Bæði eitt versta og besta ár lífsins Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2021 07:01 Bolli er stóran hluta ársins í Japan. Bolli Thoroddsen heillaðist af Japan og rekur þar fyrirtækið Takanawa og dvelur þar langtímum en hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann fór fyrst út til Japans árið 1995 en þá var hann fjórtán ára gamall og fékk ferðina í fermingargjöf frá móður sinni. „Ég var það heillaður að ég hugsaði að ég hér myndi ég vilja búa. Síðan eftir fyrsta árið í Menntaskólanum við Reykjavík ákvað ég að fara þangað út sem skiptinemi. Hafði ákveðnar hugmyndir um að ég gæti farið aftur til Tókýó en endaði á því að fara til Fukushima og endaði á svæði þar sem var ekkert nema hrísgrjónaakrar og ég held að ég hafi verið eini útlendingurinn á tvö hundruð kílómetra radíus. Skiptinemafjölskyldan var frábær en pabbinn var svona af gamla skólanum. Ég æfði þarna fótbolta og hann bannaði mér að spila fótbolta, ég mátti ekki hitta vini mína eða stelpur og ég var í raun bara að læra japönsku allan tímann. Svo eftir skólann var ég sendur rakleiðis heim og þar beið mín afinn sem var gamall skólastjóri og skriðdrekaforingi í seinni heimsstyrjöldinni og hann lét mig skrifa dagbók á japönsku.“ Bolli segir að þetta hafi verið bæði eitt erfiðasta og besta ár sem hann hafi upplifað. Hann segist þarna hafa náð tökum á tungumálinu og í framhaldinu haldið miklum samskiptum við vini sína og fjölskylduna þarna út. Í 2007 andanum „Ég fer síðan að vinna fyrir algjöra tilviljun hjá lyfjafyrirtækinu Actavis eða forstjóra fyrirtækisins Sigurð Óla Ólafsson og hann segir við mig, sem er mjög íslenskt, heyrðu Bolli varst þú ekki skiptinemi í Japan? Og ég segi jú. Þá segir hann, Japan er næststærsti lyfjamarkaður í heimi og þú verður að fara með okkur inn á Japansmarkað. Þetta var árið 2007 og svona í 2007 andanum. Ég fer til Japans og hitti þar gríðarlega færan ráðgjafa sem hjálpaði okkur að stofna sameiginlegt fyrirtæki með dótturfyrirtæki stærsta lyfjafyrirtæki Japans og kom þannig Actavis inn á Japansmarkað.“ Hann segist í kjölfarið hafa stofnað eigið fyrirtæki árið 2010 sem heitir Takanawa og fór hann að gera það sama, að hjálpa erlendum lyfjafyrirtækjum að komast inn á Japansmarkað. „Ég hef verið að reka þetta fyrirtæki sem er 10-12 manna og er aðallega að starfa á lyfjamarkaði en hefur vaxið yfir í ýmislegt annað,“ segir Bolli og bætir við að fyrirtækið hafi einnig starfað með MS við að koma íslenska skyrinu Ísey Skyr á Japansmarkað eða um í 50 þúsund matvöruverslanir. Fyrirtæki Bolla aðstoðaði til að mynda íslenska ríkið að skaffa sýnatökupinna þegar vöntun var á þeim í miðjum heimsfaraldri. „Í vor þegar þetta mál kom upp settum við eiginlega öll okkar viðskipti á hlið og ætluðum að reyna leggja okkar að mörkum. Við sem sagt aðstoðuðum Landspítala við tvennt, að fá 60 þúsund sýnatökupinna og áttum stóran þátt í því að fá japanskt lyf til Íslands sem heitir Avigan sem nýtist í baráttunni við Covid. Við náðum að fá tólf þúsund töflur af því til Íslands og er minn skilningur að það hafi nýst rosalega vel í baráttunni.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
„Ég var það heillaður að ég hugsaði að ég hér myndi ég vilja búa. Síðan eftir fyrsta árið í Menntaskólanum við Reykjavík ákvað ég að fara þangað út sem skiptinemi. Hafði ákveðnar hugmyndir um að ég gæti farið aftur til Tókýó en endaði á því að fara til Fukushima og endaði á svæði þar sem var ekkert nema hrísgrjónaakrar og ég held að ég hafi verið eini útlendingurinn á tvö hundruð kílómetra radíus. Skiptinemafjölskyldan var frábær en pabbinn var svona af gamla skólanum. Ég æfði þarna fótbolta og hann bannaði mér að spila fótbolta, ég mátti ekki hitta vini mína eða stelpur og ég var í raun bara að læra japönsku allan tímann. Svo eftir skólann var ég sendur rakleiðis heim og þar beið mín afinn sem var gamall skólastjóri og skriðdrekaforingi í seinni heimsstyrjöldinni og hann lét mig skrifa dagbók á japönsku.“ Bolli segir að þetta hafi verið bæði eitt erfiðasta og besta ár sem hann hafi upplifað. Hann segist þarna hafa náð tökum á tungumálinu og í framhaldinu haldið miklum samskiptum við vini sína og fjölskylduna þarna út. Í 2007 andanum „Ég fer síðan að vinna fyrir algjöra tilviljun hjá lyfjafyrirtækinu Actavis eða forstjóra fyrirtækisins Sigurð Óla Ólafsson og hann segir við mig, sem er mjög íslenskt, heyrðu Bolli varst þú ekki skiptinemi í Japan? Og ég segi jú. Þá segir hann, Japan er næststærsti lyfjamarkaður í heimi og þú verður að fara með okkur inn á Japansmarkað. Þetta var árið 2007 og svona í 2007 andanum. Ég fer til Japans og hitti þar gríðarlega færan ráðgjafa sem hjálpaði okkur að stofna sameiginlegt fyrirtæki með dótturfyrirtæki stærsta lyfjafyrirtæki Japans og kom þannig Actavis inn á Japansmarkað.“ Hann segist í kjölfarið hafa stofnað eigið fyrirtæki árið 2010 sem heitir Takanawa og fór hann að gera það sama, að hjálpa erlendum lyfjafyrirtækjum að komast inn á Japansmarkað. „Ég hef verið að reka þetta fyrirtæki sem er 10-12 manna og er aðallega að starfa á lyfjamarkaði en hefur vaxið yfir í ýmislegt annað,“ segir Bolli og bætir við að fyrirtækið hafi einnig starfað með MS við að koma íslenska skyrinu Ísey Skyr á Japansmarkað eða um í 50 þúsund matvöruverslanir. Fyrirtæki Bolla aðstoðaði til að mynda íslenska ríkið að skaffa sýnatökupinna þegar vöntun var á þeim í miðjum heimsfaraldri. „Í vor þegar þetta mál kom upp settum við eiginlega öll okkar viðskipti á hlið og ætluðum að reyna leggja okkar að mörkum. Við sem sagt aðstoðuðum Landspítala við tvennt, að fá 60 þúsund sýnatökupinna og áttum stóran þátt í því að fá japanskt lyf til Íslands sem heitir Avigan sem nýtist í baráttunni við Covid. Við náðum að fá tólf þúsund töflur af því til Íslands og er minn skilningur að það hafi nýst rosalega vel í baráttunni.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira