Kvikmyndir Warner Bros. frumsýndar í kvikmyndahúsum og á streymisveitum samtímis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 19:51 Wonder Woman 1984 verður frumsýnd á HBO Max og í kvikmyndahúsum vestanhafs á jóladag. Getty/Alexandre Schneider Allar 17 kvikmyndirnar sem kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. ætlar að frumsýna á næsta ári verða frumsýndar samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitunni HBO Max. Meðal myndanna sem stendur til að frumsýna á næsta ári eru Suicide Squad 2, Godzilla vs. Kong, Dune og The Matrix 4. Í tilkynningu frá framleiðslufyrirtækinu kemur fram að stór ástæða þess að kvikmyndirnar verði ekki aðeins sýndar í kvikmyndahúsum til að byrja með, eins og venjan er, sé kórónuveirufaraldurinn. Þó að bóluefni verði tilbúið og komið í mikla dreifingu telur fyrirtækið að fólk muni ekki fara að sækja kvikmyndahús í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Aðrir kvikmyndaframleiðendur hafa haldið í vonina að fólk verði farið að sækja kvikmyndahús mun fyrr en Warner Bros. telur að kvikmyndahús muni starfa takmarkað á fyrstu mánuðum ársins. Úr kvikmyndinni Dune sem frumsýnd verður á næsta ári. vísir Til stendur að þessi aðferð við frumsýningu kvikmynda frá fyrirtækinu verði aðeins í gildi árið 2021 en í frétt New York Times er bent á að ólíklet sé að það verði möguleiki fyrir fyrirtækið að fara aftur í sama farveg og það var í fyrir faraldurinn. Almenningur verði orðinn vanur því, og muni líklega búast við því, að kvikmyndir verði frumsýndar á streymisveitum samtímis og í kvikmyndahúsum. Því sé ólíklegt að kvikmyndaframleiðendur láti myndir einungis vera í sýningu í kvikmyndahúsum í einn og hálfan mánuð líkt og tíðkast hefur hingað til. Áhorfendur munu þó ekki þurfa að bíða eftir því að myndir fyrirtækisins verði frumsýndar á sama tíma í kvikmyndahúsum og á streymisveitum þar til eftir áramót. Til stendur að kvikmyndin Wonder Woman 1984 verði frumsýnd í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á jóladag. Kvikmyndirnar 17 frá Warner Bros., sem frumsýndar verða á næsta ári, munu þó fara í hefðbundna frumsýningu í kvikmyndahúsum eingöngu í löndum þar sem HBO Max er ekki í boði. Hollywood Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. 13. október 2020 09:34 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Meðal myndanna sem stendur til að frumsýna á næsta ári eru Suicide Squad 2, Godzilla vs. Kong, Dune og The Matrix 4. Í tilkynningu frá framleiðslufyrirtækinu kemur fram að stór ástæða þess að kvikmyndirnar verði ekki aðeins sýndar í kvikmyndahúsum til að byrja með, eins og venjan er, sé kórónuveirufaraldurinn. Þó að bóluefni verði tilbúið og komið í mikla dreifingu telur fyrirtækið að fólk muni ekki fara að sækja kvikmyndahús í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Aðrir kvikmyndaframleiðendur hafa haldið í vonina að fólk verði farið að sækja kvikmyndahús mun fyrr en Warner Bros. telur að kvikmyndahús muni starfa takmarkað á fyrstu mánuðum ársins. Úr kvikmyndinni Dune sem frumsýnd verður á næsta ári. vísir Til stendur að þessi aðferð við frumsýningu kvikmynda frá fyrirtækinu verði aðeins í gildi árið 2021 en í frétt New York Times er bent á að ólíklet sé að það verði möguleiki fyrir fyrirtækið að fara aftur í sama farveg og það var í fyrir faraldurinn. Almenningur verði orðinn vanur því, og muni líklega búast við því, að kvikmyndir verði frumsýndar á streymisveitum samtímis og í kvikmyndahúsum. Því sé ólíklegt að kvikmyndaframleiðendur láti myndir einungis vera í sýningu í kvikmyndahúsum í einn og hálfan mánuð líkt og tíðkast hefur hingað til. Áhorfendur munu þó ekki þurfa að bíða eftir því að myndir fyrirtækisins verði frumsýndar á sama tíma í kvikmyndahúsum og á streymisveitum þar til eftir áramót. Til stendur að kvikmyndin Wonder Woman 1984 verði frumsýnd í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á jóladag. Kvikmyndirnar 17 frá Warner Bros., sem frumsýndar verða á næsta ári, munu þó fara í hefðbundna frumsýningu í kvikmyndahúsum eingöngu í löndum þar sem HBO Max er ekki í boði.
Hollywood Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. 13. október 2020 09:34 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. 13. október 2020 09:34
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein