Segir miður að fólk með einkenni skuli ekki drífa sig strax í sýnatöku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2021 12:06 Þórólfur Guðnason segir of algengt að fólk sé með flensueinkenni í einhverja daga áður en það fer í sýnatöku. Þrír greindust utan sóttkvíar í gær og segir hann að búast megi við að fleiri muni greinast utan sóttkvíar næstu daga. Vísir/Vilhelm Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. Sóttvarnarlæknir segir að enn sé fólk að greinast sem hefur verið með einkenni úti í samfélaginu áður en það fer sig í sýnatöku. Fleiri gætu því greinst á næstu dögum utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að svo margir greindust utan sóttkvíar í gær. „Smitin eru öll á höfuðborgarsvæðinu og við getum ekki fundið tengsl við önnur tilfelli. Það segir okkur að veiran er þarna úti í samfélaginu, því miður. Því miður er fólk ennþá með einkenni einhverja daga út í samfélaginu áður en það fer í sýnatöku. Það er ekki gott og við erum alltaf að reyna að predika að fólk mæti sem fyrst í sýnatöku hafi það einkenni. Við getum því átt von á því að sjá fleiri tilfelli utan sóttkvíar næstu daga,“ segir Þórólfur. Virðist ekki tengjast skólum Hann segir að smitrakning sé nú í gangi en hún þurfi að reiða sig á hvað fólk man um ferðir sínar. „Það voru einhverjir tugir sem fóru í sóttkví vegna þessara einstaklinga. Þetta er alltaf háð því hvað fólk man um ferðir sínar og hverja það umgekkst. Þetta virðist ekki tengjast skólum eins og mörg fyrri tilfelli. Við eigum eftir að fá upplýsingar úr raðgreiningu og þá skýrist væntanlega myndin eitthvað frekar,“ segir hann. Öll innanlandssmit síðustu vikur hafa verið af breska afbrigði kórónuveirunnar en fram hefur komið að hún er meira smitandi en önnur afbrigði hennar. Forðast ónauðsynlegar hópamyndanir Þórólfur segir að þróunin hafi verið þannig að fleiri komi í sýnatöku þegar samkomutakmarkanir eru hertar og fækki svo þegar létt sé á þeim. Hann brýnir enn og aftur fyrir fólki að fara í sýnatöku hafi það minnstu flensueinkenni. „Ég hef áhyggjur varðandi framhaldið. En allt er þetta háð því hvernig fólk hegðar sér. Ég bara vona sannarlega að þó að það hafi verið slakað á að fólk forðist allar ónauðsynlegar hópamyndanir. Ég vil hvetja fólk til að koma áfram í sýnatökur það er grundvallaratriði í baráttunni við þennan sjúkdóm,“ segir Þórólfur að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjórir greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. 16. apríl 2021 10:58 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að svo margir greindust utan sóttkvíar í gær. „Smitin eru öll á höfuðborgarsvæðinu og við getum ekki fundið tengsl við önnur tilfelli. Það segir okkur að veiran er þarna úti í samfélaginu, því miður. Því miður er fólk ennþá með einkenni einhverja daga út í samfélaginu áður en það fer í sýnatöku. Það er ekki gott og við erum alltaf að reyna að predika að fólk mæti sem fyrst í sýnatöku hafi það einkenni. Við getum því átt von á því að sjá fleiri tilfelli utan sóttkvíar næstu daga,“ segir Þórólfur. Virðist ekki tengjast skólum Hann segir að smitrakning sé nú í gangi en hún þurfi að reiða sig á hvað fólk man um ferðir sínar. „Það voru einhverjir tugir sem fóru í sóttkví vegna þessara einstaklinga. Þetta er alltaf háð því hvað fólk man um ferðir sínar og hverja það umgekkst. Þetta virðist ekki tengjast skólum eins og mörg fyrri tilfelli. Við eigum eftir að fá upplýsingar úr raðgreiningu og þá skýrist væntanlega myndin eitthvað frekar,“ segir hann. Öll innanlandssmit síðustu vikur hafa verið af breska afbrigði kórónuveirunnar en fram hefur komið að hún er meira smitandi en önnur afbrigði hennar. Forðast ónauðsynlegar hópamyndanir Þórólfur segir að þróunin hafi verið þannig að fleiri komi í sýnatöku þegar samkomutakmarkanir eru hertar og fækki svo þegar létt sé á þeim. Hann brýnir enn og aftur fyrir fólki að fara í sýnatöku hafi það minnstu flensueinkenni. „Ég hef áhyggjur varðandi framhaldið. En allt er þetta háð því hvernig fólk hegðar sér. Ég bara vona sannarlega að þó að það hafi verið slakað á að fólk forðist allar ónauðsynlegar hópamyndanir. Ég vil hvetja fólk til að koma áfram í sýnatökur það er grundvallaratriði í baráttunni við þennan sjúkdóm,“ segir Þórólfur að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjórir greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. 16. apríl 2021 10:58 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Fjórir greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. 16. apríl 2021 10:58