„Stjarnfræðilega meiri ávinningur í að nota AstraZeneca en hætta því“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2021 20:31 Yfirlæknir í blóðmeinafræði mælir með notkun AstraZeneca bóluefnisins fyrir alla nema fólk í áhættuhópum. Ávinningurinn sé stjarnfræðilega meiri en að hætta að nota efnið líkt og Danir. Sjötíu þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni hér á landi. Lyfjastofnun hefur fengið ríflega sjöhundruð tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bóluefna. Langflestar vegna AstaZenega eða 301 þar af eru 15 alvarlegar. Næst kemur bóluefni Pfizer og fæstar tilkynningar um aukaverkanir eru á bóluefni Modernar. Alls eru 48 tilkynningar alvarlegar, tilkynnt hefur verið um 16 andlát og níu vegna blóðtappa. Fimm hafa tilkynnt um blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca, þrír eftir bóluefni Pfizer og einn eftir Moderna. Páll Torfi Önundarson yfirflæknir í blóðmeinafræði segir þessar tilkynningar um blóðtappa eftir bóluefni í takt við það sem hefði mátt búast við almennt í samfélaginu og því séu ekki endilega tengsl milli þeirra og bóluefnanna. „Þetta fellur alveg innan þeirrar áhættu sem við gætum búist við hvort eð er,“ segir Páll. Hættan á alvarlegum blóðtappa vegna AstraZeneca er metin einn á hverja tvöhundruð þúsund hjá Bretum, einn á hverja fjörutíu þúsund hjá Dönum og Norðmönnum en Danir hafa alveg ákveðið að hætta að nota bóluefnið og Norðmenn hafa gert þriggja vikna hlé á notkun þessi. Og einn á hverja þrjúhundruð þúsund í Evrópu. Páll skilaði sóttvarnalækni minnisblaði um áhættu á að nota Astr Zeneca. Þar ráðleggur hann að konum 55 ára og yngri sé ekki gefið bóluefnið og áhættuhópum. Páll segir aukaverkunina alvarlega en afar sjaldgæfa. „Áhættan er skelfilega lítil af því því að fá þessa alvarlegu tegund blóðtappa þó hún sé alvarleg fyrir þann sem fær aukaverkunina. Hér á landi hafa engin slík tilfelli komið fram,“ segir Páll. Hann segir Dani glíma við lúxusvandamál. „Það að þeir hætti alfarið að nota Astra Zeneca er lúxus, þeir hafa möguleika á að nota önnur bóluefni. En þeir seinka þá því að fá hjarðónæmið því þeir seinka því að allir verði bólusettir. Trúlega er ávinningurinn af því að nota þetta bóluefni stjarnfræðilega meiri en áhættan.,“ segir hann. Páll segir um hættuna á að fá blóðtappa sé fólk með Covid-19. „Fólk sem er með Covid á svo alvarlegu stigi að það er á gjörgæslu í öndunarvél er vissulega í aukinni hættu á að fá blóðtappa. En það á líka við um aðra sjúkdóma þar sem fólk lendir í slíku. Aðrir sem fá sjúkdóminn eru ekki í meiri hættu en almennt gerist og gengur, alla vega það hefur ekki enn verið sýnt fram á tengsl milli þess,“ segir Páll. Lengra viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Pál Torfa Önundarson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Sjötíu þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni hér á landi. Lyfjastofnun hefur fengið ríflega sjöhundruð tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bóluefna. Langflestar vegna AstaZenega eða 301 þar af eru 15 alvarlegar. Næst kemur bóluefni Pfizer og fæstar tilkynningar um aukaverkanir eru á bóluefni Modernar. Alls eru 48 tilkynningar alvarlegar, tilkynnt hefur verið um 16 andlát og níu vegna blóðtappa. Fimm hafa tilkynnt um blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca, þrír eftir bóluefni Pfizer og einn eftir Moderna. Páll Torfi Önundarson yfirflæknir í blóðmeinafræði segir þessar tilkynningar um blóðtappa eftir bóluefni í takt við það sem hefði mátt búast við almennt í samfélaginu og því séu ekki endilega tengsl milli þeirra og bóluefnanna. „Þetta fellur alveg innan þeirrar áhættu sem við gætum búist við hvort eð er,“ segir Páll. Hættan á alvarlegum blóðtappa vegna AstraZeneca er metin einn á hverja tvöhundruð þúsund hjá Bretum, einn á hverja fjörutíu þúsund hjá Dönum og Norðmönnum en Danir hafa alveg ákveðið að hætta að nota bóluefnið og Norðmenn hafa gert þriggja vikna hlé á notkun þessi. Og einn á hverja þrjúhundruð þúsund í Evrópu. Páll skilaði sóttvarnalækni minnisblaði um áhættu á að nota Astr Zeneca. Þar ráðleggur hann að konum 55 ára og yngri sé ekki gefið bóluefnið og áhættuhópum. Páll segir aukaverkunina alvarlega en afar sjaldgæfa. „Áhættan er skelfilega lítil af því því að fá þessa alvarlegu tegund blóðtappa þó hún sé alvarleg fyrir þann sem fær aukaverkunina. Hér á landi hafa engin slík tilfelli komið fram,“ segir Páll. Hann segir Dani glíma við lúxusvandamál. „Það að þeir hætti alfarið að nota Astra Zeneca er lúxus, þeir hafa möguleika á að nota önnur bóluefni. En þeir seinka þá því að fá hjarðónæmið því þeir seinka því að allir verði bólusettir. Trúlega er ávinningurinn af því að nota þetta bóluefni stjarnfræðilega meiri en áhættan.,“ segir hann. Páll segir um hættuna á að fá blóðtappa sé fólk með Covid-19. „Fólk sem er með Covid á svo alvarlegu stigi að það er á gjörgæslu í öndunarvél er vissulega í aukinni hættu á að fá blóðtappa. En það á líka við um aðra sjúkdóma þar sem fólk lendir í slíku. Aðrir sem fá sjúkdóminn eru ekki í meiri hættu en almennt gerist og gengur, alla vega það hefur ekki enn verið sýnt fram á tengsl milli þess,“ segir Páll. Lengra viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Pál Torfa Önundarson
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02