Colin Powell látinn vegna Covid-19 Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2021 12:17 Colin Powell var fyrsti þeldökki utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann gegndi herþjónustu og særðist í Víetnam og varð síðar æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjanna. Vísir/EPA Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. Fjölskylda Powell greindi frá andláti hans á Facebook í morgun, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Hann gegndi embætti utanríkisráðherra í forsetatíð repúblikanans Georges W. Bush frá 2001 til 2005. Powell lætur eftir sig eiginkonu til sex áratuga og þrjú uppkomin börn. Áður en Powell tók sæti í ríkisstjórn var hann formaður hershöfðingaráðs Bandaríkjanna. Hann var einnig fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna því embætti. Naut hann mikilla vinsælda bandarísks almennings eftir fyrra Persaflóastríðið árið 1991. Hann var einnig þjóðaröryggisráðgjafi Ronalds Regan undir lok kalda stríðsins og stýrði innrás Bandaríkjahers í Panama árið 1989. Innrásin í Írak „blettur“ á ferlinum Aðdragandi seinna Íraksstríðsins setti svartan blett á feril Powell sem hann viðurkenndi sjálfur. Ríkisstjórn Bush reri að því öllum árum að ráðast inn í Írak og beitti fyrir sig röngum og gölluðum upplýsingum frá leyniþjónustunni til að rökstyðja innrás. Nýtti hún sér trúverðugleika Powell á meðal almennings til þess að berja stríðsbumbur. Powell verður þannig líklega einna helst minnst fyrir kynningu sína til stuðnings innrásar á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúar árið 2003, rétt áður en Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak í mars. Í kynningunni fullyrti Powell meðal annars að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir færanlegri efnavopnaverksmiðju og að hann gæti beitt gereyðingarvopnum gegn nágrönnum sínum og heimsbyggðinni. Enginn fótur reyndist fyrir þeim ásökunum en þær byggðu nær alfarið á fullyrðingum íraks flóttamanns sem laug því að hann hefði unnið við verksmiðjurnar. Powell sagði skilið við stjórn Bush eftir fyrra kjöratímabil hans. Í síðari tíð varð hann afhuga Repúblikanaflokknum eftir að flokkurinn færði sig lengra út á hægri jaðar bandarískra stjórnmála. Studdi hann meðal annars Barack Obama í forsetakosningunum árið 2008. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherrann í ríkisstjórn Bush, lést í júní. Hann var einn af helstu hvatamönnum innrásarinnar í Írak árið 2003. Powell er sagður hafa talað gegn innrásinni við Bush forseta en að hann hafi þurft að lúta í lægra hald fyrir Rumsfeld og Dick Cheney, varaforseta. George W. og Laura Bush sendu frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá andláti Powell þar sem þau sögðust afar hrygg yfir tíðindunum. Powell hafi verið mætur þjónn almennings sem naut mikillar virðingar heima fyrir og erlendis. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Írak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Fjölskylda Powell greindi frá andláti hans á Facebook í morgun, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Hann gegndi embætti utanríkisráðherra í forsetatíð repúblikanans Georges W. Bush frá 2001 til 2005. Powell lætur eftir sig eiginkonu til sex áratuga og þrjú uppkomin börn. Áður en Powell tók sæti í ríkisstjórn var hann formaður hershöfðingaráðs Bandaríkjanna. Hann var einnig fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna því embætti. Naut hann mikilla vinsælda bandarísks almennings eftir fyrra Persaflóastríðið árið 1991. Hann var einnig þjóðaröryggisráðgjafi Ronalds Regan undir lok kalda stríðsins og stýrði innrás Bandaríkjahers í Panama árið 1989. Innrásin í Írak „blettur“ á ferlinum Aðdragandi seinna Íraksstríðsins setti svartan blett á feril Powell sem hann viðurkenndi sjálfur. Ríkisstjórn Bush reri að því öllum árum að ráðast inn í Írak og beitti fyrir sig röngum og gölluðum upplýsingum frá leyniþjónustunni til að rökstyðja innrás. Nýtti hún sér trúverðugleika Powell á meðal almennings til þess að berja stríðsbumbur. Powell verður þannig líklega einna helst minnst fyrir kynningu sína til stuðnings innrásar á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúar árið 2003, rétt áður en Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak í mars. Í kynningunni fullyrti Powell meðal annars að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir færanlegri efnavopnaverksmiðju og að hann gæti beitt gereyðingarvopnum gegn nágrönnum sínum og heimsbyggðinni. Enginn fótur reyndist fyrir þeim ásökunum en þær byggðu nær alfarið á fullyrðingum íraks flóttamanns sem laug því að hann hefði unnið við verksmiðjurnar. Powell sagði skilið við stjórn Bush eftir fyrra kjöratímabil hans. Í síðari tíð varð hann afhuga Repúblikanaflokknum eftir að flokkurinn færði sig lengra út á hægri jaðar bandarískra stjórnmála. Studdi hann meðal annars Barack Obama í forsetakosningunum árið 2008. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherrann í ríkisstjórn Bush, lést í júní. Hann var einn af helstu hvatamönnum innrásarinnar í Írak árið 2003. Powell er sagður hafa talað gegn innrásinni við Bush forseta en að hann hafi þurft að lúta í lægra hald fyrir Rumsfeld og Dick Cheney, varaforseta. George W. og Laura Bush sendu frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá andláti Powell þar sem þau sögðust afar hrygg yfir tíðindunum. Powell hafi verið mætur þjónn almennings sem naut mikillar virðingar heima fyrir og erlendis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Írak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira