

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.
Keflavík lagði Val að velli 79-65 þegar liðin áttust við í 12. umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. Anna Ingunn Svansdóttir raðaði niður þristum og stigum af vítalínunni undir lok leiksins og frammistaða hennar lagði grunninn að sigri Keflavíkur í kaflaskiptum leik.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn toppliði Stjörnunnar í 12. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Með sigrinum lyftir Valur sér úr fallsæti en Stjarnan er þó enn á toppnum þrátt fyrir þetta tap í dag.
Valur tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna á þessu ári þegar 12. umferð Bónus deildar karla lauk. Svo fór að lokum að heimamenn unnu fjögra stiga sigur 83-79 eftir afar spennandi leik.
Martin Hermannsson er ekki með Alba Berlín í dag í leiknum við topplið Bayern München, í efstu deild þýska körfuboltans.
Hinn fertugi LeBron James heldur áfram að skríða upp alla þá lista yfir tölfræði sem NBA-deildin í körfubolta getur boðið upp á. Nú síðast fór hann upp fyrir Michael Jordan er kemur að því að skora 30 stig eða meira í leik.
Tindastóll vann frábæran sigur á KR í síðustu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Í Körfuboltakvöldi í kjölfarið var farið yfir hvað Tindastóll hefur sem önnur lið á Íslandi búa hreinlega ekki yfir.
Tryggvi Snær Hlinason átti virkilega góðan leik þegar lið hans Bilbao Basket mátti þola tap á útivelli gegn Lenovo Tenerife.
Tindastóll lagði Njarðvík í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld og fór þar með upp fyrir þær grænklæddu í töflunni.
Haukar og Hamar/Þór unnu góða sigra í Bónus-deild kvenna í körfubolta í dag. Haukar lögðu Stjörnuna örugglega á meðan Hamar/Þór vann nýliðaslaginn gegn Aþenu.
Þór Akureyri hafði betur gegn Grindavík í leik liðanna í Bónus deild kvenna í dag er liðin mættust í Smáranum.
Miami Heat hefur sett NBA-stjörnuna Jimmy Butler í sjö leikja bann og leitast nú eftir því að skipta þessum 35 ára gamla körfuboltamanni út.
„Það er ekkert rosalega gaman í Grindavík núna og það þarf að vera gaman í Grindavík,“ segir Pavel Ermolinskij um karlalið Grindvíkinga í körfubolta. Pavel segir þjálfara og leikmenn þurfa að eiga við gífurlega pressu sem sameiningartákn Grindvíkinga eftir að bænum var lokað síðasta vetur vegna eldgoss.
Tindastóll fór vestur í bæ í kvöld þar sem þeir mættu KR í Bónus deild karla í körfubolta. Tindastóll vann leikinn 95-116, en þetta var kaflaskiptur leikur. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins var sáttur með sigurinn en var ósáttur með marg annað.
Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur á KR í Vesturbænum þegar liðin mættust í fyrsta leik beggja liða í Bónus deild karla árið 2025.
Haukar unnu mikilvægan sigur í fallbaráttu Bónus deildar karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Hött 86-89 á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn nýs þjálfara.
Framtíð NBA körfuboltamannsins Jimmy Butler hjá Miami Heat er enn til umræðu hjá bandarískum fjölmiðlum og nú er því slegið upp að leikmaðurinn vilji hreinlega komast í burtu frá Miami.
Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta. Friðrik tekur við starfinu innan við mánuði eftir að hafa sagt upp störfum hjá kvennaliði Keflavíkur. Hann segir ákveðna hluti þar hafa verið í þannig farvegi að honum fannst skynsamlegast að óska eftir því að verða leystur undan störfum.
Körfuboltamaðurinn Jaden Ivey meiddist mjög illa á fæti í leik Detroit Pistons og Orlando Magic í NBA deildinni.
Caitlin Clark, ein þekktasta íþróttakona heims um þessar mundir, er harður aðdáandi tvöfaldra NFL-meistara Kansas City Chiefs. Hún tekur þó ekki í mál að fólk haldi hana aðeins halda með liðinu eftir gríðarlega velgengni undanfarin ár.
Keflavík tapaði gegn Álftanesi á heimavelli 87-89 í spennandi leik. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir leik.
Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Eftir mikla spennu í restina var það Njarðvík sem hafði sigur 106-104.
Það var þungt yfir þjálfara Grindavíkur eftir tapleikinn gegn ÍR í kvöld þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann var lengi í klefanum að fara yfir málin með sínum mönnum áður en hann gaf kost á sér. Leikurinn endaði 98-90 fyrir ÍR eftir framlengdan leik.
Álftanes vann tveggja stiga útisigur gegn Keflavík 87-89. Gestirnir höfðu ekki unnið leik síðan 14. nóvember á síðasta ári svo sigurinn var ansi kærkominn.
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket lögðu MB Andorra í spænsku ACB-deild karla í körfubolta í kvöld. Tryggvi Snær fór mikinn undir körfunni og var aðeins einu frákasti frá tvöfaldri tvennu.
Grindvíkingar voru í fínni stöðu í hálfleik í Breiðholtinu og leiddu með níu stigum en heimamenn í ÍR komu á hvínandi siglingu út í seinni hálfleikinn og virtust vera að sigra en Grindavík kom til baka og jafnaði. ÍR hafði svo betur í framlengdum leik. Lokatölur 98-90
Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í Njarðvík þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Bæði lið höfðu tapað síðasta leiks sínum fyrir hlé og vonuðust til þess að byrja nýtt ár með sterkum sigri. Það fór svo að það var Njarðvík sem hafði betur eftir mikla spennu 106-104.
Bónus deild karla í körfubolta fer aftur af stað í kvöld með þremur leikjum en þetta er söguleg byrjun á nýju ári í íslenska körfuboltanum.
Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við sem þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta og mun stýra liðinu í fyrsta sinn annað kvöld, í leik við Hött á Egilsstöðum í Bónus-deildinni.
Amen Thompson leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna áfloga við Tyler Herro í leik Rockets og Miami Heat um helgina. Fyrrum leikmaður Houston Rockets sakar forráðamenn NBA-deildarinnar um óheiðarleika.
Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Shai Gilgeous-Alexander lauk árinu með sannkallaðri flugeldasýningu þegar lið hans Oklahoma City Thunder mætti Minnesota Timberwolves.