Aukning í heildarkortaveltu í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Eiður Þór Árnason skrifar 16. apríl 2021 11:14 Íslendingar virðast hafa bætt sér ágætlega upp þá neyslu sem hefði að öðrum kosti farið fram erlendis. vísir/vilhelm Neysla Íslendinga jókst verulega milli ára í mars, en 24% aukning var í kortaveltu innanlands tengd verslun og þjónustu miðað við fast verðlag. Samanlagt jókst kortavelta um 20% milli ára miðað við fast gengi og fast verðlag en 2% samdráttur var í kortaveltu Íslendinga erlendis. Er þetta í fyrsta sinn sem aukning mælist á heildarkortaveltunni milli ára frá upphafi faraldursins. Um er að ræða mikla breytingu frá því sem verið hefur síðustu mánuði en í febrúar mældist aukningin innanlands 5,6% og var 45% samdráttur í neyslu erlendis frá. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en Seðlabanki Íslands birti í gær gögn um veltu innlendra greiðslukorta í mars. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 74 milljörðum króna í mánuðinum. Reiknuðu með viðsnúningi „Það mátti búast við því að viðsnúningur á 12 mánaða þróun myndi mælast nokkur í mars þar sem nú er verið að bera saman tímabil þar sem takmarkanir á neyslu fólks vegna Covid-faraldursins voru við lýði bæði fyrir og eftir. Ef við berum tölur marsmánaðar í ár saman við marsmánuð 2019, þegar engin áhrif voru af Covid-faraldrinum, sést að kortavelta innanlands eykst um 15% miðað við fast verðlag en dregst saman um 44% erlendis miðað við fast gengi,“ segir í Hagsjánni. Í heild mælist aukningin milli mars í ár samanborið við mars árið 2019 3% sem bendir til að Íslendingar hafi bætt sér ágætlega upp þá neyslu sem hefði að öðrum kosti farið fram erlendis. Á fyrsta ársfjórðungi mældist kortavelta Íslendinga alls 2% meiri en í fyrra, mæld á föstu verðlagi. Kortavelta innanlands jókst um 11% en dróst saman um 35% erlendis. Að sögn Landsbankans er þetta er í fyrsta sinn síðan á fjórða ársfjórðungi árið 2019 sem aukning mælist milli ára í kortaveltu Íslendinga á stökum ársfjórðungi. Miðað við þetta má einnig gera ráð fyrir því að það mælist lítils háttar aukningu í einkaneyslu milli ára á fjórðungnum en einkaneysla hefur fylgt þróun kortaveltu nokkuð náið frá því að faraldurinn hófst. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Er þetta í fyrsta sinn sem aukning mælist á heildarkortaveltunni milli ára frá upphafi faraldursins. Um er að ræða mikla breytingu frá því sem verið hefur síðustu mánuði en í febrúar mældist aukningin innanlands 5,6% og var 45% samdráttur í neyslu erlendis frá. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en Seðlabanki Íslands birti í gær gögn um veltu innlendra greiðslukorta í mars. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 74 milljörðum króna í mánuðinum. Reiknuðu með viðsnúningi „Það mátti búast við því að viðsnúningur á 12 mánaða þróun myndi mælast nokkur í mars þar sem nú er verið að bera saman tímabil þar sem takmarkanir á neyslu fólks vegna Covid-faraldursins voru við lýði bæði fyrir og eftir. Ef við berum tölur marsmánaðar í ár saman við marsmánuð 2019, þegar engin áhrif voru af Covid-faraldrinum, sést að kortavelta innanlands eykst um 15% miðað við fast verðlag en dregst saman um 44% erlendis miðað við fast gengi,“ segir í Hagsjánni. Í heild mælist aukningin milli mars í ár samanborið við mars árið 2019 3% sem bendir til að Íslendingar hafi bætt sér ágætlega upp þá neyslu sem hefði að öðrum kosti farið fram erlendis. Á fyrsta ársfjórðungi mældist kortavelta Íslendinga alls 2% meiri en í fyrra, mæld á föstu verðlagi. Kortavelta innanlands jókst um 11% en dróst saman um 35% erlendis. Að sögn Landsbankans er þetta er í fyrsta sinn síðan á fjórða ársfjórðungi árið 2019 sem aukning mælist milli ára í kortaveltu Íslendinga á stökum ársfjórðungi. Miðað við þetta má einnig gera ráð fyrir því að það mælist lítils háttar aukningu í einkaneyslu milli ára á fjórðungnum en einkaneysla hefur fylgt þróun kortaveltu nokkuð náið frá því að faraldurinn hófst.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent