Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2025 09:01 Bónus Körfuboltakvöld setti myndin af Kristófer Acox með veðmálaseðil í samhengi við mann í svipaðri stöðu í NBA. Sýn Sport Stefán Árni Pálsson og sérfræðingar hans í Bónus Körfuboltakvöldi fóru aðeins yfir þá miklu umræðu að undanförnu sem hefur verið um veðmál og tengsl íslenska körfuboltans við þau. „Það er mikið búið að fjalla um veðmál. Kristófer Acox var tekinn illa fyrir í fjölmiðlum. Hann þurfti að taka allt til baka eftir að vera kominn í samstarf við ónefnt veðmálafyrirtæki,“ sagði Stefán Árni. „Hugi Halldórsson, Ofurhuginn sjálfur, stjórnarmaður KKÍ, það var fjallað um hann í dag. Mig langar að setja þetta í einhvers konar samhengi. Þessi umræða og af hverju fólk er að fjalla um þetta,“ sagði Stefán og birti myndir af aðilum í svipaðri stöðu í NBA-deildinni. Klippa: Umræða um veðmál í Körfuboltakvöldi „Seðill frá LeBron James. Hlynur, þetta væri mjög skakkt og mjög skrýtið,“ sagði Stefán og kallaði eftir viðbrögðum frá Hlyni Bæringssyni. „Þú myndir aldrei sjá þetta þarna. Þetta var bara ævintýralega heimskulegt,“ sagði Hlynur Bæringsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Var ekki að veðja á þessa leiki „Nota bene, þá held ég að hann hafi ekki verið að veðja á þessa leiki og ég held að hann hafi ekki einu sinni vitað hvað var þarna. Það var samt alveg ævintýralega heimskulegt að auglýsa ólöglega veðmálasíðu,“ sagði Hlynur. „Ég held meira að segja að Kristófer hafi ekki einu sinni vitað að þessi seðill yrði setur á mynd af honum,“ sagði Stefán og Hlynur tók undir það. Stefán Árni vildi fá skoðun sérfræðinga sinna um umræðu um veðmál og íþróttir hér á Íslandi. „Það er eiginlega sorglegt að svona veðmálasíður, sem eru að fá ansi mikinn pening út úr okkar landsmönnum, skuli ekki skila sér til neinna félaga, sambanda eða neins,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Tapa peningum og glórunni „Ef þetta væri þannig, eins og Lottó er, þá væri þetta allt annað dæmi. Þegar þetta er, að það sé verið að auglýsa einhverja síðu sem enginn hagnast á nema sá sem er að reyna vinna einhverja peninga. Svo er fullt af fólki sem er að tapa peningum og tapa glórunni,“ sagði Hermann. Rosalega sorglegt „Mér finnst þetta rosalega sorglegt og mér finnst enn þá sorglegra að menn sem eru innan geirans hjá okkur séu að gera þetta. Leikmenn og stjórnarmenn. Mér finnst þetta vera svo mikil vanhugsun að setja andlit sitt og nafn sitt við svona hluti,“ sagði Hermann. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Kristinn Albertsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, tekur undir að það skjóti skökku við að stjórnarmaður sambandsins taki þátt í að auglýsa ólöglega, erlenda veðmálasíðu. 24. október 2025 14:09 Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. 24. október 2025 10:01 Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Mál Kristófers Acox vegna auglýsingar á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hefur fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis. 24. október 2025 08:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
„Það er mikið búið að fjalla um veðmál. Kristófer Acox var tekinn illa fyrir í fjölmiðlum. Hann þurfti að taka allt til baka eftir að vera kominn í samstarf við ónefnt veðmálafyrirtæki,“ sagði Stefán Árni. „Hugi Halldórsson, Ofurhuginn sjálfur, stjórnarmaður KKÍ, það var fjallað um hann í dag. Mig langar að setja þetta í einhvers konar samhengi. Þessi umræða og af hverju fólk er að fjalla um þetta,“ sagði Stefán og birti myndir af aðilum í svipaðri stöðu í NBA-deildinni. Klippa: Umræða um veðmál í Körfuboltakvöldi „Seðill frá LeBron James. Hlynur, þetta væri mjög skakkt og mjög skrýtið,“ sagði Stefán og kallaði eftir viðbrögðum frá Hlyni Bæringssyni. „Þú myndir aldrei sjá þetta þarna. Þetta var bara ævintýralega heimskulegt,“ sagði Hlynur Bæringsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Var ekki að veðja á þessa leiki „Nota bene, þá held ég að hann hafi ekki verið að veðja á þessa leiki og ég held að hann hafi ekki einu sinni vitað hvað var þarna. Það var samt alveg ævintýralega heimskulegt að auglýsa ólöglega veðmálasíðu,“ sagði Hlynur. „Ég held meira að segja að Kristófer hafi ekki einu sinni vitað að þessi seðill yrði setur á mynd af honum,“ sagði Stefán og Hlynur tók undir það. Stefán Árni vildi fá skoðun sérfræðinga sinna um umræðu um veðmál og íþróttir hér á Íslandi. „Það er eiginlega sorglegt að svona veðmálasíður, sem eru að fá ansi mikinn pening út úr okkar landsmönnum, skuli ekki skila sér til neinna félaga, sambanda eða neins,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Tapa peningum og glórunni „Ef þetta væri þannig, eins og Lottó er, þá væri þetta allt annað dæmi. Þegar þetta er, að það sé verið að auglýsa einhverja síðu sem enginn hagnast á nema sá sem er að reyna vinna einhverja peninga. Svo er fullt af fólki sem er að tapa peningum og tapa glórunni,“ sagði Hermann. Rosalega sorglegt „Mér finnst þetta rosalega sorglegt og mér finnst enn þá sorglegra að menn sem eru innan geirans hjá okkur séu að gera þetta. Leikmenn og stjórnarmenn. Mér finnst þetta vera svo mikil vanhugsun að setja andlit sitt og nafn sitt við svona hluti,“ sagði Hermann. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Kristinn Albertsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, tekur undir að það skjóti skökku við að stjórnarmaður sambandsins taki þátt í að auglýsa ólöglega, erlenda veðmálasíðu. 24. október 2025 14:09 Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. 24. október 2025 10:01 Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Mál Kristófers Acox vegna auglýsingar á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hefur fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis. 24. október 2025 08:02 Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
„Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Kristinn Albertsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, tekur undir að það skjóti skökku við að stjórnarmaður sambandsins taki þátt í að auglýsa ólöglega, erlenda veðmálasíðu. 24. október 2025 14:09
Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Hugi Halldórsson, stjórnarmaður hjá KKÍ, hefur reglulega auglýst erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet, bæði á samfélagsmiðlinum X sem og í hlaðvarpinu 70 mínútum. Framkvæmdastjóri sambandsins vildi lítið tjá sig um málið. 24. október 2025 10:01
Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Mál Kristófers Acox vegna auglýsingar á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hefur fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis. 24. október 2025 08:02
Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Kristófer Acox og Coolbet hafa fjarlægt allar færslur þar sem leikmaðurinn sést á samfélagsmiðlum veðmálasíðunnar. Körfuknattleiksdeild Vals vildi ekki tjá sig um málið. 10. október 2025 15:00