Boston besta liðið um þessar mundir | LeBron sneri aftur Gott gengi Boston Celtics í NBA deildinni í körfubolta hélt áfram í nótt þegar liðið lagði Sacramento Kings að velli. LeBron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers sem vann einnig öruggan sigur. Körfubolti 26. nóvember 2022 10:00
Stjarnan leikur framvegis í Umhyggjuhöllinni og styður við bakið á langveikum börnum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar skrifaði í gær undir samning við E. Sigurðsson ehf. byggingarfélag um að fyrirtækið yrði einn af aðalstyrkaraðilum liðsins. Samhliða því mun fyrirtækið styðja við Umhyggju, félag langveikra barna, og heimavöllur liðsins fékk í kjölfarið nýtt nafn, Umhyggjuhöllin. Körfubolti 25. nóvember 2022 23:30
Ægir og félagar upp um sex sæti með sigri Ægir Þór Steinarsson og félagar hans í Alicante stukku upp um sex sæti í spænsku B-deildinni í körfubolta er liðið vann nauman fjögurra stiga sigur gegn Estudiantes í kvöld, 89-85. Körfubolti 25. nóvember 2022 22:17
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 91-75 | Keflavík aftur á sigurbraut en staðan svört hjá KR-ingum Keflavík sýndi fagmannlega og stöðuga frammistöðu þegar liðið sigldi í höfn sannfærandi 91-75 sigri í viðureign sinni við sært KR-lið í sjöundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Blue Car Rental-höllinni í Keflavík í kvöld. Körfubolti 25. nóvember 2022 21:54
„Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var skiljanlega svekktur eftir tap gegn toppliði Vals í Subway-deild karla kvöld. Hann getur þó verið ánægður með margt í leik sinna manna. Körfubolti 25. nóvember 2022 21:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Höttur 80-79 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Vals mörðu nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Hattar í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 82-79. Valsmenn sitja nú einir á toppi deildarinnar eftir sigurinn. Körfubolti 25. nóvember 2022 21:27
Skoraði sitjandi frá þriggja stiga línunni Bandaríska körfuboltakonan Madison Cox er ein af fáum leikmönnum í sögu skóla síns sem hefur skorað yfir þúsund stig fyrir körfuboltalið skólans og það þarf ekki að koma neinum á óvart sem sáu hana skora magnaða körfu á dögunum. Körfubolti 25. nóvember 2022 16:15
Kyrie Irving segir að liðsfélagi hans frá Japan sé besti skotmaður í heimi Japanski körfuboltamaðurinn Yuta Watanabe hefur vakið mikla athygli í NBA-deildinni í vetur enda farið á kostum með liði Brooklyn Nets. Körfubolti 25. nóvember 2022 13:30
„Forsendubrestur frá því að ég var ráðinn“ Yngvi Gunnlaugsson tók við kvennaliði Breiðabliks í körfubolta í sumar en fimm mánuðum síðar er hann hættur. Brotthvarf lykilleikmanna réði þar mestu. Körfubolti 25. nóvember 2022 09:01
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-71 | Njarðvík aftur á sigurbraut Eftir tvo tapleiki í röð komst Njarðvík aftur á sigurbraut eftir sigur á Haukum í hörkuleik. Haukar voru yfir lengst af í leiknum en eftir mikla þrautseigju náðu Njarðvíkingar að loka leiknum og unnu fjögurra stiga sigur 75-71. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 24. nóvember 2022 23:25
„Erum reynslumiklir og kunnum að klára leiki“ Njarðvík vann fjögurra stiga sigur á Haukum 75-71. Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur sneri aftur á parketið eftir meiðsli og var ánægður með sigurinn. Sport 24. nóvember 2022 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Breiðablik 110-75 | Stólarnir stöðvuðu sigurgöngu Blika Í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld tók Tindastóll á móti Breiðablik í Subway deild karla í körfubolta og urðu lokatölur leiksins 110-65 Tindastól í vil. Körfubolti 24. nóvember 2022 22:11
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 94-65 | Stjarnan valtaði yfir Grindvíkinga í Garðabænum Stjarnan og Grindavík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld í 7. umferð Subway-deildar karla. Fyrir leikinn voru bæði lið voru þrjá sigra og þrjú töp, og því bæði með augastað á því að ýta sér upp fyrir 50% sigurhlutfall í deildinni. Körfubolti 24. nóvember 2022 21:48
Umfjöllun: ÍR - Þór Þ. 79-73 | Dísætur og dýrmætur sigur ÍR Tvö neðstu lið Subway-deildar karla, ÍR og Þór Þ., áttust við í mikilvægum fallslag í Skógarselinu. ÍR-ingar höfðu betur, 79-73, eftir spennuleik og skildu Þórsara eftir á botni deildarinnar. Körfubolti 24. nóvember 2022 21:48
„Það sem að ég fékk var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd“ „Við erum búnir að tapa fullt af leikjum í röð þannig að þetta var geggjað. Þetta var frábær frammistaða svona heilt yfir,“ segir Ísak Máni Wíum, hinn ungi þjálfari ÍR, eftir dýrmætan og sætan sigur gegn Þór úr Þorlákshöfn í Breiðholti í kvöld, 79-73, í Subway-deildinni í körfubolta. Körfubolti 24. nóvember 2022 21:26
Íslensku stelpurnar fengu stóran skell gegn Spánverjum Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mátti þola 66 stiga tap er liðið heimsótti gríðarsterkt lið Spánverja í undankeppni EM í kvöld, 120-54. Körfubolti 24. nóvember 2022 21:20
„Þetta var mjög þungt“ Grindvíkingar máttu þola stórt tap gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, lokatölur 94-65 þar sem Grindvíkingar náðu aldrei upp neinum takti í sinn leik og hittu afleitlega fyrir utan þriggjastiga línuna. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari þeirra var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna og sagði þá ekki hafa sýnt sitt rétta andlit í leiknum. Körfubolti 24. nóvember 2022 21:01
„Hann er náttúrulega bara Herra Þorlákshöfn“ Emil Karel Einarsson átti frábæran leik með Þór þegar liðið vann loksins leik í Subway deildinni en sigurinn kom á móti einu af efstu liðum deildarinnar og eftir að Þórsliðið hafði lent í miklu mótlæti. Körfubolti 24. nóvember 2022 16:00
Hefur miklar áhyggjur af KR-liðinu: „Vont að horfa á þetta“ KR vann sex Íslandsmeistaratitla í röð frá 2014 til 2019 en nú er liðið í bullandi fallhættu. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru ekkert öruggir með að þeir spili í deildinni næsta vetur án breytinga. Körfubolti 24. nóvember 2022 14:02
Tindastóll áfrýjaði og óvissan í bikarnum heldur áfram Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur áfrýjað úrskurði aganefndar KKÍ þess efnis að Haukum skyldi dæmdur 20-0 sigur í bikarleik liðanna í haust. Körfubolti 24. nóvember 2022 13:21
Stólarnir aftur með fjóra erlenda inn á vellinum: „Daðrar við að vera lúðalegt“ Tindastóll datt út úr bikarkeppni KKÍ í vetur eftir að liðið gerðist brotlegt við útlendingareglurnar og þeir voru nálægt því að tapa öðrum leik 20-0 í síðustu umferð Subway deildarinnar. Körfubolti 24. nóvember 2022 08:00
Dóttir Kobe Bryant vill nálgunarbann á „byssuóðan“ eltihrelli Hin nítján ára gamla Natalia Bryant, dóttir körfuboltagoðsagnarinnar Kobe Bryant heitins, hefur óskað eftir nálgunarbanni á eltihrelli. Lögreglan í Los Angeles er komin í málið og segir vopnalagabrot vera á sakarferli mannsins. Lífið 22. nóvember 2022 22:51
Vinnie sló stoðsendingametið sem var sett á síðustu öld Vincent „Vinnie“ Malik Shahid setti nýtt stoðsendingamet í úrvalsdeild karla í körfubolta í gær þegar hann leiddi Þórsara til fyrsta sigur síns á tímabilinu. Körfubolti 22. nóvember 2022 11:00
Björn fær nýra úr mömmu: „Vissi að þetta yrði endastöðin“ „Vegna þess hve léleg nýrun eru orðin þá má ég ekki við því aukaálagi sem fylgir því að æfa og spila körfubolta,“ segir KR-ingurinn Björn Kristjánsson sem neyðst hefur til að leggja körfuboltaskóna á hilluna. Körfubolti 22. nóvember 2022 08:01
Lögmál leiksins: „Ég er ekki að setja hann í efstu hillu“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Hörður Unnsteinsson og Máté Dalmay, þjálfari Hauka í Subway deild karla. Körfubolti 22. nóvember 2022 07:00
Stóð ógn af Braga Páli á framhaldsskólaárunum Kjartan Atli Kjartansson og Bragi Páll Sigurðarson voru að senda frá sér nýja barna- og unglingabók um körfuboltakrakkana Lóu og Börk. Þeir hafa þekkst síðan í menntaskóla og skemmtu sér mjög vel við skrifin á bókinni Langskot í lífsháska. Lífið 22. nóvember 2022 07:00
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. Körfubolti 21. nóvember 2022 23:45
„Við getum brotnað niður eða eflst við þetta“ Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs Þorlákshafnar, gat andað léttar eftir að liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Keflvíkingum í kvöld, 116-102. Emil dró vagninn er Þórsarar snéru leiknum sér í hag og segir það vera eins og þungu fargi sé af sér létt eftir að liðinu tókst loksins að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Körfubolti 21. nóvember 2022 22:31
Umfjöllun: Höttur - Stjarnan 89-92 | Stjarnan marði Hött í framlengingu Stjarnan komst aftur á skrið eftir tvo tapleiki í röð með að vinna Hött á Egilsstöðum í kvöld og stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu heimamanna. Stjarnan knúði fram sigur í framlengingu eftir að Höttur hafði unnið upp forskot á lokamínútu venjulegs leiktíma. Körfubolti 21. nóvember 2022 22:30
„Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu“ Fáliðaðir Grindvíkingar gáfu sterku liði Tindastóls hörkuleik í Grindavík í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu byggt upp nokkuð gott forskot í hálfleik komu Grindvíkingar til baka með látum í þriðja leikhluta og komust yfir tvisvar. Fór það hins vegar svo að Tindastóll vann leikinn með 11 stiga mun, lokatölur 83-94. Körfubolti 21. nóvember 2022 21:30