Sakaður um að kýla ungmenni, hóta öryggisverði og veifa byssu á næturklúbbi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 23:14 Ja Morant er á leið í að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir að veifa byssu á næturklúbbi eftir tap Memphis Grizzlies, en það er þó ekki það eina sem hann er sakaður um. Vísir/Getty NBA-stjarnan Ja Morant, leikmaður Mamphis Grizzlies, hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann eftir að myndband af honum þar sem hann virtist veifa byssu inni á næturklúbbi birtis á Instagram-síðu hans. Þessi 23 ára leikmaður Memphis Grizzlies virtist veifa skammbyssu inni á næturklúbbi þar sem hann var að skemmta sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir 113-97 tap liðsins gegn Denver Nuggets í NBA-deildinni í nótt. NBA-deildin er nú með myndskeiðið til skoðunnar og leikmaðurinn hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir athæfið, en það er lið hans sem tekur ákvörðun um að Morant sé á leið í bann. „Ja Morant verður ekki með liðinu í næstu tveimur leikjum í það minnsta,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu frá félaginu. Statement from the Memphis Grizzlies pic.twitter.com/CLB2TG5nnI— Grizzlies PR (@GrizzliesPR) March 4, 2023 Þetta er ekki eina dæmið um það að Ja Morant komi sér í klandur utan vallar. Fyrir rúmum mánuði voru hann og vinir hans sakaðir um að beina rauðum laser á liðsrútu Indiana Pacers og nú í vikunni var hann sakaður um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð seinasta sumar. Öryggisvörðurinn tilkynnti Morant til lögreglu eftir samskipti þeirra sem áttu sér stað á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöðina. 🤦♂️ pic.twitter.com/bXrEFjjc4W— NBACentral (@TheNBACentral) March 4, 2023 Þá er Morant einnig sakaður um að hafa kýlt 17 ára dreng ítrekað er þeir spiluðu körfubolta á heimili leikmannsins. Það atvik átti sér stað fjórum dögum eftir að Morant hótaði öryggisverðinum, en hann og vinir hans eru sagðir hafa slegið drenginn til jarðar og eftir að slagsmálunum lauk hafi Morant farið inn á heimili sitt og komið aftur út með byssu sýnilega. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði Morant þó að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Hann hafi vissulega átt fyrsta höggið, en aðeins eftir að drengurinn kastaði bolta í höfuð hans og gekk í átt til hans. Þá segir Morant að drengurinn hafi hótað að kveikja í heimili hans þegar hann gekk í burtu eftir atvikið. Ja Morant was accused of punching a 17-year-old boy 12-13 times and flashing a gun at him during a pickup basketball game last summer, according to a police report obtained by @mollyhcFull story: https://t.co/NsRnhsIXlk pic.twitter.com/DH0utTt37V— Bleacher Report (@BleacherReport) March 1, 2023 NBA Skotvopn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Þessi 23 ára leikmaður Memphis Grizzlies virtist veifa skammbyssu inni á næturklúbbi þar sem hann var að skemmta sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir 113-97 tap liðsins gegn Denver Nuggets í NBA-deildinni í nótt. NBA-deildin er nú með myndskeiðið til skoðunnar og leikmaðurinn hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir athæfið, en það er lið hans sem tekur ákvörðun um að Morant sé á leið í bann. „Ja Morant verður ekki með liðinu í næstu tveimur leikjum í það minnsta,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu frá félaginu. Statement from the Memphis Grizzlies pic.twitter.com/CLB2TG5nnI— Grizzlies PR (@GrizzliesPR) March 4, 2023 Þetta er ekki eina dæmið um það að Ja Morant komi sér í klandur utan vallar. Fyrir rúmum mánuði voru hann og vinir hans sakaðir um að beina rauðum laser á liðsrútu Indiana Pacers og nú í vikunni var hann sakaður um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð seinasta sumar. Öryggisvörðurinn tilkynnti Morant til lögreglu eftir samskipti þeirra sem áttu sér stað á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöðina. 🤦♂️ pic.twitter.com/bXrEFjjc4W— NBACentral (@TheNBACentral) March 4, 2023 Þá er Morant einnig sakaður um að hafa kýlt 17 ára dreng ítrekað er þeir spiluðu körfubolta á heimili leikmannsins. Það atvik átti sér stað fjórum dögum eftir að Morant hótaði öryggisverðinum, en hann og vinir hans eru sagðir hafa slegið drenginn til jarðar og eftir að slagsmálunum lauk hafi Morant farið inn á heimili sitt og komið aftur út með byssu sýnilega. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði Morant þó að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Hann hafi vissulega átt fyrsta höggið, en aðeins eftir að drengurinn kastaði bolta í höfuð hans og gekk í átt til hans. Þá segir Morant að drengurinn hafi hótað að kveikja í heimili hans þegar hann gekk í burtu eftir atvikið. Ja Morant was accused of punching a 17-year-old boy 12-13 times and flashing a gun at him during a pickup basketball game last summer, according to a police report obtained by @mollyhcFull story: https://t.co/NsRnhsIXlk pic.twitter.com/DH0utTt37V— Bleacher Report (@BleacherReport) March 1, 2023
NBA Skotvopn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira