Colin Powell látinn vegna Covid-19 Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2021 12:17 Colin Powell var fyrsti þeldökki utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann gegndi herþjónustu og særðist í Víetnam og varð síðar æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjanna. Vísir/EPA Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. Fjölskylda Powell greindi frá andláti hans á Facebook í morgun, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Hann gegndi embætti utanríkisráðherra í forsetatíð repúblikanans Georges W. Bush frá 2001 til 2005. Powell lætur eftir sig eiginkonu til sex áratuga og þrjú uppkomin börn. Áður en Powell tók sæti í ríkisstjórn var hann formaður hershöfðingaráðs Bandaríkjanna. Hann var einnig fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna því embætti. Naut hann mikilla vinsælda bandarísks almennings eftir fyrra Persaflóastríðið árið 1991. Hann var einnig þjóðaröryggisráðgjafi Ronalds Regan undir lok kalda stríðsins og stýrði innrás Bandaríkjahers í Panama árið 1989. Innrásin í Írak „blettur“ á ferlinum Aðdragandi seinna Íraksstríðsins setti svartan blett á feril Powell sem hann viðurkenndi sjálfur. Ríkisstjórn Bush reri að því öllum árum að ráðast inn í Írak og beitti fyrir sig röngum og gölluðum upplýsingum frá leyniþjónustunni til að rökstyðja innrás. Nýtti hún sér trúverðugleika Powell á meðal almennings til þess að berja stríðsbumbur. Powell verður þannig líklega einna helst minnst fyrir kynningu sína til stuðnings innrásar á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúar árið 2003, rétt áður en Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak í mars. Í kynningunni fullyrti Powell meðal annars að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir færanlegri efnavopnaverksmiðju og að hann gæti beitt gereyðingarvopnum gegn nágrönnum sínum og heimsbyggðinni. Enginn fótur reyndist fyrir þeim ásökunum en þær byggðu nær alfarið á fullyrðingum íraks flóttamanns sem laug því að hann hefði unnið við verksmiðjurnar. Powell sagði skilið við stjórn Bush eftir fyrra kjöratímabil hans. Í síðari tíð varð hann afhuga Repúblikanaflokknum eftir að flokkurinn færði sig lengra út á hægri jaðar bandarískra stjórnmála. Studdi hann meðal annars Barack Obama í forsetakosningunum árið 2008. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherrann í ríkisstjórn Bush, lést í júní. Hann var einn af helstu hvatamönnum innrásarinnar í Írak árið 2003. Powell er sagður hafa talað gegn innrásinni við Bush forseta en að hann hafi þurft að lúta í lægra hald fyrir Rumsfeld og Dick Cheney, varaforseta. George W. og Laura Bush sendu frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá andláti Powell þar sem þau sögðust afar hrygg yfir tíðindunum. Powell hafi verið mætur þjónn almennings sem naut mikillar virðingar heima fyrir og erlendis. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Írak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Fjölskylda Powell greindi frá andláti hans á Facebook í morgun, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Hann gegndi embætti utanríkisráðherra í forsetatíð repúblikanans Georges W. Bush frá 2001 til 2005. Powell lætur eftir sig eiginkonu til sex áratuga og þrjú uppkomin börn. Áður en Powell tók sæti í ríkisstjórn var hann formaður hershöfðingaráðs Bandaríkjanna. Hann var einnig fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna því embætti. Naut hann mikilla vinsælda bandarísks almennings eftir fyrra Persaflóastríðið árið 1991. Hann var einnig þjóðaröryggisráðgjafi Ronalds Regan undir lok kalda stríðsins og stýrði innrás Bandaríkjahers í Panama árið 1989. Innrásin í Írak „blettur“ á ferlinum Aðdragandi seinna Íraksstríðsins setti svartan blett á feril Powell sem hann viðurkenndi sjálfur. Ríkisstjórn Bush reri að því öllum árum að ráðast inn í Írak og beitti fyrir sig röngum og gölluðum upplýsingum frá leyniþjónustunni til að rökstyðja innrás. Nýtti hún sér trúverðugleika Powell á meðal almennings til þess að berja stríðsbumbur. Powell verður þannig líklega einna helst minnst fyrir kynningu sína til stuðnings innrásar á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúar árið 2003, rétt áður en Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak í mars. Í kynningunni fullyrti Powell meðal annars að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir færanlegri efnavopnaverksmiðju og að hann gæti beitt gereyðingarvopnum gegn nágrönnum sínum og heimsbyggðinni. Enginn fótur reyndist fyrir þeim ásökunum en þær byggðu nær alfarið á fullyrðingum íraks flóttamanns sem laug því að hann hefði unnið við verksmiðjurnar. Powell sagði skilið við stjórn Bush eftir fyrra kjöratímabil hans. Í síðari tíð varð hann afhuga Repúblikanaflokknum eftir að flokkurinn færði sig lengra út á hægri jaðar bandarískra stjórnmála. Studdi hann meðal annars Barack Obama í forsetakosningunum árið 2008. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherrann í ríkisstjórn Bush, lést í júní. Hann var einn af helstu hvatamönnum innrásarinnar í Írak árið 2003. Powell er sagður hafa talað gegn innrásinni við Bush forseta en að hann hafi þurft að lúta í lægra hald fyrir Rumsfeld og Dick Cheney, varaforseta. George W. og Laura Bush sendu frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá andláti Powell þar sem þau sögðust afar hrygg yfir tíðindunum. Powell hafi verið mætur þjónn almennings sem naut mikillar virðingar heima fyrir og erlendis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Írak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent