Umfjöllun: Höttur - Valur 81-90 | Valsmenn halda toppsætinu Pétur Guðmundsson skrifar 5. mars 2023 22:23 Valsmenn gerðu góða ferð austur í kvöld. vísir/hulda margrét Topplið Vals vann góðan níu stiga sigur er liðið sótti Hött heim í 18. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 81-90, og sigurinn þýðir að Valsmenn halda toppsæti deildarinnar fram að næstu umferð í það minnsta. Körfuboltinn loksins komin aftur af stað eftir landsleikjahlé. Fyrir leik í MVA höllinni í kvöld voru Valsmenn í efsta sæti með 13 sigra og fjögur töp á meðan Höttur er í 8. sæti með sjö sigra og tíu töp. Liðin hafa mæst tvisvar í vetur, í fyrri umferðinni í nóvember vann Valur 82-79 á Hlíðarenda. Í undanúrslitum bikars var heldur meiri munur á liðunum, þar vann Valur 47-74 í Höllinni á leið sinni að bikartitli. Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði lið einbeittu sér að sóknarleik. Frekar ólíkt báðum liðum enda ekki þekkt fyrir hraða leiki eða mikið stigaskor. Mætti segja að það hafi verið hálfgerður haustbragur eftir langt landsleikjahlé. Valur komst í 5-10 þegar Kristófer Acox stal boltanum og geystist yfir og tróð. Höttur lagði mikið upp úr að stoppa Kristó í fyrri umferðinni en hann var atkvæðamikil til að byrja með 7 stig og 2 stolna í fyrsta leikhlutanum. Matej Karlovic var Valsmönnum erfiður og dróg margar villur eftir að hann kom inná. Valur var skrefinu á undan til að byrja með og leiddu 21-24 eftir fyrsta. Í byrjun annars var svipað uppá teningnum nema nú var það Nemanja Knezevic sem sótti villurnar. Það virðist virka fínt að láta hann byrja á bekknum og koma svo inná þegar andstæðingurinn er aðeins farin að líjast. Um miðjan leikhlutann voru Valsmenn farnir að láta dómarana fara í taugarnar á sér og Finnur tók leikhlé í stöðunni 31-32. Valsmenn búnir að vera skrefinu á undan enn sem fyrr líkt og í allan vetur gefast Hattarmenn ekki svo glatt upp og héngu í þeim. Segja má að eftir þetta leikhlé hafi slæmi kafli Hattarmanna byrjað og virtist lítið ganga. Fengu á sig 2 sóknarvillur fyrir að þeim fannst litlar sakir og hentu svo frá sér boltanum. Valsmenn voru snöggir að komast aftur í 7 stiga forskot 34-41 og fóru með 37 – 43 forystu í hálfleikinn. Hálfleiksræðan virðist hafa verið áhrifaríkari hjá Finni Frey. Eftir um 3 mínútna leik í 3 leikhluta gerðist Juan Luis Navarro sekur um að grípa um handleginn á Kristófer Acox þegar hann var á leið í layup og fékk réttilega dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Kristó fór á línuna og setti bæði vítinn. Í kjölfarið setti Callum Lawsson þrist og fullkomnaði þar 5 stiga sókn Vals. Höttur missti boltan í næstu sókn og Hjálmar keyrði á körfuna og fékk víti. Þar breytti Valur stöðunni úr 46-50 í 46-57 á augabragði. Valsmenn gerðu vel að keyra aðeins í bakið á Hött þegar skotin þeirra geiguðu og ná að sækja á körfuna og fá auðveld layup eða víti. Þriðji leikhluti var eign Kára Jónssonar. Eftir að hafa verið stigalaus í hálfleik sett drengurinn hvorki meira né minna en 17 stig, þar af 9 af línunni í þriðja leikhluta. Staðan 57-75 og valsmenn að spila ansi vel. Pablo Bertone byrjaði svo fjórða í miklum ham og setti 3 þrist og víti og keyrði muninn í 20 stig, 62-82. Gísli Halls og Bryan Alberts svöruðu fyrir Hött og minnkuð 70-82. Valur áfram með nægt forskot og Höttur komst aldrei nógu næri til að gera þetta spennandi fyrir alvöru. Lokatölur 81-90 eftir mikla replay dramatík á lokamínútunum sem þó enduðu ekki á að hafa neinn áhrif.
Topplið Vals vann góðan níu stiga sigur er liðið sótti Hött heim í 18. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 81-90, og sigurinn þýðir að Valsmenn halda toppsæti deildarinnar fram að næstu umferð í það minnsta. Körfuboltinn loksins komin aftur af stað eftir landsleikjahlé. Fyrir leik í MVA höllinni í kvöld voru Valsmenn í efsta sæti með 13 sigra og fjögur töp á meðan Höttur er í 8. sæti með sjö sigra og tíu töp. Liðin hafa mæst tvisvar í vetur, í fyrri umferðinni í nóvember vann Valur 82-79 á Hlíðarenda. Í undanúrslitum bikars var heldur meiri munur á liðunum, þar vann Valur 47-74 í Höllinni á leið sinni að bikartitli. Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði lið einbeittu sér að sóknarleik. Frekar ólíkt báðum liðum enda ekki þekkt fyrir hraða leiki eða mikið stigaskor. Mætti segja að það hafi verið hálfgerður haustbragur eftir langt landsleikjahlé. Valur komst í 5-10 þegar Kristófer Acox stal boltanum og geystist yfir og tróð. Höttur lagði mikið upp úr að stoppa Kristó í fyrri umferðinni en hann var atkvæðamikil til að byrja með 7 stig og 2 stolna í fyrsta leikhlutanum. Matej Karlovic var Valsmönnum erfiður og dróg margar villur eftir að hann kom inná. Valur var skrefinu á undan til að byrja með og leiddu 21-24 eftir fyrsta. Í byrjun annars var svipað uppá teningnum nema nú var það Nemanja Knezevic sem sótti villurnar. Það virðist virka fínt að láta hann byrja á bekknum og koma svo inná þegar andstæðingurinn er aðeins farin að líjast. Um miðjan leikhlutann voru Valsmenn farnir að láta dómarana fara í taugarnar á sér og Finnur tók leikhlé í stöðunni 31-32. Valsmenn búnir að vera skrefinu á undan enn sem fyrr líkt og í allan vetur gefast Hattarmenn ekki svo glatt upp og héngu í þeim. Segja má að eftir þetta leikhlé hafi slæmi kafli Hattarmanna byrjað og virtist lítið ganga. Fengu á sig 2 sóknarvillur fyrir að þeim fannst litlar sakir og hentu svo frá sér boltanum. Valsmenn voru snöggir að komast aftur í 7 stiga forskot 34-41 og fóru með 37 – 43 forystu í hálfleikinn. Hálfleiksræðan virðist hafa verið áhrifaríkari hjá Finni Frey. Eftir um 3 mínútna leik í 3 leikhluta gerðist Juan Luis Navarro sekur um að grípa um handleginn á Kristófer Acox þegar hann var á leið í layup og fékk réttilega dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Kristó fór á línuna og setti bæði vítinn. Í kjölfarið setti Callum Lawsson þrist og fullkomnaði þar 5 stiga sókn Vals. Höttur missti boltan í næstu sókn og Hjálmar keyrði á körfuna og fékk víti. Þar breytti Valur stöðunni úr 46-50 í 46-57 á augabragði. Valsmenn gerðu vel að keyra aðeins í bakið á Hött þegar skotin þeirra geiguðu og ná að sækja á körfuna og fá auðveld layup eða víti. Þriðji leikhluti var eign Kára Jónssonar. Eftir að hafa verið stigalaus í hálfleik sett drengurinn hvorki meira né minna en 17 stig, þar af 9 af línunni í þriðja leikhluta. Staðan 57-75 og valsmenn að spila ansi vel. Pablo Bertone byrjaði svo fjórða í miklum ham og setti 3 þrist og víti og keyrði muninn í 20 stig, 62-82. Gísli Halls og Bryan Alberts svöruðu fyrir Hött og minnkuð 70-82. Valur áfram með nægt forskot og Höttur komst aldrei nógu næri til að gera þetta spennandi fyrir alvöru. Lokatölur 81-90 eftir mikla replay dramatík á lokamínútunum sem þó enduðu ekki á að hafa neinn áhrif.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti