Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. desember 2020 12:28 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það geti reynst mjög erfitt að ætla að bjóða fólki upp á val þegar kemur að því hvaða bóluefni gegn Covid-19 það fær. Vísir/Vilhelm Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. Það liggur ekki fyrir þótt Breska lyfjaeftirlitið hafi nú heimilað notkun á bóluefni Pfizer og BioNTech. Pfizer hefur sótt um markaðsleyfi fyrir bóluefninu hjá Lyfjastofnun Evrópu. Lyfjafyrirtækið Moderna hefur gert slíkt hið sama. „Þetta er bara til skoðunar úti í Evrópu og ég held að allir séu að flýta sér eins og mögulegt. Þegar það er komið sjáum við betur hvar við stöndum gagnvart Pfizer og hvað við fáum mikið af skömmtum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segist ekki vita hvaða bóluefni muni fyrst fá samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu, hvort það verði Pfizer eða eitthvað annað. Þá sé enn ekki hægt að nefna neina ákveðna viku eða dagsetningu varðandi það hvenær bóluesetning hefst hérlendis. Aðspurður hvort fólki muni geti valið hvaða bóluefni það fær ef nokkur bóluefni verða í boði segir Þórólfur að það geti reynst mjög erfitt að bjóða upp á slíkt val. „Nei, það getur reynst mjög erfitt vegna þess að sum af þessum bóluefnum eru mjög erfið í flutningi og erfið í geymslu. Þannig að það verður kannski bara hægt að nota þau á ákveðnum stöðum því að við getum sennilega ekki flutt þau mikið út um land og á minni staðir. Svo þurfum við líka að taka tillit til hvað rannsóknarniðurstöður á þessum bóluefnum segja, á hvernig hópum þau hafa verið rannsökuð og svo framvegis þannig að ég geri ráð fyrir því að það verði mjög erfitt að standa í þeim sporum að bjóða fólki upp á mismunandi tegundir af bóluefni,“ segir Þórólfur. Rannsóknir á bóluefnum Pfizer og Moderna gefa til kynna að þau veiti 95% vörn gegn Covid-19. Bóluefni AstraZeneca er einnig komið langt í þróun en fyrstu niðurstöður rannsókna á því gefa til kynna 70% vörn gegn Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Það liggur ekki fyrir þótt Breska lyfjaeftirlitið hafi nú heimilað notkun á bóluefni Pfizer og BioNTech. Pfizer hefur sótt um markaðsleyfi fyrir bóluefninu hjá Lyfjastofnun Evrópu. Lyfjafyrirtækið Moderna hefur gert slíkt hið sama. „Þetta er bara til skoðunar úti í Evrópu og ég held að allir séu að flýta sér eins og mögulegt. Þegar það er komið sjáum við betur hvar við stöndum gagnvart Pfizer og hvað við fáum mikið af skömmtum,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann segist ekki vita hvaða bóluefni muni fyrst fá samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu, hvort það verði Pfizer eða eitthvað annað. Þá sé enn ekki hægt að nefna neina ákveðna viku eða dagsetningu varðandi það hvenær bóluesetning hefst hérlendis. Aðspurður hvort fólki muni geti valið hvaða bóluefni það fær ef nokkur bóluefni verða í boði segir Þórólfur að það geti reynst mjög erfitt að bjóða upp á slíkt val. „Nei, það getur reynst mjög erfitt vegna þess að sum af þessum bóluefnum eru mjög erfið í flutningi og erfið í geymslu. Þannig að það verður kannski bara hægt að nota þau á ákveðnum stöðum því að við getum sennilega ekki flutt þau mikið út um land og á minni staðir. Svo þurfum við líka að taka tillit til hvað rannsóknarniðurstöður á þessum bóluefnum segja, á hvernig hópum þau hafa verið rannsökuð og svo framvegis þannig að ég geri ráð fyrir því að það verði mjög erfitt að standa í þeim sporum að bjóða fólki upp á mismunandi tegundir af bóluefni,“ segir Þórólfur. Rannsóknir á bóluefnum Pfizer og Moderna gefa til kynna að þau veiti 95% vörn gegn Covid-19. Bóluefni AstraZeneca er einnig komið langt í þróun en fyrstu niðurstöður rannsókna á því gefa til kynna 70% vörn gegn Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira