„Mínar björtustu vonir hafa ræst“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 22:02 Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Prófessor í ónæmisfræði vonar að hægt verði að klára að bólusetja fyrstu sex forgangshópa fyrir kórónuveirunni hér á landi í lok febrúar. Hann kveðst himinlifandi yfir fréttum dagsins frá Bretlandi og segir þróun bóluefnis hafa verið í takt við sínar björtustu vonir. Þá segist hann ósamála forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og telur þá forgangsröðun í bólusetningu sem reglugerð heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir skynsamlegustu leiðina. Tilkynnt var í dag að Bretar hefðu heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni, fyrstir þjóða. Breska lyfjaeftirlitið hefur þannig gefið út að bóluefnið sé öruggt og óhætt að nota. Talið er að bólusetning í Bretlandi hjá áhættuhópum geti hafist á allra næstu dögum. Horfir til febrúarloka Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fréttir dagsins frá Bretlandi væru mikið gleðiefni. „Og það mun væntanlega hraða ferlinu, þó að ég þori ekki að lofa því. Svo er sóttvarnalæknir sem að endingu ákveður það hvaða lyf verða notuð og tilhögun á því í samstarfi við Landlæknisembættið,“ sagði Björn. Ísland er ekki stór markaður fyrir bóluefni. Inntur eftir því hvort það væri okkur e.t.v. til góðs, og við gætum þannig byrjað fyrr að bólusetja en önnur ríki, sagði Björn að það væri mjög erfitt. Hann sagðist þó sjá fyrir sér að vonandi yrði hægt að klára að bólusetja fyrstu forgangshópana sex í lok febrúar. „Ég veit ekki hvenær þetta klárast en auðvitað vonar maður að við séum að klára þessa hópa einhvern tímann í febrúar, mars, kannski,“ sagði Björn. Þá kvaðst hann ekkert sjá því til fyrirstöðu að hægt verði að byrja bólusetningu strax og bóluefnið kemur til landsins, líkt og útlit er fyrir að verði gert í Bretlandi. Ráku upp stór augu Björn rifjaði einnig upp að sjálfur hefði hann verið meðal bjartsýnustu manna í vor þegar bóluefni bar á góma. Hann hefði til að mynda velt því upp við samstarfsmenn sín bóluefni yrði jafnvel tilbúið í desember. „Það ráku nú margir upp stór augu og sögðu að það myndi aldrei ganga eftir. Þannig að það má segja það að mínar björtustu vonir hafa ræst og það er stórkostlegt. Það er ofboðslegur sigur fyrir alla sem staðið hafa að þessu, heilbrigðisyfirvöld sem aðra,“ sagði Björn. Ósammála Kára Heilbrigðisráðherra kynnti fyrir helgi þá tíu hópa sem verða í forgangi í bólusetningu hér á landi. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun fá rými til að gera breytingar á uppröðuninni. Samkvæmt reglugerðinni fá starfsmenn á bráðamóttöku og gjörgæsludeildum fyrstir bóluefni. Þar á eftir fá starfsmenn á Covid-19 göngudeildum bóluefni. Fólk 60 ára og eldri er í sjötta forgangshópi. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gerði athugasemdir við þetta í samtali við fréttastofu um helgina. Hann teldi þennan elsta hóp eiga að fara fyrst í bólusetningu. „Mér finnst þetta afskaplega skringilegt vegna þess að þeir sem eru milli 60-70 ára eru með innan við tvö prósent líkur á að deyja ef þeir sýkjast, 75 ára og eldri eru með 8,5% líkur á að deyja og 85 ára og eldri eru um 28% líkur á að deyja,“ sagði Kári. Aðspurður kvaðst Björn ósammála Kára. Uppröðunin samkvæmt reglugerðinni væri skynsamlegasta lausnin. „Ég held að tölurnar í sjálfu sér tali sínu máli. Það sem skiptir svo miklu máli í þessu er að verja heilbrigðiskerfið, að við getum sýnt þessu fólki að það komi ekki upp hættuástand. Þess vegna held ég að þessi forgangsröðun sé mjög skynsamleg. Og er algjörlega ósammála Kára hvað þetta snertir. Þetta er náttúrulega sú stefna sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tekið og Bandaríska heilbrigðisstofnunin og fleiri hafa raunverulega fylgt, þannig að ég held að þetta sé langskynsamlegasta leiðin,“ sagði Björn. Forstjóri Lyfjastofnunar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að raunhæft væri að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. Viðtalið við Börn í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku. 2. desember 2020 20:39 Raunhæft að vænta bóluefnis fyrir alla þjóðina í janúar Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. 2. desember 2020 19:19 Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þá segist hann ósamála forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og telur þá forgangsröðun í bólusetningu sem reglugerð heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir skynsamlegustu leiðina. Tilkynnt var í dag að Bretar hefðu heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni, fyrstir þjóða. Breska lyfjaeftirlitið hefur þannig gefið út að bóluefnið sé öruggt og óhætt að nota. Talið er að bólusetning í Bretlandi hjá áhættuhópum geti hafist á allra næstu dögum. Horfir til febrúarloka Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fréttir dagsins frá Bretlandi væru mikið gleðiefni. „Og það mun væntanlega hraða ferlinu, þó að ég þori ekki að lofa því. Svo er sóttvarnalæknir sem að endingu ákveður það hvaða lyf verða notuð og tilhögun á því í samstarfi við Landlæknisembættið,“ sagði Björn. Ísland er ekki stór markaður fyrir bóluefni. Inntur eftir því hvort það væri okkur e.t.v. til góðs, og við gætum þannig byrjað fyrr að bólusetja en önnur ríki, sagði Björn að það væri mjög erfitt. Hann sagðist þó sjá fyrir sér að vonandi yrði hægt að klára að bólusetja fyrstu forgangshópana sex í lok febrúar. „Ég veit ekki hvenær þetta klárast en auðvitað vonar maður að við séum að klára þessa hópa einhvern tímann í febrúar, mars, kannski,“ sagði Björn. Þá kvaðst hann ekkert sjá því til fyrirstöðu að hægt verði að byrja bólusetningu strax og bóluefnið kemur til landsins, líkt og útlit er fyrir að verði gert í Bretlandi. Ráku upp stór augu Björn rifjaði einnig upp að sjálfur hefði hann verið meðal bjartsýnustu manna í vor þegar bóluefni bar á góma. Hann hefði til að mynda velt því upp við samstarfsmenn sín bóluefni yrði jafnvel tilbúið í desember. „Það ráku nú margir upp stór augu og sögðu að það myndi aldrei ganga eftir. Þannig að það má segja það að mínar björtustu vonir hafa ræst og það er stórkostlegt. Það er ofboðslegur sigur fyrir alla sem staðið hafa að þessu, heilbrigðisyfirvöld sem aðra,“ sagði Björn. Ósammála Kára Heilbrigðisráðherra kynnti fyrir helgi þá tíu hópa sem verða í forgangi í bólusetningu hér á landi. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun fá rými til að gera breytingar á uppröðuninni. Samkvæmt reglugerðinni fá starfsmenn á bráðamóttöku og gjörgæsludeildum fyrstir bóluefni. Þar á eftir fá starfsmenn á Covid-19 göngudeildum bóluefni. Fólk 60 ára og eldri er í sjötta forgangshópi. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gerði athugasemdir við þetta í samtali við fréttastofu um helgina. Hann teldi þennan elsta hóp eiga að fara fyrst í bólusetningu. „Mér finnst þetta afskaplega skringilegt vegna þess að þeir sem eru milli 60-70 ára eru með innan við tvö prósent líkur á að deyja ef þeir sýkjast, 75 ára og eldri eru með 8,5% líkur á að deyja og 85 ára og eldri eru um 28% líkur á að deyja,“ sagði Kári. Aðspurður kvaðst Björn ósammála Kára. Uppröðunin samkvæmt reglugerðinni væri skynsamlegasta lausnin. „Ég held að tölurnar í sjálfu sér tali sínu máli. Það sem skiptir svo miklu máli í þessu er að verja heilbrigðiskerfið, að við getum sýnt þessu fólki að það komi ekki upp hættuástand. Þess vegna held ég að þessi forgangsröðun sé mjög skynsamleg. Og er algjörlega ósammála Kára hvað þetta snertir. Þetta er náttúrulega sú stefna sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tekið og Bandaríska heilbrigðisstofnunin og fleiri hafa raunverulega fylgt, þannig að ég held að þetta sé langskynsamlegasta leiðin,“ sagði Björn. Forstjóri Lyfjastofnunar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að raunhæft væri að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. Viðtalið við Börn í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku. 2. desember 2020 20:39 Raunhæft að vænta bóluefnis fyrir alla þjóðina í janúar Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. 2. desember 2020 19:19 Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku. 2. desember 2020 20:39
Raunhæft að vænta bóluefnis fyrir alla þjóðina í janúar Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. 2. desember 2020 19:19
Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28