Minnisblöðin margumræddu verða varðveitt á Þjóðskjalasafninu Ljóst er að gríðarlegt magn skjala hefur orðið til í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirufaraldursins. Mörg þessara gagna, meðal annars minnisblöð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, verða varðveitt á Þjóðskjalasafninu. Innlent 15. apríl 2021 06:52
Þessar afléttingar tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tók gildi á miðnætti. Helstu breytingar fela í sér að almennar fjöldatakmarkanir fara úr tíu í tuttugu manns og hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt á ný með takmörkunum. Innlent 15. apríl 2021 00:00
Sóttvarnir, lögmæti og meðalhóf Héraðsdómur kvað upp úrskurð á dögunum þar sem reglugerð heilbrigðisráðherra, sem heimilaði stjórnvöldum að vista tiltekna hópa fólks í svokölluðu sóttvarnarhúsi við Þórunnartún, var metin ólögmæt. Í úrskurðinum reyndi fyrst og fremst á þá reglu, að stjórnarskrárvarin réttindi verði ekki skert nema með skýrri heimild í lögum. Skoðun 14. apríl 2021 19:02
„Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. Innlent 14. apríl 2021 18:54
Ekkert sem bannar fyrirtækjum að taka ekki við reiðufé Ekkert bannar seljanda vöru og þjónustu að neita því að taka við reiðufé og krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með rafrænum hætti að sögn Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 14. apríl 2021 18:00
Hefja leik viku síðar Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest hvenær mót sumarsins hefjast en hefja má æfingar að nýju á morgun eftir hlé vegna samkomutakmarkanna. Íslenski boltinn 14. apríl 2021 17:58
Féll í yfirlið fyrir framan blaðamenn á AstraZeneca-fundinum Tanja Erichsen, yfirmaður Lyfjastofnunar Danmerkur, féll í yfirlið á blaðamannafundi heilbrigðisyfirvalda í dag, þar sem ákvörðun um að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca í Danmörku var til umræðu. Erlent 14. apríl 2021 16:53
39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. Innlent 14. apríl 2021 13:38
Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. Innlent 14. apríl 2021 12:28
Pfizer flýtir afhendingu bóluefna til Evrópu Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech ætla að senda Evrópusambandinu 50 milljónir fleiri skammta af bóluefni fyrirtækjanna á þessum ársfjórðungi en áður stóð til. Það er til viðbótar við þá 200 milljónir skammta sem ESB býst við að fá fyrir lok júnímánaðar. Erlent 14. apríl 2021 12:16
Um bólusetningu flugáhafna Víða um heim leggja yfirvöld áherslu á að bólusetja flugáhafnir sínar til að liðka fyrir bæði nauðsynlegum vöruflutningum og endurreisn ferðaþjónustunnar. Þegar bólusetningarferli flugáhafna víðsvegar um heiminn eru skoðuð bendir flest til þess að íslenskar áhafnir séu mjög aftarlega i ferlinu. Skoðun 14. apríl 2021 12:01
Stjórnvöld höfðu samband við AGS sem uppfærði mat á aðgerðum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur leiðrétt upplýsingar sem sjóðurinn birti á dögunum um samanburð á umfangi stuðningsaðgerða ríkja vegna Covid-19 og sett Ísland í hóp „grænna“ ríkja. Ísland var áður flokkað „rautt“. Viðskipti innlent 14. apríl 2021 11:44
Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. Erlent 14. apríl 2021 11:29
Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. Erlent 14. apríl 2021 10:47
Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví við greiningu. Innlent 14. apríl 2021 10:43
Smit í Öldutúnsskóla í fimmta sinn Nemandi í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði greindist með kórónuveiruna í gær. Hátt í þrjátíu nemendur í 5. bekk skólans og þrír starfsmenn þurfa í sóttkví. Þetta er í fimmta sinn sem smit kemur upp í skólanum frá því faraldurinn hófst. Innlent 14. apríl 2021 10:35
Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. Erlent 14. apríl 2021 08:13
Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. Innlent 13. apríl 2021 19:20
Smitin möguleg vísbending um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til Verulegar tilslakanir verða gerðar á samkomutakmörkunum á fimmtudag þegar opna má á ný sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, leikhús og bari. Sóttvarnalæknir segir smit sem greindust utan sóttkvíar í gær þó mögulega vísbendingu um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til. Tilslakanir verða endurskoðaðar ef svo reynist. Innlent 13. apríl 2021 18:50
Leyfa áhorfendur á íþróttaviðburðum Yfirvöld hafa dregið til baka ákvörðun um áhorfendabann á íþróttaleikjum og munu hundrað manns geta komið saman í stúku á leikjum næstu þrjár vikurnar. Sport 13. apríl 2021 17:29
Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. Innlent 13. apríl 2021 15:56
Fjarkennsla út vikuna í MH eftir að kennari smitaðist Allir nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð munu verða í fjarkennslu út vikuna eftir að kennari við skólann greindist smitaður. Innlent 13. apríl 2021 15:19
Fresta dreifingu á bóluefni Janssen í Evrópu Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun. Erlent 13. apríl 2021 14:24
Engir áhorfendur leyfðir þegar íþróttir fara af stað á nýjan leik Áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaviðburðum þegar íþróttir hér á landi fara af stað á nýjan leik. Sport 13. apríl 2021 13:56
Söguleg reglugerð Svandísar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag um tilslakanir innanlands á grundvelli tillagna Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Svandís segist hafa farið í einu og öllu að tillögum Þórólfs nema að einu leyti. Reglugerðin tekur gildi einum degi fyrr en Þórólfur lagði til. Innlent 13. apríl 2021 13:08
Úr tíu í tuttugu og sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opna Fjöldatakmarkanir fara úr tíu í tuttugu aðfaranótt fimmtudags. Íþróttastarf verður aftur heimilt bæði fyrir börn og fullorðna og sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opna aftur og mega taka við helming venjulegs fjölda. Innlent 13. apríl 2021 12:10
Íþróttir leyfðar að nýju Æfingar og keppni í íþróttum verður að nýju leyfð á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Sport 13. apríl 2021 12:05
Fimm þúsund bólusettir í Laugardalshöll í dag Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og klárað að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk utan stofnanna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir útlitið gott varðandi bólusetningar í mánuðinum. Innlent 13. apríl 2021 11:48
Stöðva notkun bóluefnis Johnson & Johnson tímabundið Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum ætla að kalla eftir því að hlé verði gert á notkun bóluefnis Johnsons & Johnson vegna blóðtappatilfella sem hafa greinst. Alríkið mun hætta notkun bóluefnisins um tíma og einstök ríki hvött til þess að gera hið sama. Erlent 13. apríl 2021 11:20
Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. Innlent 13. apríl 2021 10:59
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent