Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 11:39 Katrín Jakobsdóttir telur heilbrigðisráðherra hafa valið skynsömustu leiðina í afléttingum sóttvarnaaðgerða. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir kynnti afléttingu sóttvarnaráðstafana að loknum fundinum en í þeim felst tveggja skrefa aflétting: sú fyrsta nú á miðnætti og allsherjaraflétting eftir fjórar vikur að öllu óbreyttu. Katrín segir að ágætur hljómgrunnur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um afléttingu samkomutakmarkana. „Hljómgrunnurinn var ágætur, það er algjör samstaða um það að við eigum að stefna í átt að afléttingum. Það eru kannski einhver mismunandi sjónarmið uppi um hversu hratt eigi að fara,“ segir Katrín. Hún telur heilbrigðisráðherra hafa valið skynsömustu leiðina. „Ég tel að heilbrigðisráðherra sé að velja skynsamlegustu leiðina og gerir þetta í skrefum og mér finnst það mjög eðlileg leið í ljósi þess lærdóms sem við höfum dregið af því þegar við fórum í allsherjarafléttingar í einu hér fyrir nokkrum mánuðum. Þannig að mér finnst þetta bara skynsamlegt.“ Hún telur óhætt að stíga skrefið þrátt fyrir fjölgun smita í nágrannalöndunum og stöðu á Landspítala. „Lærdómurinn af undanförnum mánuðum er kannski sá að við höfum verið að sjá töluvert mörg sem smitast en um leið erum við að sjá að bólusetningin er að veita mjög góða vörn gagnvart alvarlegum veikindum og spítalainnlögnum. Þannig að ég tel það óhætt að stíga þetta skref en auðvitað verður aldrei ítrekað nægjanlega að fólk verður líka að sinna áfram þessum persónulegu stóttvörnum.“ „Við sjáum að veiran er enn á ferðinni í heiminum og ég held að við verðum að vera meðvituð um það að hún getur verið ófyrirsjáanleg og ég minni á það að það eru líka áfram ráðstafanir á landamærum og þær voru meðal annars settar á til að veita okkur vörn gagnvart nýjum afbrigðum veirunnar. Ég held að við eigum eftir að ræða þau mál áfram,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir kynnti afléttingu sóttvarnaráðstafana að loknum fundinum en í þeim felst tveggja skrefa aflétting: sú fyrsta nú á miðnætti og allsherjaraflétting eftir fjórar vikur að öllu óbreyttu. Katrín segir að ágætur hljómgrunnur hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um afléttingu samkomutakmarkana. „Hljómgrunnurinn var ágætur, það er algjör samstaða um það að við eigum að stefna í átt að afléttingum. Það eru kannski einhver mismunandi sjónarmið uppi um hversu hratt eigi að fara,“ segir Katrín. Hún telur heilbrigðisráðherra hafa valið skynsömustu leiðina. „Ég tel að heilbrigðisráðherra sé að velja skynsamlegustu leiðina og gerir þetta í skrefum og mér finnst það mjög eðlileg leið í ljósi þess lærdóms sem við höfum dregið af því þegar við fórum í allsherjarafléttingar í einu hér fyrir nokkrum mánuðum. Þannig að mér finnst þetta bara skynsamlegt.“ Hún telur óhætt að stíga skrefið þrátt fyrir fjölgun smita í nágrannalöndunum og stöðu á Landspítala. „Lærdómurinn af undanförnum mánuðum er kannski sá að við höfum verið að sjá töluvert mörg sem smitast en um leið erum við að sjá að bólusetningin er að veita mjög góða vörn gagnvart alvarlegum veikindum og spítalainnlögnum. Þannig að ég tel það óhætt að stíga þetta skref en auðvitað verður aldrei ítrekað nægjanlega að fólk verður líka að sinna áfram þessum persónulegu stóttvörnum.“ „Við sjáum að veiran er enn á ferðinni í heiminum og ég held að við verðum að vera meðvituð um það að hún getur verið ófyrirsjáanleg og ég minni á það að það eru líka áfram ráðstafanir á landamærum og þær voru meðal annars settar á til að veita okkur vörn gagnvart nýjum afbrigðum veirunnar. Ég held að við eigum eftir að ræða þau mál áfram,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52