„Covid er ekki búið” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2021 12:00 Þórólfur gerði ekki tillögur um grímuskyldu. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldrinum er ekki lokið þrátt fyrir að verið sé að ráðast í umfangsmiklar afléttingar, að sögn sóttvarnalæknis. Hann tekur fram að ekki sé hægt að líta á faraldurinn eins og hefðbundna flensu og segir metfjölda smitaðra í gær áhyggjuefni. „Þetta virðist vera millivegurinn. Það er ekki aflétt öllu og það er bara ákvörðun ríkisstjórnarinnar og ég vona að það muni allt saman ganga vel,” segir Þórólfur Guðnason um þá ákvörðun að draga úr sóttvarnaaðgerðum innanlands. Hins vegar geti afléttingar haft afleiðingar í för með sér. „Auðvitað held ég að afleiðingarnar geti orðið mismunandi ef við afléttum öllu. Þá held ég að við getum fengið það hraðar í bakið – en þetta skýrir sig nokkuð sjálft held ég.” Gríman gagnleg í ákveðnum aðstæðum Þórólfur gerði ekki tillögur um grímuskyldu til ríkisstjórnarinnar, en grímuskylda verður að fullu afnumin á miðnætti. „Ég held að grímur geti verið gagnlegar í ákveðnum aðstæðum en manni sýnist að fólk sé mikið til hætt að nota grímurnar, jafnvel í aðstæðum sem væru ákjósanlegar.” Met var slegið í gær þegar áttatíu manns greindust með Covid19, en ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum degi síðan í ágúst. Þórólfur segir það alltaf áhyggjuefni. „Ég er ansi smeykur yfir því að við séum mögulega að sjá einhverja fjölgun og kúrfuna fara upp á við núna. Það er stóra spurningin. Mun það skila sér í alvarlegum veikindum inn á spítalann, en ég vona svo sannarlega ekki, en það er náttúrulega það sem ég hef haft áhyggjur af,” segir Þórólfur.Tálsýn að faraldrinum sé lokiðAðspurður segir hann að ekki sé komið að þeim tímapunkti sem hægt sé að líta á kórónuveiruna eins og hefðbundna flensu.„Ég held að við séum ekki komin á þann stað. Ég bendi bara á það sem er að gerast í Bretlandi og mörgum stöðum, þar sem Covid19 undanfarið hefur ekki verið eins og venjuleg flensa. Ég hef bent á það að afleiðingarnar af Covid19 í þessari bylgju undanfarið eru svona tíu sinnum meiri en af venjulegri árlegri inflúensu,” segir Þórólfur.„Þannig að Covid er ekki búið, að mínu mati. Það er mörgum sem finnst að þetta sé bara búið en ég held að það sé tálsýn, því miður.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Langt síðan við hættum að horfa sérstaklega á smittölur“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur ekki áhyggjur af því að verið sé að ráðast í afléttingar á samkomutakmörkunum innanlands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í samfélaginu. Áttatíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði. 19. október 2021 11:43 Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. 19. október 2021 11:39 Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
„Þetta virðist vera millivegurinn. Það er ekki aflétt öllu og það er bara ákvörðun ríkisstjórnarinnar og ég vona að það muni allt saman ganga vel,” segir Þórólfur Guðnason um þá ákvörðun að draga úr sóttvarnaaðgerðum innanlands. Hins vegar geti afléttingar haft afleiðingar í för með sér. „Auðvitað held ég að afleiðingarnar geti orðið mismunandi ef við afléttum öllu. Þá held ég að við getum fengið það hraðar í bakið – en þetta skýrir sig nokkuð sjálft held ég.” Gríman gagnleg í ákveðnum aðstæðum Þórólfur gerði ekki tillögur um grímuskyldu til ríkisstjórnarinnar, en grímuskylda verður að fullu afnumin á miðnætti. „Ég held að grímur geti verið gagnlegar í ákveðnum aðstæðum en manni sýnist að fólk sé mikið til hætt að nota grímurnar, jafnvel í aðstæðum sem væru ákjósanlegar.” Met var slegið í gær þegar áttatíu manns greindust með Covid19, en ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum degi síðan í ágúst. Þórólfur segir það alltaf áhyggjuefni. „Ég er ansi smeykur yfir því að við séum mögulega að sjá einhverja fjölgun og kúrfuna fara upp á við núna. Það er stóra spurningin. Mun það skila sér í alvarlegum veikindum inn á spítalann, en ég vona svo sannarlega ekki, en það er náttúrulega það sem ég hef haft áhyggjur af,” segir Þórólfur.Tálsýn að faraldrinum sé lokiðAðspurður segir hann að ekki sé komið að þeim tímapunkti sem hægt sé að líta á kórónuveiruna eins og hefðbundna flensu.„Ég held að við séum ekki komin á þann stað. Ég bendi bara á það sem er að gerast í Bretlandi og mörgum stöðum, þar sem Covid19 undanfarið hefur ekki verið eins og venjuleg flensa. Ég hef bent á það að afleiðingarnar af Covid19 í þessari bylgju undanfarið eru svona tíu sinnum meiri en af venjulegri árlegri inflúensu,” segir Þórólfur.„Þannig að Covid er ekki búið, að mínu mati. Það er mörgum sem finnst að þetta sé bara búið en ég held að það sé tálsýn, því miður.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Langt síðan við hættum að horfa sérstaklega á smittölur“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur ekki áhyggjur af því að verið sé að ráðast í afléttingar á samkomutakmörkunum innanlands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í samfélaginu. Áttatíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði. 19. október 2021 11:43 Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. 19. október 2021 11:39 Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
„Langt síðan við hættum að horfa sérstaklega á smittölur“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur ekki áhyggjur af því að verið sé að ráðast í afléttingar á samkomutakmörkunum innanlands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í samfélaginu. Áttatíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði. 19. október 2021 11:43
Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. 19. október 2021 11:39
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent