Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Staða fram­halds­skóla­nema á tímum heims­far­aldurs

Óhætt er að segja að staða framhaldsskólanema síðustu vikur og mánuði í þeim heimsfaraldri sem nú geisar sé á engan hátt öfundsverð. Ár sem við mörg hver þekkjum sem þau minnisstæðustu og skemmtilegustu þegar horft er í baksýnisspegilinn.

Skoðun
Fréttamynd

Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði.

Körfubolti
Fréttamynd

Víðir nýtur fyllsta trausts Katrínar og Svandísar

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Víðir lýsti gestagangi á heimili sínu í aðdraganda þess að hann greindist smitaður af Covid-19 á dögunum. Nokkur gagnrýni hefur verið í samfélaginu og háværar raddir um að Víðir hafi ekki fylgt eigin fyrirmælum miðað við frásögn hans.

Innlent
Fréttamynd

Frumsýna myndbandið við lagið Jól eins og áður

Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna og leikara frumsýna í dag lagið Jól eins og áður. Lagið er eftir Gretu Salóme og Bjarka Bomarz Ómarsson en hann sá einnig um upptökustjórn. Ásamt Gretu Salóme koma fram þau Sverrir Bergmann, Sigga Beinteins, KK, DJ Muscleboy, Jón Gnarr, Ragnheiður Gröndal, Aron Mola, Birgir Steinn og Katrín Halldóra.

Tónlist
Fréttamynd

Telur heilkennið ekki endilega ástæðu til að bólusetja öll börn

Ekkert barn hefur greinst með svokallað bráðabólguheilkenni í kjölfar kórónuveirunnar hér á landi, en tilfellum hefur fjölgað erlendis. Heilkennið getur verið lífshættulegt en barnalæknir segir það þó ekki endilega vera ástæðu til að bólusetja börn við kórónuveirunni líkt og sakir standa.

Innlent
Fréttamynd

Óskastaðan að lágmarksfjöldi yrði hækkaður í tuttugu

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, kallar eftir því að lágmarksfjöldi í verslunum verði hækkaður upp í tuttugu og að stærri verslanir fái heimild til að taka á móti allt að hundrað manns í einu. „Það er staða sem við getum auðveldlega lifað með til jóla,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pálínuboðin varasöm vegna hættu á snertismiti

Almannavarnir og embætti landlæknis ráða Íslendingum frá því að halda og mæta í svokölluð „Pálínuboð“ og hlaðborð á aðventunni. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hættu á snertismiti kórónuveirunnar í slíkum boðum og tilmælunum ætlað að minnka líkur á því. Hann kveðst vona að fólk hafi haldið að sér höndum í samkomum um nýliðna helgi og það skili sér í smittölum þegar líður á vikuna.

Innlent
Fréttamynd

Fólk hafi meginmarkmið sóttvarna í huga í desember

Horfa verður til meginmarkmiða sóttvarnaaðgerða þegar ákvarðanir eru teknar um mannamót í desember, frekar en einstaka regla. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en yfirvöld hafa hvatt fólk til að velja sér „jólavini“ til að draga úr smithættu.

Innlent
Fréttamynd

Landsmenn hvattir til að velja sér jólavini

Landsmenn eru hvattir til að velja sér jólavini fyrir aðventuna, þ.e. hverja eigi að hitta yfir hátíðarar. Best er að plana heimboð með góðum fyrirvara. Þá eigi að takmarka fjölda fólks í eldhúsinu.

Innlent