Vilja að Bolsonaro verði ákærður fyrir morð Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2021 23:24 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. AP/Eraldo Peres Brasilískir öldungadeildarþingmenn segja að ákæra ætti Jair Bolsonaro, forseta landsins, vegna fjölda dauðsfalla sökum Covid-19. Meðal annars ætti að ákæra hann fyrir morð fyrir að ákvarðanir sem leiddu til aukinnar útbreiðslu Covid í Brasilíu. Ein alvarlegasta ásökunin gegn Bolsonaro snýr að því að hann hafi vísvitandi dregið lappirnar í því að kaupa bóluefni og vegna þessa hafi þúsundir dáið. Hann hafi fyrst fengið tækifæri til að kaupa bóluefni í júlí 2020 en hafi ekki gert það fyrr en í janúar. Meira en 600 þúsund manns eru látnir í Brasilíu vegna Covid-19, svo vitað sé. Í bráðabirgðaskýrslu öldungadeildarinnar, sem fjölmiðlar ytra hafa birt, segir að forsetinn beri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar voru í ríkisstjórn hans. Í frétt Guardian segir að skýrslan gæti komið niður á Bolsonaro en um hálft ár er í næstu þingkosningar í Brasilíu. Þá hafa bandamenn hans og embættismenn verið dregnir af þingmönnum fyrir myndavélar á nefndarfundum og mikil reiði sé í garð ríkisstjórnar Bolsonaro. Bolsonaro hefur ítrekað verið gagnrýndur af heilbrigðissérfræðingum fyrir að vera mótfallinn sóttvarnaraðgerðum og neita að bera grímu, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur þar að auki hvatt fólk til að notast við lyf eins og malaríulyfið hydroxychloroquine, sem ekki hefur verið sannað að virki gegn Covid. Öldungadeildin hefur ekki samþykkt skýrsluna og henni gæti verið breytt. Bolsonaro sjálfur sagði í dag að hann liti á rannsókn þingsins sem brandara og hefði engar áhyggjur af henni. Forsetinn þarf í raun ekki að hafa áhyggjur því líkur á því að hann verði færður fyrir dómara eru litlar sem engar. Sérstaklega á meðan hann situr í embætti. Jafnvel þó þingið samþykkti að ákæra hann væri lokaákvörðunin í höndum ríkissaksóknara Brasilíu, sem er skipaður af Bolsonaro. Forsetakosningar verða haldnar á næsta ári og enn sem komið er sýna kannanir að Bolsonaro bíður erfið barátta. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans er vitað til þess að minnst 603.855 manns hafa dáið vegna Covid-19 í Brasilíu. Það er næst hæsta talan í heiminum en í Bandaríkjunum hafa 727.907 dáið. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3. október 2021 10:30 Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38 Í skurðaðgerð vegna fylgikvilla hnífstungu árið 2018 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, þarf mögulega í neyðarskurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Hann var lagður inn á hersjúkrahús til aðhlynningar í fyrradag eftir að hafa fundið til í maganum og vera með hiksta í meira en tíu daga. 15. júlí 2021 13:49 Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist. 20. júní 2021 11:08 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ein alvarlegasta ásökunin gegn Bolsonaro snýr að því að hann hafi vísvitandi dregið lappirnar í því að kaupa bóluefni og vegna þessa hafi þúsundir dáið. Hann hafi fyrst fengið tækifæri til að kaupa bóluefni í júlí 2020 en hafi ekki gert það fyrr en í janúar. Meira en 600 þúsund manns eru látnir í Brasilíu vegna Covid-19, svo vitað sé. Í bráðabirgðaskýrslu öldungadeildarinnar, sem fjölmiðlar ytra hafa birt, segir að forsetinn beri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar voru í ríkisstjórn hans. Í frétt Guardian segir að skýrslan gæti komið niður á Bolsonaro en um hálft ár er í næstu þingkosningar í Brasilíu. Þá hafa bandamenn hans og embættismenn verið dregnir af þingmönnum fyrir myndavélar á nefndarfundum og mikil reiði sé í garð ríkisstjórnar Bolsonaro. Bolsonaro hefur ítrekað verið gagnrýndur af heilbrigðissérfræðingum fyrir að vera mótfallinn sóttvarnaraðgerðum og neita að bera grímu, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur þar að auki hvatt fólk til að notast við lyf eins og malaríulyfið hydroxychloroquine, sem ekki hefur verið sannað að virki gegn Covid. Öldungadeildin hefur ekki samþykkt skýrsluna og henni gæti verið breytt. Bolsonaro sjálfur sagði í dag að hann liti á rannsókn þingsins sem brandara og hefði engar áhyggjur af henni. Forsetinn þarf í raun ekki að hafa áhyggjur því líkur á því að hann verði færður fyrir dómara eru litlar sem engar. Sérstaklega á meðan hann situr í embætti. Jafnvel þó þingið samþykkti að ákæra hann væri lokaákvörðunin í höndum ríkissaksóknara Brasilíu, sem er skipaður af Bolsonaro. Forsetakosningar verða haldnar á næsta ári og enn sem komið er sýna kannanir að Bolsonaro bíður erfið barátta. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans er vitað til þess að minnst 603.855 manns hafa dáið vegna Covid-19 í Brasilíu. Það er næst hæsta talan í heiminum en í Bandaríkjunum hafa 727.907 dáið.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3. október 2021 10:30 Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38 Í skurðaðgerð vegna fylgikvilla hnífstungu árið 2018 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, þarf mögulega í neyðarskurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Hann var lagður inn á hersjúkrahús til aðhlynningar í fyrradag eftir að hafa fundið til í maganum og vera með hiksta í meira en tíu daga. 15. júlí 2021 13:49 Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist. 20. júní 2021 11:08 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3. október 2021 10:30
Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38
Í skurðaðgerð vegna fylgikvilla hnífstungu árið 2018 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, þarf mögulega í neyðarskurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Hann var lagður inn á hersjúkrahús til aðhlynningar í fyrradag eftir að hafa fundið til í maganum og vera með hiksta í meira en tíu daga. 15. júlí 2021 13:49
Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist. 20. júní 2021 11:08