Neyddust til að spila í strákadeild og unnu en máttu ekki fá bikarinn Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2023 16:01 Stelpurnar í Spain Park skólaliðinu unnu strákamót en máttu ekki fá sigurverðlaunin. Facebook/@Jayme Mashayekh Stúlknalið frá Hoover í Alabama í Bandaríkjunum þurfti að horfa upp á stráka taka við meistarabikar þrátt fyrir að hafa unnið þá í úrslitaleik. Stúlkurnar eru á aldrinum 10-11 ára og spila fyrir Spain Park skólann. Þær fengu að vita að til að geta nýtt alla æfingaaðstöðu í skólanum myndu þær þurfa að skrá sig til leiks í strákadeild. Það gerðu stelpurnar og gott betur því þær enduðu á að vinna mótið en þeim var hins vegar ekki leyft að taka við sigurverðlaununum. This is absolutely outrageous and should be a bigger story.Alabama girls' basketball team denied championship after being forced to play in boys' league, then winning it https://t.co/We41cXCswV— Julie DiCaro (@JulieDiCaro) March 5, 2023 Jayme Mashayekh, móðir einnar þeirra, fór yfir málið í færslu á Facebook og í kjölfarið hafa bæjaryfirvöld í Hoover brugðist við og séð til þess að stúlkurnar séu verðlaunaðar fyrir sigurinn. Móðirin fór yfir aðdraganda þess að stelpurnar spiluðu í strákadeild og skrifaði meðal annars: „Þeim var sagt að ef þær vildu fá að spila áfram saman sem lið þyrftu þær að spila á hærra stigi og mæta strákum úr fimmta bekk. Þær voru um miðja deild í gegnum tímabilið og töpuðu nokkrum jöfnum leikjum með einu stigi. Það að spila við strákana var áskorun sem þær stóðust. Þetta gerði þær að betri leikmönnum og betra liði. Þeim var sagt fyrir úrslitakeppnina að þær mættu spila en að ef að þær myndu vinna þá mættu þær ekki fá verðlaunagripinn. Afsakið mig? Hvað? Hvað gerðu þær til að vera dæmdar úr leik? Gerðu þær ekki það sem þurfti? Spiluðu þær ekki á hærra stigi? Ó, er þetta af því að þær eru STELPUR?!?“ Reglum breytt á Íslandi um helgina? Málið minnir að ákveðnu leyti á baráttu íslenskra stelpna fyrir því að fá að spila á strákamótum, eins og fjallað var um í heimildarmyndinni Hækkum rána. Eins og Vísir hefur fjallað um verður á komandi ársþingi KKÍ, næsta laugardag, gerð þriðja tilraun til þess að koma í gegn reglubreytingum sem heimila að stelpulið spili í strákadeildum. Íþróttir barna Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira
Stúlkurnar eru á aldrinum 10-11 ára og spila fyrir Spain Park skólann. Þær fengu að vita að til að geta nýtt alla æfingaaðstöðu í skólanum myndu þær þurfa að skrá sig til leiks í strákadeild. Það gerðu stelpurnar og gott betur því þær enduðu á að vinna mótið en þeim var hins vegar ekki leyft að taka við sigurverðlaununum. This is absolutely outrageous and should be a bigger story.Alabama girls' basketball team denied championship after being forced to play in boys' league, then winning it https://t.co/We41cXCswV— Julie DiCaro (@JulieDiCaro) March 5, 2023 Jayme Mashayekh, móðir einnar þeirra, fór yfir málið í færslu á Facebook og í kjölfarið hafa bæjaryfirvöld í Hoover brugðist við og séð til þess að stúlkurnar séu verðlaunaðar fyrir sigurinn. Móðirin fór yfir aðdraganda þess að stelpurnar spiluðu í strákadeild og skrifaði meðal annars: „Þeim var sagt að ef þær vildu fá að spila áfram saman sem lið þyrftu þær að spila á hærra stigi og mæta strákum úr fimmta bekk. Þær voru um miðja deild í gegnum tímabilið og töpuðu nokkrum jöfnum leikjum með einu stigi. Það að spila við strákana var áskorun sem þær stóðust. Þetta gerði þær að betri leikmönnum og betra liði. Þeim var sagt fyrir úrslitakeppnina að þær mættu spila en að ef að þær myndu vinna þá mættu þær ekki fá verðlaunagripinn. Afsakið mig? Hvað? Hvað gerðu þær til að vera dæmdar úr leik? Gerðu þær ekki það sem þurfti? Spiluðu þær ekki á hærra stigi? Ó, er þetta af því að þær eru STELPUR?!?“ Reglum breytt á Íslandi um helgina? Málið minnir að ákveðnu leyti á baráttu íslenskra stelpna fyrir því að fá að spila á strákamótum, eins og fjallað var um í heimildarmyndinni Hækkum rána. Eins og Vísir hefur fjallað um verður á komandi ársþingi KKÍ, næsta laugardag, gerð þriðja tilraun til þess að koma í gegn reglubreytingum sem heimila að stelpulið spili í strákadeildum.
Íþróttir barna Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira