Fjölmargar nýjungar áttu að vera í Football Manager 2025, þar á meðal kvennafótbolti og ný leikjavél þegar kemur að fótboltaleikjum innan leiksins. Útgáfu leiksins var frestað í haust en leikurinn kemur iðulega út í nóvember. Hann átti að koma út í byrjun mars, sem var frestað þar til í lok mars en í morgun tilkynnt að leikurinn komi alfarið ekki út. „Með útgáfu FM25 stefndum við á að skapa stærstu tæknilegu og sjónrænu framþróun fyrir leikjaröðina um árabil, og leggja grunninn að nýjum tímum,“ segir í yfirlýsingu frá framleiðendum leiksins. „Vegna fjölda áskorana sem við höfum rætt opinberlega og annarra sem var erfitt að sjá fyrir, höfum við ekki náð markmiðum okkar á nægilega mörgum sviðum leiksins, þrátt fyrir mikla vinnu teymis okkar,“ „Við biðjumst innilega afsökunar á að hafa brugðist ykkur,“ segir einnig í tilkynningunni. Hana má sjá í heild að neðan. Allt púður verður nú sett í að framleiða Football Manager 2026 sem kemur þá að líkindum út á vetrarmánuðum í lok þessa árs. Leikjavísir Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Sports Interactive hefur framleitt Football Manager leikina frá árinu 2004 en fyrirtækið sleit sig þá frá Eidos sem hafði framleitt Championship Manager frá því á tíunda áratugnum. Football Manager 2005 var fyrsti leikurinn í röðinni og hefur komið út árlega síðan, allt þar til í ár. Í leiknum getur spilari sett sig í spor fótboltaþjálfara. Hann setur upp taktík fyrir lið sitt, æfingar, sinnir leikmannakaupum og haft áhrif á stefnu síns félags. Hægt er að stýra liðum á öllum stigum fótboltans, allt frá Bestu deildinni til ensku úrvalsdeildarinnar. Fjölmargar nýjungar áttu að vera í Football Manager 2025, þar á meðal kvennafótbolti og ný leikjavél þegar kemur að fótboltaleikjum innan leiksins. Útgáfu leiksins var frestað í haust en leikurinn kemur iðulega út í nóvember. Hann átti að koma út í byrjun mars, sem var frestað þar til í lok mars en í morgun tilkynnt að leikurinn komi alfarið ekki út. „Með útgáfu FM25 stefndum við á að skapa stærstu tæknilegu og sjónrænu framþróun fyrir leikjaröðina um árabil, og leggja grunninn að nýjum tímum,“ segir í yfirlýsingu frá framleiðendum leiksins. „Vegna fjölda áskorana sem við höfum rætt opinberlega og annarra sem var erfitt að sjá fyrir, höfum við ekki náð markmiðum okkar á nægilega mörgum sviðum leiksins, þrátt fyrir mikla vinnu teymis okkar,“ „Við biðjumst innilega afsökunar á að hafa brugðist ykkur,“ segir einnig í tilkynningunni. Hana má sjá í heild að neðan. Allt púður verður nú sett í að framleiða Football Manager 2026 sem kemur þá að líkindum út á vetrarmánuðum í lok þessa árs.
Leikjavísir Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira