Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Opna landamærin fyrir bólusetta 8. nóvember

Bandarísku landamærin verða opnuð fyrir öllum bólusettum þann 8. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu en landamærin hafa lengið verið lokuð ferðamönnum. 

Erlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand.

Innlent
Fréttamynd

Óttast skort á vetrar­dekkjum á landinu

Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrar­dekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jóns­sonar, markaðs- og birgða­stjóra Dekkja­hallarinnar. Flestir dekkja­salar landsins hafa lent í ein­hverjum vand­ræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annað­hvort seint eða ekki.

Neytendur
Fréttamynd

Íbúar á Hlíð aftur í sóttkví

Íbúar á Víðihlíð eru nú komnir í sóttkví ásamt þremur starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá starfsmanni í dag, fimmtudag. Íbúar á Víðihlíð þurftu síðast að fara í sóttkví fyrir tveimur vikum síðast.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi

Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæla aflífun dýra hverra eigendur hafa greinst með Covid-19

Yfir 150 þúsund manns í Víetnam hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að þarlend yfirvöld hætti að drepa dýr af ótta við smithættu vegna Covid-19. Undirskriftasöfnuninni var hrundið af stað eftir að tólf gæludýr pars sem greindist með sjúkdóminn voru drepin á meðan þau dvöldu á spítala.

Erlent
Fréttamynd

Skikkuð í sóttkví í Bretlandi þrátt fyrir að hún sé fullbólusett

Ung íslensk kona er á meðal fjölda erlendra háskólanema á heimavist í Cambridge á Englandi sem hefur verið settur í sóttkví vegna smits sem kom upp þar. Hún þarf að vera tíu daga í sóttkví þrátt fyrir að hún sé bólusett og breskar reglur segi að bólusettir þurfi ekki að fara í sóttkví í tilvikum sem þessum.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalinn bíður einnig eftir svörum

Sóttvarnalæknir er ekki eini sem bíður eftir svörum frá Landspítalanum. Forstjóri spítalans segist sjálf þurfa svör við ákveðnum spurningum áður en næstu skref verða tekin.

Innlent
Fréttamynd

Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt

Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Co­vid-tölurnar fram­vegis birtar klukkan 13

Tölfræðisíðan covid.is, sem heldur utan um tölfræði um alls sem við kemur kórónuveirusmium, innlögnum á sjúkrahús vegna Covid-19 og fleira, verður framvegis uppfærð klukkan 13 alla virka daga. Síðan hefur til þessa verið uppfærð klukkan 11.

Innlent
Fréttamynd

36 greindust innan­lands

36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 56 prósent. Sextán voru utan sóttkvíar, eða 44 prósent.

Innlent