Nýju Bond-myndinni enn frestað Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2021 08:47 No Time to Die er 25. í röð Bond-mynda. Frumsýningu á nýju myndinni um njósnara hinnar hátignar James Bond, No Time to Die, hefur enn á ný verið frestað. Aðstandendur myndarinnar tilkynntu í nótt að nýr frumsýningardagur sé 8. október næsta haust. Upphaflega átti að frumsýna þessa 25. mynd um Bond 2. apríl á síðasta ári, en frumsýningunni svo fyrst frestað til nóvember 2020 og svo 2. apríl 2021. Nýjasta dagsetningin er því sem sagt 8. október 2021. No Time to Die var á síðasta ári ein af fyrstu stórmyndum þar sem ákveðið var að fresta frumsýningu vegna heimsfaraldursins. Nýja dagsetning frumsýningar Bond-myndarinnar hefur nú einnig fengið önnur kvikmyndaver til að bregðast við. Þannig hefur Sony nú tilkynnt að frumsýning á nýju Ghostbusters-myndinni frestist frá júní og fram í nóvember. Þá mynd átti upphaflega að frumsýna fyrri hluta árs 2020. No Time to Die skartar Daniel Craig í hlutverki Bond, en þetta ku vera í síðasta sinn sem hann fer með hlutverk njósnarans. Hann hefur áður leikið í Bond-myndunum Casino Royale, Quantum of Solace, Skyfall og Spectre. Meðal annarra sem fara með stór hlutverk í nýju Bond-myndinni eru Rami Malek, Léa Seydoux, Naomie Harris, Jeffrey Wright, Christoph Waltz, Rory Kinnear og Ralph Fiennes. NO TIME TO DIE 8 October 2021Posted by James Bond 007 on Thursday, 21 January 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) James Bond Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Upphaflega átti að frumsýna þessa 25. mynd um Bond 2. apríl á síðasta ári, en frumsýningunni svo fyrst frestað til nóvember 2020 og svo 2. apríl 2021. Nýjasta dagsetningin er því sem sagt 8. október 2021. No Time to Die var á síðasta ári ein af fyrstu stórmyndum þar sem ákveðið var að fresta frumsýningu vegna heimsfaraldursins. Nýja dagsetning frumsýningar Bond-myndarinnar hefur nú einnig fengið önnur kvikmyndaver til að bregðast við. Þannig hefur Sony nú tilkynnt að frumsýning á nýju Ghostbusters-myndinni frestist frá júní og fram í nóvember. Þá mynd átti upphaflega að frumsýna fyrri hluta árs 2020. No Time to Die skartar Daniel Craig í hlutverki Bond, en þetta ku vera í síðasta sinn sem hann fer með hlutverk njósnarans. Hann hefur áður leikið í Bond-myndunum Casino Royale, Quantum of Solace, Skyfall og Spectre. Meðal annarra sem fara með stór hlutverk í nýju Bond-myndinni eru Rami Malek, Léa Seydoux, Naomie Harris, Jeffrey Wright, Christoph Waltz, Rory Kinnear og Ralph Fiennes. NO TIME TO DIE 8 October 2021Posted by James Bond 007 on Thursday, 21 January 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) James Bond Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira