Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 11:39 Katrín Jakobsdóttir telur heilbrigðisráðherra hafa valið skynsömustu leiðina í afléttingum sóttvarnaaðgerða. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir kynnti afléttingu sóttvarnaráðstafana að loknum fundinum en í þeim felst tveggja skrefa aflétting: sú fyrsta nú á miðnætti og allsherjaraflétting eftir fjórar vikur að öllu óbreyttu. Katrín segir að ágætur hljómgrunnur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um afléttingu samkomutakmarkana. „Hljómgrunnurinn var ágætur, það er algjör samstaða um það að við eigum að stefna í átt að afléttingum. Það eru kannski einhver mismunandi sjónarmið uppi um hversu hratt eigi að fara,“ segir Katrín. Hún telur heilbrigðisráðherra hafa valið skynsömustu leiðina. „Ég tel að heilbrigðisráðherra sé að velja skynsamlegustu leiðina og gerir þetta í skrefum og mér finnst það mjög eðlileg leið í ljósi þess lærdóms sem við höfum dregið af því þegar við fórum í allsherjarafléttingar í einu hér fyrir nokkrum mánuðum. Þannig að mér finnst þetta bara skynsamlegt.“ Hún telur óhætt að stíga skrefið þrátt fyrir fjölgun smita í nágrannalöndunum og stöðu á Landspítala. „Lærdómurinn af undanförnum mánuðum er kannski sá að við höfum verið að sjá töluvert mörg sem smitast en um leið erum við að sjá að bólusetningin er að veita mjög góða vörn gagnvart alvarlegum veikindum og spítalainnlögnum. Þannig að ég tel það óhætt að stíga þetta skref en auðvitað verður aldrei ítrekað nægjanlega að fólk verður líka að sinna áfram þessum persónulegu stóttvörnum.“ „Við sjáum að veiran er enn á ferðinni í heiminum og ég held að við verðum að vera meðvituð um það að hún getur verið ófyrirsjáanleg og ég minni á það að það eru líka áfram ráðstafanir á landamærum og þær voru meðal annars settar á til að veita okkur vörn gagnvart nýjum afbrigðum veirunnar. Ég held að við eigum eftir að ræða þau mál áfram,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir kynnti afléttingu sóttvarnaráðstafana að loknum fundinum en í þeim felst tveggja skrefa aflétting: sú fyrsta nú á miðnætti og allsherjaraflétting eftir fjórar vikur að öllu óbreyttu. Katrín segir að ágætur hljómgrunnur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um afléttingu samkomutakmarkana. „Hljómgrunnurinn var ágætur, það er algjör samstaða um það að við eigum að stefna í átt að afléttingum. Það eru kannski einhver mismunandi sjónarmið uppi um hversu hratt eigi að fara,“ segir Katrín. Hún telur heilbrigðisráðherra hafa valið skynsömustu leiðina. „Ég tel að heilbrigðisráðherra sé að velja skynsamlegustu leiðina og gerir þetta í skrefum og mér finnst það mjög eðlileg leið í ljósi þess lærdóms sem við höfum dregið af því þegar við fórum í allsherjarafléttingar í einu hér fyrir nokkrum mánuðum. Þannig að mér finnst þetta bara skynsamlegt.“ Hún telur óhætt að stíga skrefið þrátt fyrir fjölgun smita í nágrannalöndunum og stöðu á Landspítala. „Lærdómurinn af undanförnum mánuðum er kannski sá að við höfum verið að sjá töluvert mörg sem smitast en um leið erum við að sjá að bólusetningin er að veita mjög góða vörn gagnvart alvarlegum veikindum og spítalainnlögnum. Þannig að ég tel það óhætt að stíga þetta skref en auðvitað verður aldrei ítrekað nægjanlega að fólk verður líka að sinna áfram þessum persónulegu stóttvörnum.“ „Við sjáum að veiran er enn á ferðinni í heiminum og ég held að við verðum að vera meðvituð um það að hún getur verið ófyrirsjáanleg og ég minni á það að það eru líka áfram ráðstafanir á landamærum og þær voru meðal annars settar á til að veita okkur vörn gagnvart nýjum afbrigðum veirunnar. Ég held að við eigum eftir að ræða þau mál áfram,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52