Benedikt: Fengum flugeldasýningu frá Óla Óla „Klárlega ekki okkar besta frammistaða en ýmislegt jákvætt. Ég er ekki að detta í þunglyndi þó við höfum tapað þessum leik, þetta var 50/50 leikur á erfiðum útivelli gegn góðu liði,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið gegn Grindavík í Subway-deildinni í kvöld. Körfubolti 25. október 2021 21:30
Helena að glíma við undarleg meiðsli | Óvíst hvort hún nái Evrópuleiknum Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins í körfubolta, er að glíma við undarleg meiðsli þessa dagana. Óvíst er hvort hún verði klár fyrir Evrópuleik Hauka í vikunni. Körfubolti 25. október 2021 20:16
Magnaður Morant skráði sig í sögurbækur Memphis Hinn stórskemmtilegi leikstjórnandi Memphis Grizzlies átti magnaðan leik er lið hans tapaði naumlega fyrir Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Hann skráði sig í sögubækur Grizzlies í leiknum. Körfubolti 25. október 2021 18:16
Benedikt valdi þrjá nýliða í kvennalandsliðið fyrir nóvemberleikina Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið liðið sitt fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni Evrópukeppni kvenna en keppnin fer af stað í nóvember. Körfubolti 25. október 2021 14:46
Mikil ostborgaravonbrigði í spænskri lýsingu á sigri Njarðvíkur Leikur Njarðvíkur og Vals á föstudaginn var í spænskri lýsingu á Twitch-rás þar sem lýsendurnir fylgust afar spenntir með því hvort að Njarðvíkingar næðu að tryggja stuðningsmönnum sínum frían hamborgara. Körfubolti 25. október 2021 14:30
Melo sýndi gamla takta þegar Lakers vann loksins Carmelo Anthony sýndi að enn lifir í gömlum glæðum þegar Los Angeles Lakers vann sinn fyrsta leik í NBA-deildinni tímabilinu í nótt. Körfubolti 25. október 2021 08:01
Notaðir skór Jordan slegnir fyrir metfé Nýtt met var sett um helgina þegar gamlir og notaðir strigaskór sem eitt sinn voru í eigu körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan seldust á 1,47 milljón dali á uppboði, jafnvirði 190 milljón króna. Erlent 25. október 2021 07:28
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 64-84 | Fyrsta tap Valskvenna kom gegn Keflavík Valur tapaði sínum fyrsta leik í Subway-deild kvenna gegn Keflavík í kvöld. Keflavík lenti aldrei undir í leiknum og vann að lokum sannfærandi 20 stiga sigur 64-84. Körfubolti 24. október 2021 22:54
Jón Halldór: Fengum framlag úr mörgum mismunandi áttum Keflavík varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Val af velli í Subway-deild kvenna. Keflavík vann með 20 stigum 64-84. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn eftir leik. Sport 24. október 2021 22:37
Nýliðar Njarðvíkur áfram á flugi - Öruggur sigur Hauka í Grindavík Tveimur leikjum er nýlokið í Subway deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 24. október 2021 21:12
Fjölnir vann öruggan sigur á Skallagrími Fjölniskonur unnu öruggan sigur á Skallagrími í Subway deildinni í körfubolta í Dalhúsum í kvöld. Körfubolti 24. október 2021 20:29
Lifir í ótta um að myndir af líkamsleifum Kobe og Giönnu rati á netið Vanessa Bryant, eiginkona körfuboltamannsins Kobe Bryant heitins, sagðist við skýrslutökur fyrst hafa heyrt af því að hann og 13 ára dóttir þeirra Gianna væru látin þegar hún fékk tilkynningar um það á símanum sínum. Erlent 24. október 2021 18:31
Úrslit næturinnar í NBA: Doncic frábær í fyrsta sigri Kidd Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi. Jason Kidd vann sinn fyrsta sigur sem aðalþjálfari Dallas Mavericks þegar að liðið bar sigurorð af Toronto Raptors í Kanada í gær. Luka Doncic skoraði 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 12 stoðsendingar fyrir Dallas. Sport 24. október 2021 09:30
Martin stigahæstur í hádramatískum sigri Martin Hermannsson sýndi magnaða frammistöðu þegar Valencia hafði betur gegn Morabanc Andorra í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 23. október 2021 20:37
Tryggvi Snær lét til sín taka í sigri Zaragoza Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason stóð fyrir sínu þegar lið hans, Zaragoza, vann góðan sigur í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Körfubolti 23. október 2021 17:54
Eigandi Phoenix Suns sakaður um kynþáttafordóma NBA liðið Phoenix Suns stendur í ströngu þessa dagana. Mikið í gangi á vellinum en ekki virðist dramatíkin ætla að vera minni utanvallar. Liðið sendi frá sér yfirlýsingu í gær sem viðbragð við því að miðillinn ESPN ætlar að birta fréttaskýringu um eiganda liðsins, Robert Sarver. Körfubolti 23. október 2021 11:30
Auðvelt hjá Phoenix í Englaborginni Phoenix Suns vann nokkuð auðveldan sigur 115-105 gegn Los Angeles Lakers á heimavelli þeirra síðarnefndu í nótt. Chris Paul, leikmaður Phoenix, varð sá fyrsti í sögunni til þess að skora 20000 stig og gefa 10000 stoðsendingar. Tíu leikir voru leiknir í NBA deildinni í nótt. Sport 23. október 2021 09:30
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Valur 96-70 | Lærisveinar Benedikts halda áfram að fara hamförum Njarðvík heldur áfram ótrúlegri byrjun sinni undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Bikarmeistaratitill áður en tímabilið hófst og síðan hefur hver sigurinn fylgt á fætur öðrum. Liðið lagði Val með 26 stiga mun í kvöld, lokatölur 96-70. Körfubolti 22. október 2021 23:28
Borce Ilievski hættur með ÍR-liðið Borce Ilievski hefur stýrt sínum síðasta leik sem þjálfari ÍR í Subway-deild karla í körfubolta en þetta kom fyrst fram í Subway-Körfuboltakvöldi í kvöld. Körfubolti 22. október 2021 23:18
„Mér líður ekki vel“ Þrátt fyrir stórsigur Njarðvíkur á Valsmönnum í kvöld, þá var svolítið dökkt yfir heimamönnum en leikurinn endaði ekki vel fyrir herra Njarðvík, Loga Gunnarsson, sem neyddist til að fara meiddur af velli í fjórða leikhluta. Sport 22. október 2021 23:13
Umfjöllun og viðtöl: Vestri - Þór Ak. 88-77 | Dýrmætur sigur heimamanna Vestri vann frábæran 11 stiga sigur á Þór Akureyri er liðin mættust á Ísafirði í Subway-deild karla í kvöld, lokatölur 88-77. Körfubolti 22. október 2021 20:30
Sérfræðingarnir svara stóru NBA-spurningunum Sjötugasta og sjötta tímabil NBA-deildarinnar er farið af stað. Af því tilefni fengum við tvo helstu NBA-sérfræðinga landsins til að svara stóru spurningunum um tímabilið. Körfubolti 22. október 2021 10:00
Þetta eru 75 bestu leikmenn í sögu NBA: Er þitt uppáhald á listanum? NBA-deildin í körfubolta heldur upp á 75 ára afmæli sitt á tímabilinu sem er nú hafið. Fyrsta verk var að opinbera nýjan lista yfir bestu leikmenn allra tíma. Körfubolti 22. október 2021 09:00
Næturgaman hjá sjóðheitum Steph Curry Golden State Warriors og Milwaukee Bucks áttu bæði möguleika á því að byrja NBA tímabilið 2-0 í nótt en það voru NBA-meistararnir í Bucks sem voru skotnir niður á jörðina á meðan Stepp Curry leiddi sína menn til sigurs. Körfubolti 22. október 2021 07:31
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Breiðablik 120-117 | Stólarnir unnu þriðja leikinn í röð í háspennuleik Tindastóll vann sinn þriðja leik í röð í Subway-deildinni þegar þeir mættu Breiðablik í Síkinu á Sauðárkróki í æsispennandi leik. Ekki vantaði stigin á töfluna, en lokatölur urðu 120-117, Tindastól í vil. Körfubolti 21. október 2021 23:10
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 90-80 | Grindvíkingar snéru leiknum við í þriðja leikhluta Grindvíkingar unnu í kvöld góðan tíu stiga sigur þegar KR-ingar mættu í heimsókn. Lokatölur 90-80, en ótrúlegur viðsnúningur í þriðja leikhluta skóp sigur heimamanna. Körfubolti 21. október 2021 22:57
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Keflavík 73-89 | Afskaplega þægilegt fyrir Keflavík í hellinum Keflavík heimsótti TM-hellinn við Seljaskóla í kvöld og vann afskaplega öruggan 16 stiga sigur á heimamönnum í ÍR, 89-73. Keflavík er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga á meðan ÍR er á botninum án sigurs. Körfubolti 21. október 2021 22:50
„Menn í einstaklingsbulli sem við eigum ekkert að fara í“ Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var talsvert ánægðari með fyrri hálfleik sinna manna heldur en þann seinni er liðið sigraði ÍR 89-73 í Subway-deild karla í kvöld. Körfubolti 21. október 2021 22:31
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 92-97 | Fyrsti útisigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistararnir frá Þorlákshöfn fylgdu eftir góðum sigri í síðustu umferð með sigri á Stjörnunni 92-97. Körfubolti 21. október 2021 22:02
Baldur Þór: „Ánægður að ná sigri hérna í mjög erfiðum leik“ Tindastóll vann sinn þriðja leik í röð í Subway-deildinni þegar þeir mættu Breiðablik í Síkinu á Sauðárkróki. Lokatölur urðu 120-117 og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins var að vonum kátur í leikslok. Körfubolti 21. október 2021 22:01