Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. Erlent 19. janúar 2021 10:19
Telur ótækt að yfirvöld etji þreyttum ferðalöngum út í hættulegar heimferðir Læknir á Ísafirði telur ótækt að því sé haldið að ferðalöngum, sem búsettir eru á landsbyggðinni og koma frá útlöndum, að koma sér tafarlaust á skráðan sóttkvíarstað, jafnvel þótt þeir eigi langt ferðalag fyrir höndum. Leggja eigi áherslu á að fólk geti hvílt sig í grennd við flugvöllinn, frekar en að „etja þreyttum ferðalöngum út í að keyra um landið þvert og endilangt“ við erfið skilyrði. Innlent 19. janúar 2021 10:17
Skólar loka í Malaví – 25% COVID-19 sýna jákvæð Lazarus Chakwera forseti Malaví tilkynnti um lokun skóla í ávarpi til þjóðarinnar í gær til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. Heimsmarkmiðin 19. janúar 2021 09:10
Dæmisagan Bretland Bretland hefur verið skrítinn staður að búa á síðustu tíu mánuði. Skoðun 19. janúar 2021 08:01
Trump muni aflétta banni við komu farþega frá Evrópu Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hyggst fella úr gildi ferðabann sem hamlar komu erlendra ríkisborgara frá Brasilíu og Evrópu til Bandaríkjanna þann 26. janúar næstkomandi. Þetta herma heimildir Reuters-fréttastofunnar sem hefur þetta eftir ónefndum ráðamönnum innan Hvíta hússins. Erlent 18. janúar 2021 23:47
Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. Erlent 18. janúar 2021 21:02
Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. Innlent 18. janúar 2021 20:22
„Smitskömm er óþörf og getur jafnvel valdið skaða“ Það tekur smitrakningateymi lengri tíma nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins að ná utan um smit og smitkeðjur en áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn veltir fyrir sér hvort smitskömm sé meiri nú en þá. Innlent 18. janúar 2021 19:00
Ótækt að bera saman tilkynningar um aukaverkanir Moderna og Pfizer Alls hafa sextán aukaverkanir verið tilkynntar eftir bólusetningar með bóluefni Moderna en aðeins ein er talin alvarleg. Í því tilfelli fékk einstaklingur ofnæmisviðbrögð eftir bólusetninguna. Innlent 18. janúar 2021 18:34
„Eins og að segja: Étið það sem úti frýs“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hóf fyrsta óundirbúna fyrirspurnatíma Alþingis á nýju ári á því að spyrja félagsmálaráðherra hvort til skoðunar væri að framlengja tímabil atvinnuleysisbóta úr þrjátíu mánuðum. Innlent 18. janúar 2021 15:32
Viðurkenndu að hafa brotið reglur um sóttkví Lögreglan á Austurlandi segir að tveir einstaklingar, sem grunaðir voru um brot á sóttkví, hafi nú játað brot sín. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar frá því í síðustu viku. Innlent 18. janúar 2021 14:56
Heilbrigðisráðherra standi ekki einn í rokinu Vonir standa til að hægt verði að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd í næstu viku. Formaður nefndarinnar segir ekki liggja eins mikið á flýtiafgreiðslu þar sem stjórnvöld telji lagagrundvöll fyrir því að skylda fólk í tvöfalda skimun á landamærunum. Innlent 18. janúar 2021 14:18
Grænhöfðaeyjar draga sig úr leik á HM Lið Grænhöfðaeyja hefur dregið sig úr keppni á HM í handbolta karla í Egyptalandi vegna hópsmita í herbúðum þess. Handbolti 18. janúar 2021 13:39
„Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum“ Varðstjóri á Ísafirði segir að innan samfélagsins fyrir vestan fari nú fram hávær umræða um slæmt ástand innviða í Ísafjarðardjúpi í skugga banaslyssins á laugardag. Innlent 18. janúar 2021 13:37
Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Innlent 18. janúar 2021 12:30
Mörg dæmi um Íslendinga í vandræðum á landamærum víða um heim Almannavarnir og sóttvarnalæknir mæla ekki með því að fólk fari til útlanda nema brýna nauðsyn beri til. Yfirvöld hafa heyrt mörg dæmi um Íslendinga sem eru að lenda í vandræðum á landamærum erlendis þótt þeir séu til dæmis með vottorð sem sýnir neikvætt kórónuveirupróf. Innlent 18. janúar 2021 12:01
Í einu tilfelli af fimm ekki hægt að útiloka tengsl bólusetningar og andláts Niðurstöður rannsóknar sérfræðinga embættis landlæknis á fimm andlátum sem tilkynnt voru til Lyfjastofnunar sem hugsanlegar alvarlegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn Covid-19 eru að í fjórum þessara tilfella sé ekki eða mjög ólíklega um orsakatengsl að ræða. Innlent 18. janúar 2021 11:28
Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Innlent 18. janúar 2021 10:54
Svona var 154. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundirnir fara fram á mánudögum og fimmtudögum. Innlent 18. janúar 2021 10:16
Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. Innlent 18. janúar 2021 09:48
„Við getum ekki farið að slaka á meira núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært að fara að ræða tilslakanir á núverandi samkomutakmörkunum þrátt fyrir að reglur á landamærum hafi verið hertar og fáir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands undanfarna daga. Innlent 18. janúar 2021 08:01
Bjó á flugvellinum í Chicago í þrjá mánuði Aditya Singh, 36 ára gamall maður frá Kaliforníu, var handtekinn um helgina á O‘Hare-alþjóðaflugvellinum í Chicago og ákærður fyrir ýmis brot, meðal annars þjófnað og að hafa farið í leyfisleysi inn á lokað svæði á vellinum. Erlent 18. janúar 2021 07:21
Sóttvarnarbrot á veitingastað þar sem voru hátt í fimmtíu gestir Laust eftir klukkan sex í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á veitingastað út af sóttvarnarbroti. Í dagbók lögreglu segir að veitingastaðurinn sé í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem er þá annað hvort í Kópavogi eða Breiðholti, en ekki er nánar tilgreint hvar staðurinn er. Innlent 18. janúar 2021 06:22
Koma heim úr jarðarförum, brúðkaupum eða afmælum og reynast smituð Flestir sem hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum undanfarið koma frá löndum á borð við Danmörku og Pólland, sem hafa hvað mesta tengingu við Ísland. Dæmi eru um að stórir hópar komi heim úr jarðarförum eða brúðkaupum og reynist jákvæðir í skimun á Keflavíkurflugvelli. Innlent 17. janúar 2021 19:14
Engin störukeppni við óstýriláta farþega í dag Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Innlent 17. janúar 2021 18:26
Vongóð að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur um mitt ár Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist bjartsýn á það að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur við kórónuveirunni um mitt ár. Hún segir þó að við munum þurfa að lifa með sóttvarnaaðgerðum í einhvern tíma eftir það. Innlent 17. janúar 2021 18:00
Phil Spector er látinn Bandaríski tónlistarframleiðandinn og lagahöfundurinn Phil Spector er látinn 81 árs að aldri. Erlent 17. janúar 2021 16:17
Hegðun fólks hættulegri en breska afbrigðið Hegðun fólks í faraldri er mun hættulegri en breska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við fréttastofu. Innlent 17. janúar 2021 14:29
Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. Innlent 17. janúar 2021 13:17
Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. Innlent 17. janúar 2021 12:59