Körfubolti

Tryggvi lykil­maður í sigri Bilbao

Sindri Sverrisson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason reif til að mynda til sín tíu fráköst í dag.
Tryggvi Snær Hlinason reif til að mynda til sín tíu fráköst í dag. Getty/Marcin Golba

Tryggvi Snær Hlinason var ásamt Slóvenanum Martin Krampelj með flesta framlagspunkta fyrir Bilbao Basket í tíu stiga sigri gegn Andorra í kvöld, 81-71, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Tryggvi og Krampelj enduðu með 15 framlagspunkta hvor en þar er horft til allrar tölfræði bæði varnar- og sóknarlega.

Tryggvi skoraði níu stig í leiknum og reif auk þess til sín tíu fráköst, þar af fjögur í sókn.

Heimamenn voru mun sterkari í fyrsta leikhluta og höfðu yfir að honum loknum, 22-11. Þeir voru fjórtán stigum yfir í hálfleik, 46-32, og var sigurinn aldrei í teljandi hættu.

Bilbao hefur þar með unnið tvo af fyrstu fjórum deildarleikjum sínum en Andorra einn. Næsti leikur Bilbao er Evrópuleikur gegn Kutaisi í Georgíu á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×