Körfubolti

Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var mjög gaman hjá Austin Reaves í sigri Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í nótt.
Það var mjög gaman hjá Austin Reaves í sigri Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í nótt. Getty/Ezra Shaw

Austin Reaves átti sannkallaðan stórleik í forföllum Luka Doncic þegar Los Angeles Lakers vann Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Doncic hefur byrjað tímabilið frábærlega en gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Liðið er líka án LeBron James sem hefur ekki enn spilað leik á tímabilinu. Þá er gott að vera með leikmann eins og Reaves.

Reaves setti nýtt persónulegt met með því að skora 51 stig en þar á meðal voru fjögur háspennuvítaskot á síðustu 32 sekúndunum í þessum 127-120 sigri.

Reaves skoraði sex þriggja stiga körfur í leiknum og bætti við 11 fráköstum og 9 stoðsendingum við öll stigin sín.

Hann er aðeins fjórði leikmaðurinn á síðustu fjörutíu árum sem nær leik með 50 stigum, 11 fráköstum og 9 stoðsendingum. Hinir eru Luka Doncic, Russell Westbrook (tvisvar) og James Harden (tvisvar).

Það þarf hins vegar að fara mun lengra aftur til að finna slíka frammistöðu í Lakers-búningnum.

Síðasti leikmaður Lakers til að ná þessu var Elgin Baylor sem var með 50 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Boston Celtics 13. febrúar 1983.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×