Embiid og Harden sökktu toppliðinu með hjálp frá Maxey Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2023 11:15 Þessir tveir voru frábærir í kvöld. Mitchell Leff/Getty Images Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Ber þar helst að nefna sigur Philadelphia 76ers á Milwaukee Buck, toppliði Austurdeildar. Þá vann Minnesota Timberwolves góðan sigur á Sacramento Kings. Það mátti búast við mikilli spennu í leik Bucks og 76ers enda um liðin í 1. og 3. sæti Austurdeildar að ræða. Eftir hnífjafnan fyrsta leikhluta tók Bucks öll völd á vellinum og var 14 stigum yfir þegar 4. leikhluti hófst. Þar loks small sóknarleikur 76ers en liðið skoraði 48 stig gegn aðeins 31 hjá Bucks og vann góðan þriggja stiga sigur, lokatölur 133-130 Philadelphia í vil. James Harden fór fyrir liði Philadelphia 76ers og var einu frákasti frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 38 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. What a night for James Harden 38 points9 rebounds10 assists5 threesSixers win in Milwaukee. pic.twitter.com/SLY2NHbeWo— NBA (@NBA) March 5, 2023 Joel Embiid skoraði 31 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Þar á eftir kom Tyrese Maxey með 26 stig. Joel Embiid in the Sixers win: 31 points 6 rebounds 10 assistsFor more, download the NBA app: https://t.co/EfGWQh1oha pic.twitter.com/i1XaWBOfzZ— NBA (@NBA) March 5, 2023 Í liði Milwaukee Bucks var gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, stigahæstur með 34 stig ásamt því að taka 13 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Þar á eftir komu Brook Lopez og Jrue Holiday með 26 stig hvor. Sá síðarnefndi gaf einnig 13 stoðendingar. Minnesota Timberwolves heldur áfram að vinna leiki en eftir að leggja Los Angeles Lakers í gær þá vann liðið Sacramento Kings í nótt, lokatölur 138-134. Segja má að leikmenn Úlfanna hafi dreift stigunum bróðurlega á milli sín en alls skoruðu sjö leikmenn 10 stig eða meira. Anthony Edwards: 27 stig - 8 stoðsendingar – 4 fráköst Mike Conley Jr.: 24 stig – 3 stoðsendingar – 3 fráköst Jaden McDaniels: 19 stig – 2 stoðsendingar – 4 fráköst Kyle Anderson: 18 stig – 9 stoðsendingar – 7 fráköst Nickeil Alexander-Walker: 16 stig – 5 stoðsendingar – 3 fráköst Rudy Gobert: 13 stig – 14 fráköst Naz Reid: 10 stig – 1 stoðsending – 4 fráköst Hjá Kings skoruðu fjórir leikmenn 20 stig eða meira. Kevin Huerter: 29 stig De‘Aaron Fox: 25 stig Domantas Sabonis: 24 stig og 14 fráköst Harrison Barnes: 20 stig TÍST Önnur úrslit Washington Wizards 109-116 Toronto RaptorsCleveland Cavaliers 114-90 Detroit PistonsSan Antonio Spurs 110-122 Houston RocketsMiami Heat 117-109 Atlanta Hawks Big wins around the Association tonight Peep the updated standings. https://t.co/qDvqmYBCF2 pic.twitter.com/SpNTLVytLK— NBA (@NBA) March 5, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Það mátti búast við mikilli spennu í leik Bucks og 76ers enda um liðin í 1. og 3. sæti Austurdeildar að ræða. Eftir hnífjafnan fyrsta leikhluta tók Bucks öll völd á vellinum og var 14 stigum yfir þegar 4. leikhluti hófst. Þar loks small sóknarleikur 76ers en liðið skoraði 48 stig gegn aðeins 31 hjá Bucks og vann góðan þriggja stiga sigur, lokatölur 133-130 Philadelphia í vil. James Harden fór fyrir liði Philadelphia 76ers og var einu frákasti frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 38 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. What a night for James Harden 38 points9 rebounds10 assists5 threesSixers win in Milwaukee. pic.twitter.com/SLY2NHbeWo— NBA (@NBA) March 5, 2023 Joel Embiid skoraði 31 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Þar á eftir kom Tyrese Maxey með 26 stig. Joel Embiid in the Sixers win: 31 points 6 rebounds 10 assistsFor more, download the NBA app: https://t.co/EfGWQh1oha pic.twitter.com/i1XaWBOfzZ— NBA (@NBA) March 5, 2023 Í liði Milwaukee Bucks var gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, stigahæstur með 34 stig ásamt því að taka 13 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Þar á eftir komu Brook Lopez og Jrue Holiday með 26 stig hvor. Sá síðarnefndi gaf einnig 13 stoðendingar. Minnesota Timberwolves heldur áfram að vinna leiki en eftir að leggja Los Angeles Lakers í gær þá vann liðið Sacramento Kings í nótt, lokatölur 138-134. Segja má að leikmenn Úlfanna hafi dreift stigunum bróðurlega á milli sín en alls skoruðu sjö leikmenn 10 stig eða meira. Anthony Edwards: 27 stig - 8 stoðsendingar – 4 fráköst Mike Conley Jr.: 24 stig – 3 stoðsendingar – 3 fráköst Jaden McDaniels: 19 stig – 2 stoðsendingar – 4 fráköst Kyle Anderson: 18 stig – 9 stoðsendingar – 7 fráköst Nickeil Alexander-Walker: 16 stig – 5 stoðsendingar – 3 fráköst Rudy Gobert: 13 stig – 14 fráköst Naz Reid: 10 stig – 1 stoðsending – 4 fráköst Hjá Kings skoruðu fjórir leikmenn 20 stig eða meira. Kevin Huerter: 29 stig De‘Aaron Fox: 25 stig Domantas Sabonis: 24 stig og 14 fráköst Harrison Barnes: 20 stig TÍST Önnur úrslit Washington Wizards 109-116 Toronto RaptorsCleveland Cavaliers 114-90 Detroit PistonsSan Antonio Spurs 110-122 Houston RocketsMiami Heat 117-109 Atlanta Hawks Big wins around the Association tonight Peep the updated standings. https://t.co/qDvqmYBCF2 pic.twitter.com/SpNTLVytLK— NBA (@NBA) March 5, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins